Lykillinn að því að lifa lífinu eftir eigin höfði Forlagið 5. janúar 2021 08:55 Aðeins 24 ára gömul fyllti Alda Karen Hjaltalín Eldborg þegar hún hélt fyrsta LIFE Masterclass-fyrirlestur sinn. Undanfarin þrjú ár hefur hún haldið fyrirlestra í mörgum af stærstu sölum heims og á Citi Field-hafnaboltaleikvanginum í New York. Bók vikunnar á Vísi er Lífsbiblían eftir Öldu Karen Hjaltalín og Silju Björk Björnsdóttur. Bókin kemur í verslanir í dag. Alda Karen Hjaltalín og Silja Björk Björnsdóttir eru höfundar Lífsbiblíunnar sem er bók vikunnar á Vísi. Lífsbiblían inniheldur 50 lífslykla, sögur og leyndarmál. Alda Karen og Silja Björk segja bókina hvatningarbók en skilgreina hana ekki sem sjálfshjálparbók, hún innihaldi of mikið af blótsyrðum til þess. „Lífsbiblían hefst á orðunum „helvítis, fokking fokk!“ Þetta er sjálfsvinna eins og þú hefur aldrei séð hana áður,“ segir Alda Karen og bætir við að rauði þráðurinn gegnum bókina sé innblástur og húmor. „Við settum bókina upp í söguformi því okkur finnst gott að læra af sögum annarra. Sögur eru kraftmikið tól til þess að læra og sækja innblástur. Við skrifuðum sögur af okkur sjálfum og af fólki sem við þekkjum en ég trúi því að við öll eigum okkar lífsbiblíu sem við filterum líf okkar gegnum. Í hverri sögu er það sem við köllum „lífslykill“, eitthvað sem gefur innblástur eða er einhverskonar lífsæfing, hugleiðsla eða nýtt sjónarhorn á lífið. Það fer svo eftir því hvaða sögur fólk tengir við hvaða lærdóm það dregur af bókinni. Við viljum að fólk fái massa innblástur og vonandi meiri sjálfsþekkingu,“ segir Alda Karen en hún hafði gengið lengi með þá hugmynd í maganum að skrifa bók um lífið og tilveruna. Alda Karen og Silja Björk ólust upp á Akureyri og eru æskuvinkonur. Af kápu bókarinnar „Ég hef alltaf haldið dagbækur og hverja þeirra kalla ég Lífsbiblíu Öldu. Árið 2018 skrifaði ég litla bók í tengslum við fyrirlestur í Eldborg í Hörpu og fékk frábærar viðtökur. Það gaf mér spark í rassinn um að gefa út alvöru bók og ég ákvað strax að gera það með Silju Björk en hún er rithöfundur og situr í stjórn Geðhjálpar og vann m.a. við 39 átakið sem Geðhjálp stóð fyrir 2020 og söfnuðust yfir 30.000 undirskriftir. Við Silja höfum þekkst alla æfi og erum æskuvinkonur,“ segir Alda Karen en Silja Björk sendi síðastliðið sumar frá sér bókina Vatnið, gríman og geltið. Silja Björk Björnsdóttir er kvikmyndafræðingur að mennt og einn af frumkvöðlum #égerekkitabú-herferðarinnar, auk þess sem fyrirlestur hennar The Taboo of Depression á TEDx hefur fengið um 200.000 áhorf á YouTube. Árið 2020 gaf Silja Björk út bókina Vatnið, gríman og geltið sem fjallar um geðræn veikindi hennar og þá von sem felst í batanum. Lyklakippa lífsins Lífsbiblían skiptist í fimm kafla, Lífið, Heilinn, Hjartað, Samskipti og Þú. Um fimmtíu sögur og lífslykla er að finna í bókinni sem Alda og Silja segja nýtast fólki aftur og aftur. „Þetta er lyklakippa sem hjálpar þér að opna á dyr tækifæranna. Þetta er bók sem hægt er að fletta upp í aftur og aftur og lesa þann lykil sem við á þegar fólk mætir einhverjum hindrunum,“ segir Alda. Ástin er ómælanleg er í uppáhaldi hjá mér,“ segir Alda. „Það er mjög skemmtilegur kafli um ástarsambönd og væntingar til maka. Mistök í meðvirkni er líka fyndinn og skemmtilegur kafli en ég held að við könnumst öll við að detta í meðvirknikast. Tilfinningar eru heilun, er uppáhald Silju og síðast en ekki síst erum við mjög hrifnar af lyklinum Listin að vera slétt sama. Sá kafli fjallar um að þora að taka af skarið og vera frjáls undan skoðunum annarra. Það er í raun inntak bókarinnar, að geta lifað eftir eigin höfði." Myndlýsingar eru eftir Helgu Valdísi Árnadóttur. Lífsbiblían seldist upp í forsölu og kemur bókin í allar verslanir í dag 5. janúar. Menning Bókmenntir Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Alda Karen Hjaltalín og Silja Björk Björnsdóttir eru höfundar Lífsbiblíunnar sem er bók vikunnar á Vísi. Lífsbiblían inniheldur 50 lífslykla, sögur og leyndarmál. Alda Karen og Silja Björk segja bókina hvatningarbók en skilgreina hana ekki sem sjálfshjálparbók, hún innihaldi of mikið af blótsyrðum til þess. „Lífsbiblían hefst á orðunum „helvítis, fokking fokk!“ Þetta er sjálfsvinna eins og þú hefur aldrei séð hana áður,“ segir Alda Karen og bætir við að rauði þráðurinn gegnum bókina sé innblástur og húmor. „Við settum bókina upp í söguformi því okkur finnst gott að læra af sögum annarra. Sögur eru kraftmikið tól til þess að læra og sækja innblástur. Við skrifuðum sögur af okkur sjálfum og af fólki sem við þekkjum en ég trúi því að við öll eigum okkar lífsbiblíu sem við filterum líf okkar gegnum. Í hverri sögu er það sem við köllum „lífslykill“, eitthvað sem gefur innblástur eða er einhverskonar lífsæfing, hugleiðsla eða nýtt sjónarhorn á lífið. Það fer svo eftir því hvaða sögur fólk tengir við hvaða lærdóm það dregur af bókinni. Við viljum að fólk fái massa innblástur og vonandi meiri sjálfsþekkingu,“ segir Alda Karen en hún hafði gengið lengi með þá hugmynd í maganum að skrifa bók um lífið og tilveruna. Alda Karen og Silja Björk ólust upp á Akureyri og eru æskuvinkonur. Af kápu bókarinnar „Ég hef alltaf haldið dagbækur og hverja þeirra kalla ég Lífsbiblíu Öldu. Árið 2018 skrifaði ég litla bók í tengslum við fyrirlestur í Eldborg í Hörpu og fékk frábærar viðtökur. Það gaf mér spark í rassinn um að gefa út alvöru bók og ég ákvað strax að gera það með Silju Björk en hún er rithöfundur og situr í stjórn Geðhjálpar og vann m.a. við 39 átakið sem Geðhjálp stóð fyrir 2020 og söfnuðust yfir 30.000 undirskriftir. Við Silja höfum þekkst alla æfi og erum æskuvinkonur,“ segir Alda Karen en Silja Björk sendi síðastliðið sumar frá sér bókina Vatnið, gríman og geltið. Silja Björk Björnsdóttir er kvikmyndafræðingur að mennt og einn af frumkvöðlum #égerekkitabú-herferðarinnar, auk þess sem fyrirlestur hennar The Taboo of Depression á TEDx hefur fengið um 200.000 áhorf á YouTube. Árið 2020 gaf Silja Björk út bókina Vatnið, gríman og geltið sem fjallar um geðræn veikindi hennar og þá von sem felst í batanum. Lyklakippa lífsins Lífsbiblían skiptist í fimm kafla, Lífið, Heilinn, Hjartað, Samskipti og Þú. Um fimmtíu sögur og lífslykla er að finna í bókinni sem Alda og Silja segja nýtast fólki aftur og aftur. „Þetta er lyklakippa sem hjálpar þér að opna á dyr tækifæranna. Þetta er bók sem hægt er að fletta upp í aftur og aftur og lesa þann lykil sem við á þegar fólk mætir einhverjum hindrunum,“ segir Alda. Ástin er ómælanleg er í uppáhaldi hjá mér,“ segir Alda. „Það er mjög skemmtilegur kafli um ástarsambönd og væntingar til maka. Mistök í meðvirkni er líka fyndinn og skemmtilegur kafli en ég held að við könnumst öll við að detta í meðvirknikast. Tilfinningar eru heilun, er uppáhald Silju og síðast en ekki síst erum við mjög hrifnar af lyklinum Listin að vera slétt sama. Sá kafli fjallar um að þora að taka af skarið og vera frjáls undan skoðunum annarra. Það er í raun inntak bókarinnar, að geta lifað eftir eigin höfði." Myndlýsingar eru eftir Helgu Valdísi Árnadóttur. Lífsbiblían seldist upp í forsölu og kemur bókin í allar verslanir í dag 5. janúar.
Myndlýsingar eru eftir Helgu Valdísi Árnadóttur. Lífsbiblían seldist upp í forsölu og kemur bókin í allar verslanir í dag 5. janúar.
Menning Bókmenntir Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira