City spilaði frábæran fótbolta í fyrri hálfleik en heimamenn í Chelsea voru heillum horfnir. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu er City komið á siglingu og er nú fjórum stigum á eftir toppliðunum með einn leik til góða.
Foden hefur fengið fleiri og fleiri tækifæri í byrjunarliði City að undanförnu og hann var í byrjunarliðinu í gær. Þakkaði hann traustið með einu marki en hann hrósaði leikaðferð Guardiola í stóru leikjunum.
Four-goals and a fine #FACup victory #OnThisDay last year
— Manchester City (@ManCity) January 4, 2021
#ManCity | https://t.co/axa0klD5re pic.twitter.com/4HEjBgt31f
„Hann er alltaf með góða taktík klára þegar við erum á leið í stóra leiki eins og þennan. Hann er snillingur í þessu og eins og þú gast séð þá spiluðum við virkilega vel,“ sagði Foden.
„Við stóðum hátt og breitt og spiluðum út í vængina. Það gerðum við virkilega vel. Þetta gefur okkur sjálfstraust í búningsklefann og við viljum gjarnan keyra áfram og gera þetta oftar núna,“ bætti hann við.
Næsta verkefni City er á miðvikudagskvöldið er liðið mætir grönnum sínum í Manchester United í undanúrslitum enska deildarbikarsins.