Meira kemur til með að mæða á Gylfa í bikarslagnum Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2021 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar mæta Rotherham í dag. Getty/Tony McArdle Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið í stóru hlutverki hjá Everton síðustu vikur og útlit er fyrir enn meira mæði á honum í dag þegar liðið freistar þess að komast áfram í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Everton tekur á móti Rotherham kl. 12 í dag í fyrsta leiknum af átta sem sýndir verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og á morgun. Kári Árnason, félagi Gylfa úr landsliðinu, gerði garðinn frægan hjá Rotherham á árunum 2012-2015 og fór með liðinu upp um tvær deildir, í þá næstefstu, þar sem það situr nú í næstneðsta sæti. Franski bakvörðurinn Lucas Digne hefur jafnað sig af ökklameiðslum, fyrr en áætlað var, og gæti spilað í dag eftir að hafa verið úr leik síðan í nóvember. Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ákvað að gefa sóknarmönnunum Dominic Calvert-Lewin og Richarlison kærkomna hvíld í dag. Þess vegna gæti Ítalinn þurft að treysta meira en ella á Gylfa í sóknarleik liðsins. Kólumbíumaðurinn James Rodriguez gæti þó leikið sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu frá því 5. desember, eftir að hafa jafnað sig af kálfameiðslum og komið inn á í síðasta leik, 1-0 tapinu gegn West Ham á nýársdag, og Alex Iwobi er einnig heill heilsu eftir að hafa misst af þeim leik. Jonjoe Kenny og markmaðurinn Jordan Pickford munu ekki spila í dag. „Sumir eru meiddir og sumir fá hvíld,“ sagði Ancelotti um fjarveru leikmanna. Hann staðfesti að Tyrkinn Cenk Tosun myndi leiða framlínu Everton og að Ben Godfrey yrði í miðri vörninni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Everton tekur á móti Rotherham kl. 12 í dag í fyrsta leiknum af átta sem sýndir verða á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag og á morgun. Kári Árnason, félagi Gylfa úr landsliðinu, gerði garðinn frægan hjá Rotherham á árunum 2012-2015 og fór með liðinu upp um tvær deildir, í þá næstefstu, þar sem það situr nú í næstneðsta sæti. Franski bakvörðurinn Lucas Digne hefur jafnað sig af ökklameiðslum, fyrr en áætlað var, og gæti spilað í dag eftir að hafa verið úr leik síðan í nóvember. Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Carlo Ancelotti, stjóri Everton, ákvað að gefa sóknarmönnunum Dominic Calvert-Lewin og Richarlison kærkomna hvíld í dag. Þess vegna gæti Ítalinn þurft að treysta meira en ella á Gylfa í sóknarleik liðsins. Kólumbíumaðurinn James Rodriguez gæti þó leikið sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu frá því 5. desember, eftir að hafa jafnað sig af kálfameiðslum og komið inn á í síðasta leik, 1-0 tapinu gegn West Ham á nýársdag, og Alex Iwobi er einnig heill heilsu eftir að hafa misst af þeim leik. Jonjoe Kenny og markmaðurinn Jordan Pickford munu ekki spila í dag. „Sumir eru meiddir og sumir fá hvíld,“ sagði Ancelotti um fjarveru leikmanna. Hann staðfesti að Tyrkinn Cenk Tosun myndi leiða framlínu Everton og að Ben Godfrey yrði í miðri vörninni. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Bikarleikir helgarinnar á íþróttarásum Stöðvar 2: 9. janúar: 12.00 Everton - Rotherham (Stöð 2 Sport 2) 15.00 QPR - Fulham (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Arsenal - Newcastle (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Man. Utd - Watford (Stöð 2 Sport 2) 10. janúar: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3)
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira