Ekki gefið að fyrirtæki geti skikkað alla í vímuefnapróf Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2021 20:01 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti skikkað allt sitt starfsfólk í skimun fyrir áfengi og fíkniefnum. Icelandair ætlar að taka slíka skimun upp fyrir allt sitt starfsfólk en forstjóri félagsins segir það verða gert í samningum við starfsfólk og stéttarfélög. Flestir eru væntanlega sammála um að tilteknar starfsstéttir þurfi að sæta því að fara í skimun fyrir áfengis og fíkniefnaneyslu. Icelandair hefur hins vegar ákveðið að allt starfsfólk félagsins skuli sæta slíkum skimunum en ekki er víst að það samræmist persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti látið allt sitt starfsfólk sæta skoðunum sem þessum. „Líkamsrannsóknir eða rannsóknir á mönnum eru stjórnarskrárvarin réttindi. Það hefur verið gengið út frá því að annað hvort þurfi dómsúrskurð fyrir slíku eða sérstök ákvæði í löggjöf,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það sé einmitt að gerast hinn 14. febrúar þegar evrópulöggjöf um þessi mál varðandi flugstarfsemi taki gildi. „Þá erum við að tala um flugmenn, flugþjóna og flugfreyjur, flugumsjónarmenn og flugvirkja. Við þurfum að fara í þessar reglur varðandi þessar stéttir okkar. Þegar við fórum yfir þetta innan okkar fyrirtækis þá sáum við að það var erfitt að draga þessa línu,“ segir Bogi.Það væri mun fleira starfsfólk sem kæmi að flugstarfseminni og þar með flugöryggi. Persónuvernd gaf út álit í svipuðu máli árið 2013. Forstjóri stofnunarinnar segir að mörgu sé að hyggja í þessum efnum eins og friðhelgi einkalífs þótt eðlilegt sé að þessar reglur gildi um tilteknar stéttir. „Það væri í rauninni allra best að setja ákvæði í löggjöf um þetta. Eða jafnvel í kjarasamninga fyrir einstaka starfsstéttir,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segir þessi mál verða unnin í sameiningu. „Við erum í rauninni bara að hefja þessa vegferð núna og innleiðingu. Þetta tekur gildi fyrir flugfólkið 14. febrúar. Við þurfum bara að fara yfir hitt með okkar stéttarfélögum og okkar starfsfólki.“ Segjum sem svo að skrifstofumanneskja vilji ekki fara í svona próf. Myndi hún missa starfið? „Nei, ég á ekki von á því,“segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Persónuvernd Fíkn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Flestir eru væntanlega sammála um að tilteknar starfsstéttir þurfi að sæta því að fara í skimun fyrir áfengis og fíkniefnaneyslu. Icelandair hefur hins vegar ákveðið að allt starfsfólk félagsins skuli sæta slíkum skimunum en ekki er víst að það samræmist persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekki sjálfgefið að fyrirtæki geti látið allt sitt starfsfólk sæta skoðunum sem þessum. „Líkamsrannsóknir eða rannsóknir á mönnum eru stjórnarskrárvarin réttindi. Það hefur verið gengið út frá því að annað hvort þurfi dómsúrskurð fyrir slíku eða sérstök ákvæði í löggjöf,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að það sé einmitt að gerast hinn 14. febrúar þegar evrópulöggjöf um þessi mál varðandi flugstarfsemi taki gildi. „Þá erum við að tala um flugmenn, flugþjóna og flugfreyjur, flugumsjónarmenn og flugvirkja. Við þurfum að fara í þessar reglur varðandi þessar stéttir okkar. Þegar við fórum yfir þetta innan okkar fyrirtækis þá sáum við að það var erfitt að draga þessa línu,“ segir Bogi.Það væri mun fleira starfsfólk sem kæmi að flugstarfseminni og þar með flugöryggi. Persónuvernd gaf út álit í svipuðu máli árið 2013. Forstjóri stofnunarinnar segir að mörgu sé að hyggja í þessum efnum eins og friðhelgi einkalífs þótt eðlilegt sé að þessar reglur gildi um tilteknar stéttir. „Það væri í rauninni allra best að setja ákvæði í löggjöf um þetta. Eða jafnvel í kjarasamninga fyrir einstaka starfsstéttir,“ segir Helga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Forstjóri Icelandair segir þessi mál verða unnin í sameiningu. „Við erum í rauninni bara að hefja þessa vegferð núna og innleiðingu. Þetta tekur gildi fyrir flugfólkið 14. febrúar. Við þurfum bara að fara yfir hitt með okkar stéttarfélögum og okkar starfsfólki.“ Segjum sem svo að skrifstofumanneskja vilji ekki fara í svona próf. Myndi hún missa starfið? „Nei, ég á ekki von á því,“segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Persónuvernd Fíkn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Starfsmönnum Icelandair gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf Öllum starfsmönnum Icelandair verður framvegis gert að gangast undir reglubundið vímuefnapróf. Þetta er liður í nýrri stefnu fyrirtækisins sem áfengis- og vímuefnalaus vinnustaður, en starfsmenn verða prófaðir bæði af handahófi og kerfisbundið. 14. janúar 2021 08:07