Æfa tvisvar í viku, eignuðust bjórkæli og fá nú Mourinho og hans menn til Krossabæjar Sindri Sverrisson skrifar 10. janúar 2021 09:01 Framherjinn Niall Cummins og stjórinn Neil Young láta sig dreyma um að komast áfram í bikarnum en eru að minnsta kosti búnir að vinna sér inn bjórkælinn sem sjá má í baksýn. Getty/Dave Thompson Leikmenn Marine æfa fótbolta tvisvar í viku, hafa ekki spilað leik síðan á öðrum degi jóla og eru einum bjórkæli ríkari vegna áhuga heimsins á stærsta leik lífs þeirra. Sá leikur er í dag þegar áhugamennirnir fá Jose Mourinho og hans menn í Tottenham í heimsókn, í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Fótboltaheimurinn beinir sjónum sínum í dag að Krossabæ (e. Crosby), í úthverfi Liverpool. Þar tekur Marine á móti Tottenham kl. 17. Samkomureglur vegna kórónuveirufaraldursins koma í veg fyrir að 500 stuðningsmenn fái stóran draum uppfylltan með því að mæta á þennan stærsta leik í sögu Marine, en 6.000 sýndaraðgöngumiðar hafa þó selst til stuðnings smáliðinu sem komið er svo langt. Bikarleikir dagsins á íþróttarásum Stöðvar 2: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Þriðja umferð bikarkeppninnar er sú fyrsta sem að Tottenham og önnur úrvalsdeildarlið spila í ár hvert. Marine, sem leikur í áttunda þrepi deildakeppninnar á Englandi, hefur hins vegar þurft að fara í gegnum fimm umferðir í undankeppni, og svo slá út D-deildarlið Colchester og utandeildarlið Havant & Waterlooville til að komast í þriðju umferðina. Ungir stuðningsmenn Marine hlakka til leiksins í dag.Getty/Clive Brunskill Sigrinum gegn Havant var vel fagnað í búningsklefanum og markmaðurinn Bayleigh Passant skaust í næstu búð og keypti bjór fyrir mannskapinn, enn í markmannsbúningnum. Bjórframleiðandinn Budweiser hreifst af þessu og útvegaði Marine-mönnum kæliskáp í vikunni, fullan af bjórflöskum. Þeir fá ársbirgðir af bjór, sama hvernig fer í dag, og stuðningsmenn Marine hafa einnig fengið sendingu frá bjórframleiðandanum fyrir þennan tímamótaleik í sögu félagsins. Leikmenn og aðrir sem tengjast Marine hafa einmitt fundið fyrir miklum áhuga fjölmiðla og annarra eftir að liðið dróst svo gegn Tottenham. Viðtalsbeiðnir hafa borist frá Spáni, Bandaríkjunum, Finnlandi, Danmörku og jafnvel Rússlandi og Ástralíu. Einn á móti milljón en það gæti dugað „Það sagði einhver við mig að þetta væri ekki bara leikur í ensku bikarkeppninni – þetta væri enska bikarkeppnin í sinni tærustu mynd,“ sagði Paul Leary, formaður Marine, við Daily Mail og bætti við: „Þetta er ótrúlegt, ekki satt? En dásamlegur tími fyrir félagið.“ Heimavöllur Marine, Rossett Park, lætur ekki mikið yfir sér en þar hefur allt verið gert svo að hægt verði að spila leikinn í dag, gegn stórliði Tottenham.Getty/Dave Thompson Niall Cummins er framherji Havant og skoraði einmitt sigurmark á síðustu stundu, í leiknum gegn Havant sem fór í framlengingu og endaði 1-0. Hann er staðráðinn í að njóta dagsins: „Svona tækifæri fær maður bara einu sinni á ævinni og við ætlum að nýta það til fulls og reyna að ná góðum úrslitum,“ sagði Cummins. „Þó að líkurnar séu einn á móti milljón þá verðum við að muna að við gætum verið þessi „eini“,“ bætti hann við. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Fótboltaheimurinn beinir sjónum sínum í dag að Krossabæ (e. Crosby), í úthverfi Liverpool. Þar tekur Marine á móti Tottenham kl. 17. Samkomureglur vegna kórónuveirufaraldursins koma í veg fyrir að 500 stuðningsmenn fái stóran draum uppfylltan með því að mæta á þennan stærsta leik í sögu Marine, en 6.000 sýndaraðgöngumiðar hafa þó selst til stuðnings smáliðinu sem komið er svo langt. Bikarleikir dagsins á íþróttarásum Stöðvar 2: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3) Þriðja umferð bikarkeppninnar er sú fyrsta sem að Tottenham og önnur úrvalsdeildarlið spila í ár hvert. Marine, sem leikur í áttunda þrepi deildakeppninnar á Englandi, hefur hins vegar þurft að fara í gegnum fimm umferðir í undankeppni, og svo slá út D-deildarlið Colchester og utandeildarlið Havant & Waterlooville til að komast í þriðju umferðina. Ungir stuðningsmenn Marine hlakka til leiksins í dag.Getty/Clive Brunskill Sigrinum gegn Havant var vel fagnað í búningsklefanum og markmaðurinn Bayleigh Passant skaust í næstu búð og keypti bjór fyrir mannskapinn, enn í markmannsbúningnum. Bjórframleiðandinn Budweiser hreifst af þessu og útvegaði Marine-mönnum kæliskáp í vikunni, fullan af bjórflöskum. Þeir fá ársbirgðir af bjór, sama hvernig fer í dag, og stuðningsmenn Marine hafa einnig fengið sendingu frá bjórframleiðandanum fyrir þennan tímamótaleik í sögu félagsins. Leikmenn og aðrir sem tengjast Marine hafa einmitt fundið fyrir miklum áhuga fjölmiðla og annarra eftir að liðið dróst svo gegn Tottenham. Viðtalsbeiðnir hafa borist frá Spáni, Bandaríkjunum, Finnlandi, Danmörku og jafnvel Rússlandi og Ástralíu. Einn á móti milljón en það gæti dugað „Það sagði einhver við mig að þetta væri ekki bara leikur í ensku bikarkeppninni – þetta væri enska bikarkeppnin í sinni tærustu mynd,“ sagði Paul Leary, formaður Marine, við Daily Mail og bætti við: „Þetta er ótrúlegt, ekki satt? En dásamlegur tími fyrir félagið.“ Heimavöllur Marine, Rossett Park, lætur ekki mikið yfir sér en þar hefur allt verið gert svo að hægt verði að spila leikinn í dag, gegn stórliði Tottenham.Getty/Dave Thompson Niall Cummins er framherji Havant og skoraði einmitt sigurmark á síðustu stundu, í leiknum gegn Havant sem fór í framlengingu og endaði 1-0. Hann er staðráðinn í að njóta dagsins: „Svona tækifæri fær maður bara einu sinni á ævinni og við ætlum að nýta það til fulls og reyna að ná góðum úrslitum,“ sagði Cummins. „Þó að líkurnar séu einn á móti milljón þá verðum við að muna að við gætum verið þessi „eini“,“ bætti hann við. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Bikarleikir dagsins á íþróttarásum Stöðvar 2: 13.30 Man. City - Birmingham (Stöð 2 Sport 2) 13.30 Chelsea - Morecambe (Stöð 2 Sport 3) 17.00 Marine - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19.30 Newport - Brighton (Stöð 2 Sport 3)
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira