Gary lék eins og flestir vita lengi með United en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann er einnig einn af eigendum Salford í ensku D-deildinni ásamt félögum sínum úr ’92 árganginum fræga hjá United.
Neville las illa í nokkrar aðstæður í leiknum í gær sem varð til þess að hann fór á Twitter eftir leikinn og baðst afsökunar sem og útskýrði mál sitt.
Apologies for the commentary tonight ! Stockley park all over the place , producer in my ear saying Salford have scored in the 92min and United gone top of the league ! Delirious ! I will be better Sunday 👍🏻
— Gary Neville (@GNev2) January 12, 2021
„Biðst afsökunar á lýsingunni í kvöld. Stockley Park var út um allt, pródusentinn í eyranu á mér var að segja að Salford hafi skorað á 92. mínútu og United var að fara á topp deildarinnar. Ég verð betri á sunnudaginn,“ sagði Neville.
Stockley Park er þar sem VAR-ið fer fram en mark var dæmt af Harry Maguire í gær og óralangan tíma tók að finna út hvort Robbie Brady eða Luke Shaw ættu að fá spjald í fyrri hálfleiknum.
Salford er í fimmta sæti ensku D-deildarinnar og eins og Neville segir sjálfur, fór United á toppinn í gær, í fyrsta skipti í átta ár er svo langt er liðið inn í mótið.
Gary Neville APOLOGISES for his commentary during Man United's win against Burnley https://t.co/GIasoyfdpV
— MailOnline Sport (@MailSport) January 13, 2021