Enski boltinn

Lampard: Pep lenti líka í vandræðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pressan er að aukast á Lampard svo um munar.
Pressan er að aukast á Lampard svo um munar. Andy Rain/PA Images

Frank Lampard, stjóri Chelsea, er í vandræðum. Liðið hefur einungis unnið einn af síðustu sjö leikjum í deildinni og pressan er að aukast á Chelsea.

Chelsea tapaði í gær 3-1 fyrir Manchester City í gær en Chelsea var 3-0 undir í hálfleik. Eftir leikinn voru sögusagnirnar ekki lengi að fara af stað að heitt væri undir Lampard.

Lampard sjálfur biður þó um tíma og segir að fleiri þjálfarar hafi lent í vandræðum á sínum fyrstu árum sem stjórar í nýjum verkefnum.

„Ég þarf að vera raunsær. Ég var raunsær eftir sigurinn á Leeds þegar ég sagði að við værum ekki í titilbaráttu og ég er einnig raunsær núna að uppbyggingin er sársaukafull,“ sagði Lampard.

„Ég man hvað Pep Guardiola gekk í gegnum á sínu fyrsta ári hjá City og við vitum hvað gerðist síðan. Þú byggir bara eitthvað þegar þú hefur barist og sýnt karakter. Við þekkjum sögu City og Liverpool en ég er ekki að bera okkur saman við þá.“

„Ég get bara talað um okkur sjálfa. Í fyrri hálfleik í leiknum gegn City sýndum við að við erum á erfiðum stað. Við þurfum að halda áfram að berjast og ég þarf að halda áfram að berjast,“ sagði Lampard við Sky Sports.

Chelsea mætir Morecambe í enska bikarnum um næstu helgi.


Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Lampard: Búið spil í hálfleik

Chelsea átti ekki roð í Manchester City í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en liðin áttust við á Stamford Bridge í Lundúnum.

Vandræði Chelsea halda áfram

Vandræði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni halda áfram en liðið hefur einungis einn af síðustu fimm leikjum liðsins í deildinni. Í dag gerði liðið 1-1 jafntefli við Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×