Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2021 20:01 Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í gær en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn, lögreglumenn og starfsfólk í farsóttarhúsi fékk fyrri bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag. Einn fékk ofnæmisviðbrögð en úr því leystist vel. „Þetta hefur gengið alveg glimrandi vel, hratt og vel,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Og viðstaddir, sem bíða þurfa í sætum sínum í fimmtán mínútur eftir sprautuna, taka undir. Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn flykktust í bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag.Vísir/Sigurjón Starfsfólk heilsugæslunnar er í góðri æfingu eftir bólusetningu með bóluefni Pfizer fyrir áramót. „Það er aðeins öðruvísi meðhöndlunin á efninu sjálfu, þetta efni er bara dregið upp, það þarf ekki að blanda, en annars er þetta mjög svipað,“ segir Ragnheiður. Nýbólusett framlínufólkið lætur vel af bólusetningunni - og var sammála um mikilvægi hennar. „Við erum að hitta flugfarþega sem koma til landsins, kíkja í farsíma, vottorð og annað og þar á meðal eru allir þeir smituðu sem koma til landsins,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Þannig að þetta er mikilvæg sprauta fyrir ykkur? „Þetta er mjög mikilvæg sprauta fyrir okkur til þess að geta verið örugg í okkar vinnu.“ Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri fær Moderna-sprautuna.Vísir/Sigurjón Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tekur undir með Sigurgeiri; mikið öryggi sé fólgið í bólusetningunni. „Okkur fannst við eiga vera framar á listanum því við erum oft fyrstu aðilar sem koma að þessu veika fólki og í öllum öðrum okkar störfum þurfum við að vera í mikilli nánd við fólk. Þannig að við vorum mjög fegnir að færast framar á listanum til að fá þessa bólusetningu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22 Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Tólfhundruð skammtar af bóluefni Moderna komu til landsins í gær en alls eru fimm þúsund skammtar af efninu væntanlegir út febrúar. Sjúkraflutningamenn, slökkviliðsmenn, lögreglumenn og starfsfólk í farsóttarhúsi fékk fyrri bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag. Einn fékk ofnæmisviðbrögð en úr því leystist vel. „Þetta hefur gengið alveg glimrandi vel, hratt og vel,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Og viðstaddir, sem bíða þurfa í sætum sínum í fimmtán mínútur eftir sprautuna, taka undir. Sjúkraflutningamenn og lögreglumenn flykktust í bólusetningu á Suðurlandsbraut í dag.Vísir/Sigurjón Starfsfólk heilsugæslunnar er í góðri æfingu eftir bólusetningu með bóluefni Pfizer fyrir áramót. „Það er aðeins öðruvísi meðhöndlunin á efninu sjálfu, þetta efni er bara dregið upp, það þarf ekki að blanda, en annars er þetta mjög svipað,“ segir Ragnheiður. Nýbólusett framlínufólkið lætur vel af bólusetningunni - og var sammála um mikilvægi hennar. „Við erum að hitta flugfarþega sem koma til landsins, kíkja í farsíma, vottorð og annað og þar á meðal eru allir þeir smituðu sem koma til landsins,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Þannig að þetta er mikilvæg sprauta fyrir ykkur? „Þetta er mjög mikilvæg sprauta fyrir okkur til þess að geta verið örugg í okkar vinnu.“ Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri fær Moderna-sprautuna.Vísir/Sigurjón Sigurður Fossberg Lárusson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tekur undir með Sigurgeiri; mikið öryggi sé fólgið í bólusetningunni. „Okkur fannst við eiga vera framar á listanum því við erum oft fyrstu aðilar sem koma að þessu veika fólki og í öllum öðrum okkar störfum þurfum við að vera í mikilli nánd við fólk. Þannig að við vorum mjög fegnir að færast framar á listanum til að fá þessa bólusetningu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18 Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22 Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sinovac með rétt rúmlega 50 prósent virkni Kínverska bóluefnið Sinovac sem þróað var gegn Covid-19 virðist aðeins hafa rétt rúmlega 50 prósent virkni ef marka má niðurstöður klínískra rannsókna í Brasilíu. 13. janúar 2021 07:18
Enginn á að verða útundan í bólusetningu Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bindur enn vonir við að hægt verði að bólusetja stærstan hluta þjóðarinnar á stuttum tíma. Gætt verði að því að enginn verði útundan þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana. 12. janúar 2021 19:22
Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. 12. janúar 2021 17:03
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent