Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2021 21:51 Horft inn Þorskafjörð. Egill Aðalsteinsson Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum. Samkvæmt útboðsauglýsingu mun þverun Þorskafjarðar standa yfir næstu þrjú ár. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð og bygging 260 metra langrar brúar. Verkútboðið nær yfir 2,7 kílómetra kafla, þar af er brúin sjálf 260 metrar.Vegagerðin Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 16. febrúar næstkomandi. Miðað er við að framkvæmdir hefjist í kringum mánaðamótin mars-apríl og að verkinu verði að fullu lokið 30. júní árið 2024. Þetta er annar áfanginn í þeirri umfangsmiklu vegagerð sem framundan er með endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Sá fyrsti er sjö kílómetra kafli milli Skálaness og Gufudals í vestanverðum Gufufirði. Mikil umsvif blasa því við í Reykhólahreppi næstu árin. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Hér verður heilmikið um að vera. Við vorum á fundi með Vegagerðinni um daginn þar sem þeir sögðu að ef þeir geta keypt þjónustu fyrir verktaka í heimabyggð þá er það náttúrlega langbesti kosturinn,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það á alveg að geta skapað atvinnutækifæri fyrir heimamenn. Í mötuneyti, í vegagerð, í að leigja út gististaðina sína,“ segir Jóhanna. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja út með vestanverðum Þorskafirði. Ef ekki nást samningar við landeigendur þarf Vegagerðin að óska eftir eignarnámi.Egill Aðalsteinsson Og það er einmitt það sem menn sjá nú þegar í fyrsta áfanganum sem byrjað var á í Gufufirði í haust. Borgarverk er þar með þrjá heimamenn í vinnu auk þess sem verktakinn kaupir gistingu og fæði í Gufudal. Það er hins vegar enn óvissa um næstu áfanga, þar með kaflann um hinn umdeilda Teigsskóg. „Staðan er þannig í dag að það svo sem liggur ekkert á borðinu um frekari aðgerðir af hálfu landeigenda eða annarra aðila. Þannig að við höfum ekkert neitt á borðinu ennþá,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem hefur þann fyrirvara að ennþá séu óútkljáðir samningar við landeigendur um að farið verði í gegnum lönd þeirra. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar standa yfir viðræður við landeigendur og óvíst hvort leita þurfi eignarnáms. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vegagerð Tengdar fréttir Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Samkvæmt útboðsauglýsingu mun þverun Þorskafjarðar standa yfir næstu þrjú ár. Í verkinu felst nýbygging Vestfjarðavegar á 2,7 kílómetra kafla yfir Þorskafjörð og bygging 260 metra langrar brúar. Verkútboðið nær yfir 2,7 kílómetra kafla, þar af er brúin sjálf 260 metrar.Vegagerðin Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 16. febrúar næstkomandi. Miðað er við að framkvæmdir hefjist í kringum mánaðamótin mars-apríl og að verkinu verði að fullu lokið 30. júní árið 2024. Þetta er annar áfanginn í þeirri umfangsmiklu vegagerð sem framundan er með endurbótum Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Sá fyrsti er sjö kílómetra kafli milli Skálaness og Gufudals í vestanverðum Gufufirði. Mikil umsvif blasa því við í Reykhólahreppi næstu árin. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Hér verður heilmikið um að vera. Við vorum á fundi með Vegagerðinni um daginn þar sem þeir sögðu að ef þeir geta keypt þjónustu fyrir verktaka í heimabyggð þá er það náttúrlega langbesti kosturinn,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, hreppsnefndarfulltrúi og íbúi í Fremri-Gufudal, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Það á alveg að geta skapað atvinnutækifæri fyrir heimamenn. Í mötuneyti, í vegagerð, í að leigja út gististaðina sína,“ segir Jóhanna. Séð yfir Teigsskóg þar sem vegurinn á að liggja út með vestanverðum Þorskafirði. Ef ekki nást samningar við landeigendur þarf Vegagerðin að óska eftir eignarnámi.Egill Aðalsteinsson Og það er einmitt það sem menn sjá nú þegar í fyrsta áfanganum sem byrjað var á í Gufufirði í haust. Borgarverk er þar með þrjá heimamenn í vinnu auk þess sem verktakinn kaupir gistingu og fæði í Gufudal. Það er hins vegar enn óvissa um næstu áfanga, þar með kaflann um hinn umdeilda Teigsskóg. „Staðan er þannig í dag að það svo sem liggur ekkert á borðinu um frekari aðgerðir af hálfu landeigenda eða annarra aðila. Þannig að við höfum ekkert neitt á borðinu ennþá,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem hefur þann fyrirvara að ennþá séu óútkljáðir samningar við landeigendur um að farið verði í gegnum lönd þeirra. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar standa yfir viðræður við landeigendur og óvíst hvort leita þurfi eignarnáms. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vegagerð Tengdar fréttir Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Þessi brú styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra Ný brú þvert yfir Þorskafjörð, sem styttir vesturleiðina til Ísafjarðar um níu kílómetra, verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu á næstu dögum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í kringum páska en þetta gæti orðið stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár. 7. janúar 2021 22:44
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28