Hitta reglulega ferðamenn sem ætla ekki að virða sóttkví eftir skimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2021 12:30 Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Skjáskot Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir talsvert um það að ferðamenn komi hingað til lands, fari í skimun á flugvellinum en hyggist greinilega ekki virða sóttkví að henni lokinni. Það segi sig sjálft þegar aðeins sé bókuð nokkurra daga ferð. Skimunarskylda á landamærum hefur nú verið innleidd eftir að reglugerð heilbrigðisráðherra var birt í gærkvöldi. Vel hefur gengið að framfylgja henni það sem af er degi og enginn hreyft við mótbárum, að sögn Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. Inntur eftir því hvort eitthvað sé um það að farþegar sem koma til landsins fari í skimun en ætli ekki endilega að virða fimm til sex daga sóttkví sem þá tekur við segir Sigurgeir að landamæraverðir og lögregla heyri reglulega af því. „Við sjáum það og heyrum af fólki. Það segir sig sjálft þegar fólk er að koma hérna kannski, sem eru kannski hreinir ferðamenn ef svo má að orði komast, og er að koma hér í fjóra fimm daga. Þeir eru ekkert að koma hingað til að vera læstir inn á hótelherbergi sem því nemur. Það blasir við. Þannig að það sést á dvalartímanum og síðan heyrum við það á tali fólks,“ segir Sigurgeir. Hann segir að tilvik sem þessi komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Öllum sé þó bent á skyldu um seinni skimun og sóttkví á milli, með bæði munnlegum og skriflegum upplýsingum. „Það er ótrúlegt að einhver komi inn án þess að vita um þessa fimm daga sóttkví og seinni skimun. Því þú kemst ekkert inn í landið nema forskrá þig inn á visit.Covid.is, þar sem þessar upplýsingar koma fram. Hérna á landamærunum fá allir afhentan bækling sem er á átta tungumálum og okkar landamæraverðir og lögregla tala við hvern einasta farþega og minnum á þessa skyldu. Síðan fá allir SMS á öðrum og þriðja degi með áminningu um þetta. Þannig að það er eiginlega ótrúlegt ef einhver fer hérna í gegn án þess að vera meðvitaður um þessa skyldu.“ Tilkynna málin til lögreglu Tilfelli sem þessi, hvar fólk ætlar greinilega beint að ferðast eða í vinnu, eru tilkynnt til staðarlögreglu þegar hægt er. „Við sjáum kannski hótelbókanir og slíkt og þá látum við staðarlögreglu vita. Og staðarlögregla reynir eftir fremsta megni að framfylgja þessu en það er aldrei hægt að fylgjast með öllum alls staðar.“ Líkt og greint var frá í gær tók skimunarskylda gildi á landamærum í gær og möguleiki á tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins því afnuminn. Inntur eftir því hvort þetta sé nóg í ljósi þess að ferðamenn virði sumir ekki sóttkví milli skimanna segir Sigurgeir skimunarskyldu þétta varnirnar verulega. „Það er þó búið að taka úr því fyrra sýnið og niðurstaða úr því kemur samdægurs. Það næst þá í skottið á fólki, yfirleitt sama dag eða næsta, ef það er sýkt og greinist sýkt í fyrri skimun. Þannig að þessi tvöfalda skimun er algjört snilldarfyrirbæri og gott að það sé búið að innleiða hana á meðan það er algjört neyðarástand í kringum okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41 Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Skimunarskylda á landamærum hefur nú verið innleidd eftir að reglugerð heilbrigðisráðherra var birt í gærkvöldi. Vel hefur gengið að framfylgja henni það sem af er degi og enginn hreyft við mótbárum, að sögn Sigurgeirs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns á Keflavíkurflugvelli. Inntur eftir því hvort eitthvað sé um það að farþegar sem koma til landsins fari í skimun en ætli ekki endilega að virða fimm til sex daga sóttkví sem þá tekur við segir Sigurgeir að landamæraverðir og lögregla heyri reglulega af því. „Við sjáum það og heyrum af fólki. Það segir sig sjálft þegar fólk er að koma hérna kannski, sem eru kannski hreinir ferðamenn ef svo má að orði komast, og er að koma hér í fjóra fimm daga. Þeir eru ekkert að koma hingað til að vera læstir inn á hótelherbergi sem því nemur. Það blasir við. Þannig að það sést á dvalartímanum og síðan heyrum við það á tali fólks,“ segir Sigurgeir. Hann segir að tilvik sem þessi komi reglulega upp á Keflavíkurflugvelli. Öllum sé þó bent á skyldu um seinni skimun og sóttkví á milli, með bæði munnlegum og skriflegum upplýsingum. „Það er ótrúlegt að einhver komi inn án þess að vita um þessa fimm daga sóttkví og seinni skimun. Því þú kemst ekkert inn í landið nema forskrá þig inn á visit.Covid.is, þar sem þessar upplýsingar koma fram. Hérna á landamærunum fá allir afhentan bækling sem er á átta tungumálum og okkar landamæraverðir og lögregla tala við hvern einasta farþega og minnum á þessa skyldu. Síðan fá allir SMS á öðrum og þriðja degi með áminningu um þetta. Þannig að það er eiginlega ótrúlegt ef einhver fer hérna í gegn án þess að vera meðvitaður um þessa skyldu.“ Tilkynna málin til lögreglu Tilfelli sem þessi, hvar fólk ætlar greinilega beint að ferðast eða í vinnu, eru tilkynnt til staðarlögreglu þegar hægt er. „Við sjáum kannski hótelbókanir og slíkt og þá látum við staðarlögreglu vita. Og staðarlögregla reynir eftir fremsta megni að framfylgja þessu en það er aldrei hægt að fylgjast með öllum alls staðar.“ Líkt og greint var frá í gær tók skimunarskylda gildi á landamærum í gær og möguleiki á tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins því afnuminn. Inntur eftir því hvort þetta sé nóg í ljósi þess að ferðamenn virði sumir ekki sóttkví milli skimanna segir Sigurgeir skimunarskyldu þétta varnirnar verulega. „Það er þó búið að taka úr því fyrra sýnið og niðurstaða úr því kemur samdægurs. Það næst þá í skottið á fólki, yfirleitt sama dag eða næsta, ef það er sýkt og greinist sýkt í fyrri skimun. Þannig að þessi tvöfalda skimun er algjört snilldarfyrirbæri og gott að það sé búið að innleiða hana á meðan það er algjört neyðarástand í kringum okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59 Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41 Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu. 16. janúar 2021 07:59
Ferðamenn þurfa að sýna fram á neikvætt covid-próf áður en þeir fara til Bretlands Bretlandsstjórn ákvað í dag að skylda ferðamenn frá öllum ríkjum í skimun. Koma ferðamanna frá Suður-Ameríku var hins vegar bönnuð vegna nýs brasilísks afbrigðis kórónuveirunnar. 15. janúar 2021 22:41
Furðar sig á ákvörðun heilbrigðisráðherra og spyr hvað hafi eiginlega breyst Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku. 15. janúar 2021 15:00