„Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. janúar 2021 19:02 Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. Er þetta í annað skiptið sem mannmergð í messu í kirkjunni er til umfjöllunar á stuttum tíma, en á jóladag var greint frá því að yfir hundrað manns hafi verið saman komnir í kirkjunni í messu á aðfangadag. Rögnvaldur vildi ekki tjá sig sérstaklega um málið þegar fréttastofa heyrði í honum, en sagði það leiðinlegt þegar fréttir af hópamyndun á svig við sóttvarnareglur yfirvalda komi upp. „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir, burtséð frá þessu einstaka máli. Almennt er leiðinlegt þegar fólk vill ekki spila með. Það er alveg vitað hvað við erum að gera og af hverju við erum að þessu. Það er heimsfaraldur í gangi og við erum að reyna að stemma stigu við honum,“ segir Rögnvaldur. Árangur náist ekki nema allir taki þátt Rögnvaldur segist þá telja að Íslendingum hafi að undanförnu gengið ágætlega í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn og vísar til stöðunnar í nágrannalandinu Noregi. Þar voru reglur hertar í dag vegna útbreiðslu veirunnar. Sala áfengis hefur verið bönnuð í landinu og samkomur takmarkaðar við fimm manns. „Síðasta breyting á reglunum hjá okkur var í átt að afléttingu og svoleiðis árangri nær maður ekkert nema með því að allir spili með og taki þátt. Það er náttúrulega það sem við viljum gera, keyra þetta á samstöðunni.“ Þá bendir Rögnvaldur á að ef fólk telur reglurnar ekki eiga að eiga við um sína starfsemi, eða það að örðu leyti ósátt, geti það sótt um undanþágu frá þeim til heilbrigðisráðuneytisins. „Ef þær eru ekki veittar, þá er það væntanlega bara vegna þess að aðstaðan býður ekki upp á það,“ segir Rögnvaldur. Hann kveðst ekki vita hvort Landakotskirkja hafi sótt um slíka undanþágu hjá heilbrigðisráðuneytinu eða ekki. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Er þetta í annað skiptið sem mannmergð í messu í kirkjunni er til umfjöllunar á stuttum tíma, en á jóladag var greint frá því að yfir hundrað manns hafi verið saman komnir í kirkjunni í messu á aðfangadag. Rögnvaldur vildi ekki tjá sig sérstaklega um málið þegar fréttastofa heyrði í honum, en sagði það leiðinlegt þegar fréttir af hópamyndun á svig við sóttvarnareglur yfirvalda komi upp. „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir, burtséð frá þessu einstaka máli. Almennt er leiðinlegt þegar fólk vill ekki spila með. Það er alveg vitað hvað við erum að gera og af hverju við erum að þessu. Það er heimsfaraldur í gangi og við erum að reyna að stemma stigu við honum,“ segir Rögnvaldur. Árangur náist ekki nema allir taki þátt Rögnvaldur segist þá telja að Íslendingum hafi að undanförnu gengið ágætlega í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn og vísar til stöðunnar í nágrannalandinu Noregi. Þar voru reglur hertar í dag vegna útbreiðslu veirunnar. Sala áfengis hefur verið bönnuð í landinu og samkomur takmarkaðar við fimm manns. „Síðasta breyting á reglunum hjá okkur var í átt að afléttingu og svoleiðis árangri nær maður ekkert nema með því að allir spili með og taki þátt. Það er náttúrulega það sem við viljum gera, keyra þetta á samstöðunni.“ Þá bendir Rögnvaldur á að ef fólk telur reglurnar ekki eiga að eiga við um sína starfsemi, eða það að örðu leyti ósátt, geti það sótt um undanþágu frá þeim til heilbrigðisráðuneytisins. „Ef þær eru ekki veittar, þá er það væntanlega bara vegna þess að aðstaðan býður ekki upp á það,“ segir Rögnvaldur. Hann kveðst ekki vita hvort Landakotskirkja hafi sótt um slíka undanþágu hjá heilbrigðisráðuneytinu eða ekki.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 „Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11 Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22 Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50
„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“ Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið. 25. desember 2020 16:11
Vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vonbrigði að heyra af sóttvarnabrotum dag eftir dag og óttast stóra bylgju eftir hátíðirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hugsanlegt brot á sóttvarnalögum í Landakotskirkju. 25. desember 2020 14:22
Höfðu afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju Lögreglan hafði afskipti af helgihaldi í Landakotskirkju í gærkvöldi. Þetta staðfestir David B. Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, í samtali við mbl.is. 25. desember 2020 11:43
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent