Guardian greinir frá því að gengi verði til þingkosninga þann 22. maí og forsetakosninga 31. júlí. Samkvæmt yfirlýsingu forsetans verður kosið alls staðar í Palestínu, þar á meðal Austur-Jerúsalem, Gaza og Vesturbakkanum.
Ein helsta ástæða þess að ekki hefur verið gengið til kosninga í Palestínu í fimmtán ár er ágreiningur milli Fatah-flokks forsetans og Hamas-liða, sem farið hafa saman með völd Palestínu. Í yfirlýsingu frá Hamas var ákvörðun Abbas fagnað.