Segir Íslendinga á Bretlandseyjum sýna hertum aðgerðum skilning Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. janúar 2021 14:15 Sturla Sigurjónsson er sendiherra Íslands í Bretlandi. vísir Nú er skollið á útgöngubann í Bretlandi sem mun gilda að minnsta kosti út miðjan febrúar. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar að ljóst væri að næstu vikur framundan yrðu erfiðar. Í samtali við Sky news sagði Michael Gove, ráðherra, að staðan yrði metin að nýju 15. febrúar og sagðist eiga von á að í mars gætu yfirvöld aflétt ströngustu aðgerðunum. Bretar mega einungis hætta sér út fyrir hússins dyr í undantekningartilfellum eins til þess að kaupa matvöru, fara til læknis og í sýnatöku vegna veirunnar. Fólki er þó heimild að stunda líkamsrækt utandyra einu sinni á dag en ekki er leyfilegt að fara út fyrir hverfi viðkomandi. Aðgerðirnar komu Sturlu Sigurjónssyni, sendiherra Íslands í Lundúnum, ekki á óvart. „Þetta átti sér náttúrulega aðdraganda þannig að þetta kom nú ekki alveg á óvart. Fjölmiðlar höfðu fjallað um að þetta væri í aðsigi.“ Í gær greindist metfjöldi með kórónuveiruna í Bretlandi, eða hátt í sextíu þúsund manns. Um var að ræða sjöunda daginn sem tilfellin voru yfir fimmtíu þúsund. Nýja afbrigði kórónuveirunnar þungt í þessari miklu fjölgun smita því hún er talin vera fimmtíu til sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Síðastliðnar vikur hefur dauðsföllum, innlögnum og tilfellum fjölgað ört. „Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti að í þessu ávarpi í gærkvöldi að stjórnvöld væru tilneydd til þess að grípa til hertra ráðstafana og landið fært upp á hæsta viðbúnaðarstig.“ Sturla telur að Íslendingar sem hafa dvalið í Bretlandi til lengri tíma séu orðnir „sjálfbjarga“ eins og hann orðar það og vanir því að þurfa að breyta lífsstíl sínum með stuttum fyrirvara vegna aðgerða. Ekki hafi margir Íslendingar haft samband við sendiráðið eftir að nýju aðgerðirnar tóku gildi. „Það má segja að þetta sé í þriðja skiptið sem gripið er til svona harðra ráðstafana á undanförnum tíu mánuðum. Það var náttúrulega í mars og inn í apríl, svo síðla haust og svo aftur núna. Þessum hertu ráðstöfunum var aflétt hér í London var aflétt í byrjun desember að mestu leyti en síðan settar aftur á seinna í mánuðinum þannig að þetta hefur sett svip á borgina, óneitanlega.“ Hefur þetta fengið þungt á þá Íslendinga sem þú hefur rætt við? „Nei, við höfum ekki orðið mikið vör við vandræði eða óánægju hérna, ég held að þeir eins og Bretar átti sig á því að það er gripið til þessara ráðstafana að gefnu tilefni og það er stefnt að því að þær verði eins skammvinnar og mögulegt er og þá horfa menn ekki síst til bólusetninga.“ Ekki hafi margir þurft að leita aðstoðar eða leiðsagnar hjá sendiráðinu. „En við hvetjum auðvitað Íslendinga til að fylgjast vel með framvindu þessara mála og svo náttúrulega að fylgja fyrirmælum stjórnvalda í einu og öllu. Við höfum reyndar orðið svolítið vör við að Íslendingar á leið til annarra ríkja í gegnum Bretland, til dæmis Spánar, hafi lent í vandræðum vegna takmarkana á flugi frá Bretlandi og í því samhengi þá hvetjum við fólk líka til að kynna sér vel allar opinberar upplýsingar um takmarkanir áður en flug eru bókuð og áður en lagt er af stað því reynslan sýnir að reglur geta breyst með mjög skömmum fyrirvara. Almennt tekur fólk þessu hér með jafnaðargeði og skoðanakannanir benda til þess að það sé mikill meirihluti sem styðji þessar hertu aðgerðir.“ England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Boris Johnson kynnir hertar aðgerðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun klukkan átta kynna hertar aðgerðir vegna versnandi kórónuveirufaraldursins á Bretlandi. Búist er við að hann tilkynni um útgöngubann líkt og það sem var sett á í Skotlandi í dag. 4. janúar 2021 19:41 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Sæta ströngu útgöngubanni út janúar Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 4. janúar 2021 14:23 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Í samtali við Sky news sagði Michael Gove, ráðherra, að staðan yrði metin að nýju 15. febrúar og sagðist eiga von á að í mars gætu yfirvöld aflétt ströngustu aðgerðunum. Bretar mega einungis hætta sér út fyrir hússins dyr í undantekningartilfellum eins til þess að kaupa matvöru, fara til læknis og í sýnatöku vegna veirunnar. Fólki er þó heimild að stunda líkamsrækt utandyra einu sinni á dag en ekki er leyfilegt að fara út fyrir hverfi viðkomandi. Aðgerðirnar komu Sturlu Sigurjónssyni, sendiherra Íslands í Lundúnum, ekki á óvart. „Þetta átti sér náttúrulega aðdraganda þannig að þetta kom nú ekki alveg á óvart. Fjölmiðlar höfðu fjallað um að þetta væri í aðsigi.“ Í gær greindist metfjöldi með kórónuveiruna í Bretlandi, eða hátt í sextíu þúsund manns. Um var að ræða sjöunda daginn sem tilfellin voru yfir fimmtíu þúsund. Nýja afbrigði kórónuveirunnar þungt í þessari miklu fjölgun smita því hún er talin vera fimmtíu til sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Síðastliðnar vikur hefur dauðsföllum, innlögnum og tilfellum fjölgað ört. „Boris Johnson forsætisráðherra tilkynnti að í þessu ávarpi í gærkvöldi að stjórnvöld væru tilneydd til þess að grípa til hertra ráðstafana og landið fært upp á hæsta viðbúnaðarstig.“ Sturla telur að Íslendingar sem hafa dvalið í Bretlandi til lengri tíma séu orðnir „sjálfbjarga“ eins og hann orðar það og vanir því að þurfa að breyta lífsstíl sínum með stuttum fyrirvara vegna aðgerða. Ekki hafi margir Íslendingar haft samband við sendiráðið eftir að nýju aðgerðirnar tóku gildi. „Það má segja að þetta sé í þriðja skiptið sem gripið er til svona harðra ráðstafana á undanförnum tíu mánuðum. Það var náttúrulega í mars og inn í apríl, svo síðla haust og svo aftur núna. Þessum hertu ráðstöfunum var aflétt hér í London var aflétt í byrjun desember að mestu leyti en síðan settar aftur á seinna í mánuðinum þannig að þetta hefur sett svip á borgina, óneitanlega.“ Hefur þetta fengið þungt á þá Íslendinga sem þú hefur rætt við? „Nei, við höfum ekki orðið mikið vör við vandræði eða óánægju hérna, ég held að þeir eins og Bretar átti sig á því að það er gripið til þessara ráðstafana að gefnu tilefni og það er stefnt að því að þær verði eins skammvinnar og mögulegt er og þá horfa menn ekki síst til bólusetninga.“ Ekki hafi margir þurft að leita aðstoðar eða leiðsagnar hjá sendiráðinu. „En við hvetjum auðvitað Íslendinga til að fylgjast vel með framvindu þessara mála og svo náttúrulega að fylgja fyrirmælum stjórnvalda í einu og öllu. Við höfum reyndar orðið svolítið vör við að Íslendingar á leið til annarra ríkja í gegnum Bretland, til dæmis Spánar, hafi lent í vandræðum vegna takmarkana á flugi frá Bretlandi og í því samhengi þá hvetjum við fólk líka til að kynna sér vel allar opinberar upplýsingar um takmarkanir áður en flug eru bókuð og áður en lagt er af stað því reynslan sýnir að reglur geta breyst með mjög skömmum fyrirvara. Almennt tekur fólk þessu hér með jafnaðargeði og skoðanakannanir benda til þess að það sé mikill meirihluti sem styðji þessar hertu aðgerðir.“
England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28 Boris Johnson kynnir hertar aðgerðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun klukkan átta kynna hertar aðgerðir vegna versnandi kórónuveirufaraldursins á Bretlandi. Búist er við að hann tilkynni um útgöngubann líkt og það sem var sett á í Skotlandi í dag. 4. janúar 2021 19:41 Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27 Sæta ströngu útgöngubanni út janúar Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 4. janúar 2021 14:23 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Fleiri fréttir Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Sjá meira
Útgöngubann á Englandi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni. 4. janúar 2021 20:28
Boris Johnson kynnir hertar aðgerðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun klukkan átta kynna hertar aðgerðir vegna versnandi kórónuveirufaraldursins á Bretlandi. Búist er við að hann tilkynni um útgöngubann líkt og það sem var sett á í Skotlandi í dag. 4. janúar 2021 19:41
Þau sem greinast með breska afbrigðið eru „undir smásjá“ Sóttvarnalæknir segir að aukið eftirlit sé haft með ferðalöngum frá Bretlandi á landamærum vegna hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar. Mjög vel sé fylgst með þeim sem greinast með afbrigðið hér á landi. 4. janúar 2021 14:27
Sæta ströngu útgöngubanni út janúar Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 4. janúar 2021 14:23
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu