„Ég bjóst við sakfellingu“ Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 6. janúar 2021 17:35 Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar. Vísir/Arnar Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans. „Þetta er rosalegur léttur og gleði þeirra megin að þetta hafi farið réttan veg,“ segir Jóhannes S. Ólafsson í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan hafi ekki komið honum á óvart, hún sé vel rökstudd og telur hann dóminn vera réttan miðað við það sem hann hafði lesið þegar fréttastofa náði tali af honum. Dóminn má lesa hér. „Ég bjóst svo sem ekki við neinum sérstökum árafjölda en ég bjóst við sakfellingu. Ég tel að dómurinn sé réttur og vel rökstuddur. Hann er langur og ég er ekki búinn að lesa hann allan, en miðað við það sem ég hef skimað yfir hann þá er hann vel rökstuddur og ég tel niðurstöðuna rétta.“ Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar Tryggva, sagði í samtali við fréttastofu í dag að dómnum hafði þegar verið áfrýjað til Landsréttar. Hann væri hissa á niðurstöðu dómsins þar sem aðeins hafi verið orð gegn orði. Jóhannes segist ekki búast við því að niðurstaðan verði önnur í Landsrétti. „Það kemur mér ekki á óvart að þeir nýti réttinn til þess að áfrýja dómnum en ég býst ekki við því að Landsréttur geri neinar sérstakar breytingar, að minnsta kosti snúi honum ekki við.“ Fullyrðingar um samræmda framburði „úr lausu lofti gripnar“ Steinbergur hélt því fram að brotaþolar í málinu hefðu fundað með einhverjum hætti og samræmt framburði sína. Jóhannes segir það fjarri sannleikanum, hvorki brotaþolar né vitni kannist við slíka fundi. „Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið. Þeir héldu þessu fram fyrir dómi en það eru engin sönnunargögn sem styðja þetta. Það eru engir framburðir og hvorki brotaþolar né vitni í málinu kannast við þennan fund eða þessar staðhæfingar, og þeim var einfaldlega hafnað mjög afdráttarlaust af héraðsdómi í dag.“ Einkaréttarkröfur kvennanna hljóðuðuð hver og sig upp á 2,5 milljónir króna en þeim voru dæmdar bætur á bilinu ein milljón króna til 1,8 milljónir króna. Jóhannes kveðst sáttur við þá upphæð, þó vonir standi alltaf til þess að fá sem hæstar bætur fyrir umbjóðendur sína. „Auðvitað vill maður alltaf fá sem hæstar bætur fyrir sína umbjóðendur en í ljósi dómafordæma tel ég að þetta sé nærri lagi og frekar þá í hærri kantinum miðað við dómaframkvæmd, en þetta er sérstakt mál.“ Allar konurnar sögðust hafa glímt við alvarlegar andlegar afleiðingar vegna málsins. Sú sem fékk hæstu bæturnar var talin hafa orðið fyrir meira tjóni en aðrir brotaþolar þar sem hún leitaði til Jóhannesar Tryggva vegna alvarlegra vandamála. „Í því tilviki var það svolítið sérstakt, en hún leitaði til þessa aðila vegna sérstakra sjúkdóma sem hún var með og það voru alvarlegir sjúkdómar. Það var talið hafa aukið tjón fyrir hana að það hafi gerst í slíkri meðferð.“ Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir 23 konur leitað til lögfræðings 23 konur hafa nú leitað til lögfræðings vegna meðhöndlarans svokallaða sem Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. 26. október 2018 07:00 Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Fleiri konur stíga fram vegna meðhöndlarans Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. 19. október 2018 08:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
„Þetta er rosalegur léttur og gleði þeirra megin að þetta hafi farið réttan veg,“ segir Jóhannes S. Ólafsson í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan hafi ekki komið honum á óvart, hún sé vel rökstudd og telur hann dóminn vera réttan miðað við það sem hann hafði lesið þegar fréttastofa náði tali af honum. Dóminn má lesa hér. „Ég bjóst svo sem ekki við neinum sérstökum árafjölda en ég bjóst við sakfellingu. Ég tel að dómurinn sé réttur og vel rökstuddur. Hann er langur og ég er ekki búinn að lesa hann allan, en miðað við það sem ég hef skimað yfir hann þá er hann vel rökstuddur og ég tel niðurstöðuna rétta.“ Steinbergur Finnbogason, verjandi Jóhannesar Tryggva, sagði í samtali við fréttastofu í dag að dómnum hafði þegar verið áfrýjað til Landsréttar. Hann væri hissa á niðurstöðu dómsins þar sem aðeins hafi verið orð gegn orði. Jóhannes segist ekki búast við því að niðurstaðan verði önnur í Landsrétti. „Það kemur mér ekki á óvart að þeir nýti réttinn til þess að áfrýja dómnum en ég býst ekki við því að Landsréttur geri neinar sérstakar breytingar, að minnsta kosti snúi honum ekki við.“ Fullyrðingar um samræmda framburði „úr lausu lofti gripnar“ Steinbergur hélt því fram að brotaþolar í málinu hefðu fundað með einhverjum hætti og samræmt framburði sína. Jóhannes segir það fjarri sannleikanum, hvorki brotaþolar né vitni kannist við slíka fundi. „Þetta er algjörlega úr lausu lofti gripið. Þeir héldu þessu fram fyrir dómi en það eru engin sönnunargögn sem styðja þetta. Það eru engir framburðir og hvorki brotaþolar né vitni í málinu kannast við þennan fund eða þessar staðhæfingar, og þeim var einfaldlega hafnað mjög afdráttarlaust af héraðsdómi í dag.“ Einkaréttarkröfur kvennanna hljóðuðuð hver og sig upp á 2,5 milljónir króna en þeim voru dæmdar bætur á bilinu ein milljón króna til 1,8 milljónir króna. Jóhannes kveðst sáttur við þá upphæð, þó vonir standi alltaf til þess að fá sem hæstar bætur fyrir umbjóðendur sína. „Auðvitað vill maður alltaf fá sem hæstar bætur fyrir sína umbjóðendur en í ljósi dómafordæma tel ég að þetta sé nærri lagi og frekar þá í hærri kantinum miðað við dómaframkvæmd, en þetta er sérstakt mál.“ Allar konurnar sögðust hafa glímt við alvarlegar andlegar afleiðingar vegna málsins. Sú sem fékk hæstu bæturnar var talin hafa orðið fyrir meira tjóni en aðrir brotaþolar þar sem hún leitaði til Jóhannesar Tryggva vegna alvarlegra vandamála. „Í því tilviki var það svolítið sérstakt, en hún leitaði til þessa aðila vegna sérstakra sjúkdóma sem hún var með og það voru alvarlegir sjúkdómar. Það var talið hafa aukið tjón fyrir hana að það hafi gerst í slíkri meðferð.“
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Tengdar fréttir 23 konur leitað til lögfræðings 23 konur hafa nú leitað til lögfræðings vegna meðhöndlarans svokallaða sem Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. 26. október 2018 07:00 Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00 Fleiri konur stíga fram vegna meðhöndlarans Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. 19. október 2018 08:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
23 konur leitað til lögfræðings 23 konur hafa nú leitað til lögfræðings vegna meðhöndlarans svokallaða sem Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. 26. október 2018 07:00
Umfangsmesta mál sinnar tegundar á sviði meðhöndlara Konurnar sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu broti af hálfu manns sem meðhöndlar einstaklinga með stoðkerfisvanda eru nú orðnar sautján. 20. október 2018 07:00
Fleiri konur stíga fram vegna meðhöndlarans Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda. 19. október 2018 08:00