Veður

Frost allt að fimmtán stig á landinu og illviðri í kortunum

Atli Ísleifsson skrifar
Hlýnandi, hiti 1 til 7 stig í fyrramálið. Það dregur úr úrkomu eftir hádegi á morgun, en annað kvöld snýst í vaxandi norðlæga átt með snjókomu á köflum og ört kólnandi veðri.
Hlýnandi, hiti 1 til 7 stig í fyrramálið. Það dregur úr úrkomu eftir hádegi á morgun, en annað kvöld snýst í vaxandi norðlæga átt með snjókomu á köflum og ört kólnandi veðri. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðlægri eða breytilegri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu og léttskýjuðu. Þykknar upp vestantil á landinu eftir hádegi og frost þrjú til fimmtán stig þar sem kaldast verður inn til landsins.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í kvöld og nótt gangi í suðvestan þrettán til átján metrum á sekúndu með snjókomu eða slyddu og síðar rigning. Áfram verði úrkomulítið austanlands.

„Hlýnandi, hiti 1 til 7 stig í fyrramálið. Það dregur úr úrkomu eftir hádegi á morgun, en annað kvöld snýst í vaxandi norðlæga átt með snjókomu á köflum og ört kólnandi veðri.

Á laugardag er útlit fyrir norðvestan illviðri á austanverðu landinu, en nýjustu spár gera ráð fyrir að vindhraði verði víða á bilinu 20-28 m/s á þessum slóðum. Auk þess verður snjókoma á Norðaustur- og Austurlandi, svo þar er útlit fyrir sannkallaða stórhríð. Veðrið verður líklega mun skaplegra á vestanverðu landinu, og seinnipartinn byrjar að draga úr vindi og úrkomu fyrir austan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Kalt er á landinu í dag. Svona lítur spákortið fyrir hádegið út.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Suðvestan 13-20 m/s og rigning eða slydda, en úrkomulítið A-lands. Hiti 1 til 7 stig. Norðlægari um kvöldið með snjókomu um landið N-vert, en dálitlum éljum syðra. Ört kólnandi veður.

Á laugardag: Norðvestan 20-28 m/s, hvassast við A-ströndina, en mun hægari vindur um landið SV- og V-vert. Snjókoma NA- og A-lands, og dálítil él SV-til, annars þurrt að kalla. Frost 2 til 12 stig. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið.

Á sunnudag: Norðlæg átt 5-13 og léttskýjað, en 13-20 og dálítil él NA-lands fram eftir degi. Hiti breytist lítið.

Á mánudag: Austlæg eða breytileg átt og bjartviðri, en skýjað N- og A-lands. Frost 0 til 10 stig, mildast við S-ströndina.

Á þriðjudag: Austlæg átt og skýjað, en léttir til fyrir norðan. Hlýnar í veðri.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðaustanátt með vætu um landið S-vert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×