Enski boltinn

Solskjær sagði Man. City besta lið Englands í augnablikinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær ætlar sér að vinna titla með Manchester United en hefur reglulega tapað undanúrslitaleikjum með liðið.
Ole Gunnar Solskjær ætlar sér að vinna titla með Manchester United en hefur reglulega tapað undanúrslitaleikjum með liðið. Getty/Rui Vieira

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hrósaði grönnunum í Manchester City eftir að City hafði betur gegn United í undanúrslitaleik enska deildarbikarsins á Old Trafford í gær.

John Stones og Fernandinho skorouðu mörkin er City vann 2-0 sigur í leik liðanna. Þeir bláklæddu eru því á leið í fjórða úrslitaleik enska deildarbikarsinsí röð á meðan United var að tapa fjórða undanúrslitaleiknum í röð, í öllum keppnum.

„Manchester City getur skorað mörg frábær mörk og þú þarft að una því en þegar þú færð á þig tvö mörk úr föstum leikatriðum, þá eru það vonbrigði. Við vorum bara ekki nægilega góðir í þeim augnablikum,“ sagði Solskjær.

„Við sköpuðum ekki mörg stór færi en þeir gerðu það ekki heldur. Við höfðum ekki þessa extra orku sem við höfum haft að undanförnu og vorum bara ekki nógu góðir en við spiluðum gegn góðu liði Man. City sem spilaði vel.“

„Þegar þeir spila vel þá þarftu að spila mjög vel til að vinna þá og okkur vantaði dálítið upp á. Við erum að komast nær og þetta var betra en það sem gerðist fyrir ári síðan. Við spiluðum væntanlega í dag við besta lið Englands í augnablikinu og vorum ekki nægilega góðir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×