Brynjar tók við HK árið 2018 og kom liðinu upp í deild þeirra bestu.
Hann hefur svo gert flotta hluti síðustu tvær leiktíðir með liðið í efstu deild og liðið siglt lygnan sjó.
Brynjar lék lengi vel í atvinnumennsku en hann á að baki 74 landsleiki fyrir A-landsliðið.
Áður en hann tók við HK var hann aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni.
Brynjar Björn og HK framlengja samstarf sitt um þrjú ár
— HK (@HK_Kopavogur) January 4, 2021
Það eru spennandi tímar framundan hjá HK með Brynjar Björn áfram við stjórnvölinn
Áfram HK pic.twitter.com/IbYZBKzEVE