„Áhættan er aldrei núll“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2021 13:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. Tiltölulega fáir hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu daga en í dag greindist enginn, í fyrsta sinn síðan yfir hátíðarnar. Þá greindust fjórir með veiruna á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram og vonum að hún geri það þrátt fyrir þessar tilslakanir þann 13. [janúar]. Vonandi passa sig bara allir áfram.“ Talsvert hefur verið fjallað um ný afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu og talin eru smitast greiðar milli manna en önnur afbrigði. Þórólfur segir enn ekki komna skýra mynd á afbrigðin. „Það er ekkert sem hefur komið fram um að það valdi meiri og alvarlegri sjúkdómi, alvarlegri einkennum. Og sömuleiðis er ekkert nýtt að frétta af því hvort fyrri sýkingar verndi gegn þessum afbrigðum eða hvort bóluefni muni ekki örugglega vernda. Ég veit að það er í rannsókn, þetta eru erfiðar rannsóknir og taka tíma, en það hafa ekki komið neinar niðurstöður úr því. Þannig það á margt eftir að skýrast með það.“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna býst við að breska afbrigðið verði orðið ráðandi þar í landi í mars. Er sama hætta uppi á teningnum hér á landi eða erum við í betri stöðu gagnvart þessu? „Auðvitað er hætta á að hún nái að dreifa sér í öllum löndum því hún er víða. Hvort að það er sama hætta hér eða ekki, það fer eftir því hvernig okkur gengur að halda landamærunum hreinum og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Tiltölulega fáir hafa greinst með kórónuveiruna innanlands síðustu daga en í dag greindist enginn, í fyrsta sinn síðan yfir hátíðarnar. Þá greindust fjórir með veiruna á landamærum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins góða eins og er. „Það er bara ánægjulegt að sjá að þessi þróun heldur áfram og vonum að hún geri það þrátt fyrir þessar tilslakanir þann 13. [janúar]. Vonandi passa sig bara allir áfram.“ Talsvert hefur verið fjallað um ný afbrigði veirunnar, sem kennd hafa verið við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu og talin eru smitast greiðar milli manna en önnur afbrigði. Þórólfur segir enn ekki komna skýra mynd á afbrigðin. „Það er ekkert sem hefur komið fram um að það valdi meiri og alvarlegri sjúkdómi, alvarlegri einkennum. Og sömuleiðis er ekkert nýtt að frétta af því hvort fyrri sýkingar verndi gegn þessum afbrigðum eða hvort bóluefni muni ekki örugglega vernda. Ég veit að það er í rannsókn, þetta eru erfiðar rannsóknir og taka tíma, en það hafa ekki komið neinar niðurstöður úr því. Þannig það á margt eftir að skýrast með það.“ Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna býst við að breska afbrigðið verði orðið ráðandi þar í landi í mars. Er sama hætta uppi á teningnum hér á landi eða erum við í betri stöðu gagnvart þessu? „Auðvitað er hætta á að hún nái að dreifa sér í öllum löndum því hún er víða. Hvort að það er sama hætta hér eða ekki, það fer eftir því hvernig okkur gengur að halda landamærunum hreinum og ég held að með þessari nýju reglugerð um að allir þurfi að fara í skimun, og ef það gengur allt vel og eftirlitið gengur eins vel og við viljum þá erum við algjörlega að lágmarka áhættuna á því að veiran komist hér inn. En hvort hún geti gert það er erfitt að segja. Áhættan er aldrei núll þannig að það getur auðvitað gerst.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira