Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 10:38 Píratarnir Björn Leví, Helgi Hrafn Gunnarsson og Halldóra Mogensen ræða við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Ekki liggur fyrir hvort Ingu lítist vel á það að geta verið skráð með fleirum en einhverjum einum í hjúskap. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur lagt fram tillögu um að breytingar verði gerðar á hjúskaparlögum. Hann segist skilja vel að sú tillaga vefjist fyrir sumum og líklega muni einhverjum þykja flókið að hjúskapur geti verið milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Þannig hafi það jú ætíð verið og það sé skoðun. En skoðun eins eigi ekki að hafa áhrif á hjúskaparákvörðun annarra og hvað þá með hjálp ríkisvaldsins. Björn Leví hefur birt pistil þar sem hann gerir nánar grein fyrir tillögunni. Og kallar eftir ábendingum og athugasemdum. Hann bendir á að fyrir um áratug hafi hjúskaparlögum verið breytt þannig að hjúskapur eða skráð sambúð sé á milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Nú vilji hann bæta því við að slíkur samningur sé óháður fjöldatakmörkunum af hálfu hins opinbera. „Þrír í hjúskap? Af hverju ekki? Fjórar að ættleiða saman? Af hverju ekki? Fimm í sambúð sem bera sameiginlega ábyrgð á leigusamningi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samninga?“ Birni þykir ekki ólíklegt að einhverjar glósur muni fylgja, umræðan sem hann kalli eftir fari mögulega í sögulegar vangaveltur um fjölkvæni og inn á trúarlegar brautir. „Barn á bara tvo líffræðilega foreldra og það stjórnar því hvað hjúskapur eða skráð sambúð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær takmarkanir. Börn eiga alls konar foreldra: Líffræðilega foreldra, fósturforeldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða andlát, tvo pabba eða tvær mæður. Og af hverju ekki þrjár samkvæmt hjúskapar- eða ættleiðingarlögum?“ Alþingi Stjórnsýsla Fjölskyldumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur lagt fram tillögu um að breytingar verði gerðar á hjúskaparlögum. Hann segist skilja vel að sú tillaga vefjist fyrir sumum og líklega muni einhverjum þykja flókið að hjúskapur geti verið milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Þannig hafi það jú ætíð verið og það sé skoðun. En skoðun eins eigi ekki að hafa áhrif á hjúskaparákvörðun annarra og hvað þá með hjálp ríkisvaldsins. Björn Leví hefur birt pistil þar sem hann gerir nánar grein fyrir tillögunni. Og kallar eftir ábendingum og athugasemdum. Hann bendir á að fyrir um áratug hafi hjúskaparlögum verið breytt þannig að hjúskapur eða skráð sambúð sé á milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Nú vilji hann bæta því við að slíkur samningur sé óháður fjöldatakmörkunum af hálfu hins opinbera. „Þrír í hjúskap? Af hverju ekki? Fjórar að ættleiða saman? Af hverju ekki? Fimm í sambúð sem bera sameiginlega ábyrgð á leigusamningi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samninga?“ Birni þykir ekki ólíklegt að einhverjar glósur muni fylgja, umræðan sem hann kalli eftir fari mögulega í sögulegar vangaveltur um fjölkvæni og inn á trúarlegar brautir. „Barn á bara tvo líffræðilega foreldra og það stjórnar því hvað hjúskapur eða skráð sambúð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær takmarkanir. Börn eiga alls konar foreldra: Líffræðilega foreldra, fósturforeldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða andlát, tvo pabba eða tvær mæður. Og af hverju ekki þrjár samkvæmt hjúskapar- eða ættleiðingarlögum?“
Alþingi Stjórnsýsla Fjölskyldumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Sjá meira