Farþegafjöldi tvöfaldaðist milli mánaða en 95 prósent samdráttur milli ára Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 17:54 Icelandair flutti um 14.500 farþega til og frá Íslandi í desember. Vísir/Vilhelm Fjöldi farþega sem ferðuðust með Icelandair tvöfaldaðist milli mánaða í desember. Fjölgunin endurspeglast í flutningatölum Icelandair Group fyrir desembermánuð sem birtar voru í Kauphöll í dag að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þrátt fyrir þetta nam heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um 14.500 í desember sem jafngildir 95 prósenta samdrætti milli ára. Tíðni flugferða var aukin og fjöldi áfangastaða sömuleiðis yfir hátíðarnar til að mæta aukinni eftirspurn að því er segir ennfremur í tilkynningunni en fraktflutningar félagsins voru sambærilegir og í desember 2019. Álíka margir ferðuðust til landsins og frá því, eða um sjö þúsund. Farþegafjöldi í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku var enn í lágmarki vegna ferðatakmarkana vestanhafs og á ytri landamærum Schengen. Alls dróst heildarsætaframboð Icelandair saman um92% í desember samanborið við sama mánuð 2019. „Eins og gefur að skilja hafði COVID-19 faraldurinn umtalsverð áhrif á starfsemi Icelandair á nýliðnu ári. Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair á árinu 2020 var um 763 þúsund og dróst saman um 83% á milli ára. Sætaframboð dróst saman um 81% á milli ára,“ segir í tilkynningu Icelandair. Innanlandsflug dróst einnig saman Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 10.200 í desember sem er 43 prósent fækkun milli ára og dróst framboð í innanlandsflugi saman um 36 prósent milli ára. Þannig var heildarfjöldi farþega í innanlandsflugi um 128 þúsund á árinu 2020 og dróst saman um 55 prósent milli ára. Heildarframboð innanlandsflugs á árinu dróst saman um 58 prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það vera hlutverk félagsins að tryggja samgöngur til og frá Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, að því er haft er eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm „Við fundum fyrir auknum áhuga á flugi yfir hátíðirnar, fyrst og fremst frá Íslendingum sem vildu komast heim, sem við mættum með aukinni tíðni og fjölgun áfangastaða frá því sem verið hefur að undanförnu. Flutningatölur félagsins fyrir árið í heild endurspeglast af þeim aðstæðum sem ríkt hafa í alþjóðaflugi á nýliðnu ári, þar sem farþegaflug hefur verið í lágmarki. Fraktflutningar okkar hafa hins vegar gengið vel á árinu. Þar tókst okkur að skapa ný verkefni, svo sem með flutningi á lækningavörum frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku og auknum umsvifum í fraktflutningum á Norður Atlantshafinu. Þá var ánægjulegt að geta aukið farþegaflug með skömmum fyrirvara, fyrst í sumar og nú aftur um jólin. Þrátt fyrir að talsverð óvissa sé framundan erum vel undirbúin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem nýtt ár færir okkur,“ er ennfremur haft eftir Boga. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Sjá meira
Tíðni flugferða var aukin og fjöldi áfangastaða sömuleiðis yfir hátíðarnar til að mæta aukinni eftirspurn að því er segir ennfremur í tilkynningunni en fraktflutningar félagsins voru sambærilegir og í desember 2019. Álíka margir ferðuðust til landsins og frá því, eða um sjö þúsund. Farþegafjöldi í tengiflugi milli Evrópu og Norður Ameríku var enn í lágmarki vegna ferðatakmarkana vestanhafs og á ytri landamærum Schengen. Alls dróst heildarsætaframboð Icelandair saman um92% í desember samanborið við sama mánuð 2019. „Eins og gefur að skilja hafði COVID-19 faraldurinn umtalsverð áhrif á starfsemi Icelandair á nýliðnu ári. Heildarfjöldi farþega í millilandaflugi Icelandair á árinu 2020 var um 763 þúsund og dróst saman um 83% á milli ára. Sætaframboð dróst saman um 81% á milli ára,“ segir í tilkynningu Icelandair. Innanlandsflug dróst einnig saman Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 10.200 í desember sem er 43 prósent fækkun milli ára og dróst framboð í innanlandsflugi saman um 36 prósent milli ára. Þannig var heildarfjöldi farþega í innanlandsflugi um 128 þúsund á árinu 2020 og dróst saman um 55 prósent milli ára. Heildarframboð innanlandsflugs á árinu dróst saman um 58 prósent. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir það vera hlutverk félagsins að tryggja samgöngur til og frá Íslandi, ekki síst á þessum árstíma, að því er haft er eftir Boga í tilkynningunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm „Við fundum fyrir auknum áhuga á flugi yfir hátíðirnar, fyrst og fremst frá Íslendingum sem vildu komast heim, sem við mættum með aukinni tíðni og fjölgun áfangastaða frá því sem verið hefur að undanförnu. Flutningatölur félagsins fyrir árið í heild endurspeglast af þeim aðstæðum sem ríkt hafa í alþjóðaflugi á nýliðnu ári, þar sem farþegaflug hefur verið í lágmarki. Fraktflutningar okkar hafa hins vegar gengið vel á árinu. Þar tókst okkur að skapa ný verkefni, svo sem með flutningi á lækningavörum frá Kína til Evrópu og Norður Ameríku og auknum umsvifum í fraktflutningum á Norður Atlantshafinu. Þá var ánægjulegt að geta aukið farþegaflug með skömmum fyrirvara, fyrst í sumar og nú aftur um jólin. Þrátt fyrir að talsverð óvissa sé framundan erum vel undirbúin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem nýtt ár færir okkur,“ er ennfremur haft eftir Boga.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Sjá meira