„Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2021 14:01 Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Skjáskot Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að lögreglumenn á vellinum sjái oft merki þess að fólk ætli ekki að virða sóttkví. Það ætli sér beint í vinnu eða að ferðast um landið. Þeir sem hafni skimun við landamærin beri sumir fyrir sig „stjórnarskrárbundnum rétti“ eða hugnist ekki að láta úr sér lífsýni. Almennt gangi allt þó vel á landamærunum og nær allir velja að fara í tvöfalda skimun. Sóttvarnalæknir sendi í gær heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið taldi ekki lagastoð fyrir tillögum hans; hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur hefur þess í stað lagt til að farþegar framvísi vottorði um neikvætt Covid-próf, sem ekki megi vera eldra en 48 stunda gamalt. Tveggja vikna sóttkví eins og sprunga í stíflugarði Sigurgeir ítrekar í samtali við fréttastofu þá afstöðu sína sem hann lýsti á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag; að það sé óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Hann líkir fjórtán daga-sóttkvíarmöguleikanum við sprungu í stíflugarði. „Það er okkar afstaða að það hefði verið betra ef þessar tillögur Þórólfs hefðu farið í gegn. Við sjáum landamærin fyrir okkur svona núna, þegar allt er í kaldakol í löndunum í kringum okkur, þetta er bara eins og stíflugarður. Það er sprunga í honum, sprungan er þessi fjórtán daga möguleiki, að koma til landsins og neita að fara í sýnatöku og segjast ætla að fara í fjórtán daga sóttkví.“ Sumir á leið í bústað að skrifa bók Sigurgeir segir starf lögreglu á Keflavíkurflugvelli við eftirlit með komufarþegum almennt ganga vel. Um eitt prósent farþega velji að fara í tveggja vikna sóttkví en fjölmörgum sé snúið til tvöfaldrar skimunar með samtali. Þá hafi mikil breyting orðið eftir að gjaldtöku fyrir skimun var hætt 1. desember. En hvað einkennir þennan hóp sem velur að fara í fjórtán daga sóttkví? „Sumir standa bara fastir á sínu, „þetta er stjórnarskrárbundinn réttur“. Sumir eru að tala um lífsýni, að þeir vilji ekki láta taka úr sér lífsýni. En það eru alltaf einhverjir líka sem hafa góðar og gildar raunverulegar ástæður til að fara í tveggja vikna sóttkví. Fólk er að fara í sumarbústað að skrifa bók, þetta er tónlistarfólk sem er að fara út í sveit. Þannig að það gerist líka,“ segir Sigurgeir. Skelfilegar sögur frá leigubílstjórum Þá komi reglulega upp grunur um brot á sóttvarnareglum. Þegar slíkt gerist séu málin tilkynnt til lögreglu. „Við sjáum oft merki þess að fólk ætli ekki að halda sóttkví. Við heyrum að fólk er að tala um að fara í vinnu, það er að fara í ferðalög. Við sjáum fólk sem er klárlega ferðamenn og ætlar sér að fara beint að ferðast. Þá látum við lögreglu vita á þeim stað sem fólk er að fara,“ segir Sigurgeir. „Ég hef talað oft við leigubílstjóra og það sem þeir heyra farþega tala um er í raun alveg skelfilegt. Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi.“ Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35 Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20 Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. 11. janúar 2021 20:56 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir sendi í gær heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið taldi ekki lagastoð fyrir tillögum hans; hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur hefur þess í stað lagt til að farþegar framvísi vottorði um neikvætt Covid-próf, sem ekki megi vera eldra en 48 stunda gamalt. Tveggja vikna sóttkví eins og sprunga í stíflugarði Sigurgeir ítrekar í samtali við fréttastofu þá afstöðu sína sem hann lýsti á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag; að það sé óviðunandi að tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir á landamærum nái endurtekið ekki fram að ganga. Þörf sé á skjótri lagasetningu sem gefi sóttvarnalækni heimild til að grípa til þeirra aðgerða sem þurfi. Hann líkir fjórtán daga-sóttkvíarmöguleikanum við sprungu í stíflugarði. „Það er okkar afstaða að það hefði verið betra ef þessar tillögur Þórólfs hefðu farið í gegn. Við sjáum landamærin fyrir okkur svona núna, þegar allt er í kaldakol í löndunum í kringum okkur, þetta er bara eins og stíflugarður. Það er sprunga í honum, sprungan er þessi fjórtán daga möguleiki, að koma til landsins og neita að fara í sýnatöku og segjast ætla að fara í fjórtán daga sóttkví.“ Sumir á leið í bústað að skrifa bók Sigurgeir segir starf lögreglu á Keflavíkurflugvelli við eftirlit með komufarþegum almennt ganga vel. Um eitt prósent farþega velji að fara í tveggja vikna sóttkví en fjölmörgum sé snúið til tvöfaldrar skimunar með samtali. Þá hafi mikil breyting orðið eftir að gjaldtöku fyrir skimun var hætt 1. desember. En hvað einkennir þennan hóp sem velur að fara í fjórtán daga sóttkví? „Sumir standa bara fastir á sínu, „þetta er stjórnarskrárbundinn réttur“. Sumir eru að tala um lífsýni, að þeir vilji ekki láta taka úr sér lífsýni. En það eru alltaf einhverjir líka sem hafa góðar og gildar raunverulegar ástæður til að fara í tveggja vikna sóttkví. Fólk er að fara í sumarbústað að skrifa bók, þetta er tónlistarfólk sem er að fara út í sveit. Þannig að það gerist líka,“ segir Sigurgeir. Skelfilegar sögur frá leigubílstjórum Þá komi reglulega upp grunur um brot á sóttvarnareglum. Þegar slíkt gerist séu málin tilkynnt til lögreglu. „Við sjáum oft merki þess að fólk ætli ekki að halda sóttkví. Við heyrum að fólk er að tala um að fara í vinnu, það er að fara í ferðalög. Við sjáum fólk sem er klárlega ferðamenn og ætlar sér að fara beint að ferðast. Þá látum við lögreglu vita á þeim stað sem fólk er að fara,“ segir Sigurgeir. „Ég hef talað oft við leigubílstjóra og það sem þeir heyra farþega tala um er í raun alveg skelfilegt. Fólk er bara að skipuleggja næstu daga á ferð og flugi.“
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35 Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20 Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. 11. janúar 2021 20:56 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. 14. janúar 2021 11:35
Leggur til að fólk þurfi að framvísa vottorði til að komast til landsins Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra nýja tillögu um fyrirkomulag við landamærin í ljósi þess að ráðuneytið hefur tjáð honum að ekki sé lagastoð fyrir tillögum hans, hvorki tillöguna um að öllum verði gert skylt að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli né tillögu hans um tveggja vikna dvöl í farsóttarhúsi. Þórólfur greindi frá þessu í Reykjavík síðdegis. 13. janúar 2021 17:20
Tvöföld skimun „alveg þess virði“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur fylgst vel með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli til þess að tryggja að allir þekki þær reglur sem eru í gildi. Heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær að ákveðið hefði verið að fólk sem kemur hingað til landsins og kýs ekki að fara í skimun þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví í farsóttahúsi. 11. janúar 2021 20:56