Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið Sylvía Hall skrifar 16. janúar 2021 13:05 Fólkið var flutt með þyrlum Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur á sjúkrahús. Vísir/Vilhelm Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum. Tilkynning um slysið barst klukkan 10:16 í dag en vegfarendur náðu fólkinu upp úr sjónum og hlúðu að fólkinu þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang um klukkutíma síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var fjölskylda í bílnum; karl, barn og kona. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra sem voru í bílnum að svo stöddu en rannsókn á tildrögum slyssins er hafin á vettvangi. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er flughálka á veginum, lágskýjað og hægur vindur. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð vegna slyssins. Aðkoman erfið Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir vegfarendurna hafa unnið mikið þrekvirki, enda hafi það hlúað að farþegum bílsins við erfiðar aðstæður og veitt fyrstu hjálp. Hann hafði þó ekki upplýsingar um líðan þeirra. „Það er eflaust ekki auðvelt. Þetta var erfið aðkoma og erfitt verkefni sem þeir þurftu að sinna fyrsta klukkutímann áður en aðstoð kom,“ segir Rögnvaldur. Aðstæður gerðu viðbragðsaðilum erfitt fyrir. „Það var gríðarlega mikil hálka og lágskýjað, rigning og slydda. Það gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir, þeir komust ekki eins hratt yfir út af hálkunni.“ Fyrstu viðbragðsaðilar komu á svæðið um klukkan ellefu. Rétt fyrir klukkan tólf lentu svo þyrlur Landhelgisgæslunnar með lækna og kafara. Þær fluttu svo fjölskylduna til Reykjavíkur á sjúkrahús. Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Tilkynning um slysið barst klukkan 10:16 í dag en vegfarendur náðu fólkinu upp úr sjónum og hlúðu að fólkinu þar til viðbragðsaðilar komu á vettvang um klukkutíma síðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var fjölskylda í bílnum; karl, barn og kona. Ekki er unnt að greina frá líðan þeirra sem voru í bílnum að svo stöddu en rannsókn á tildrögum slyssins er hafin á vettvangi. Samkvæmt tilkynningu lögreglu er flughálka á veginum, lágskýjað og hægur vindur. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð vegna slyssins. Aðkoman erfið Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir vegfarendurna hafa unnið mikið þrekvirki, enda hafi það hlúað að farþegum bílsins við erfiðar aðstæður og veitt fyrstu hjálp. Hann hafði þó ekki upplýsingar um líðan þeirra. „Það er eflaust ekki auðvelt. Þetta var erfið aðkoma og erfitt verkefni sem þeir þurftu að sinna fyrsta klukkutímann áður en aðstoð kom,“ segir Rögnvaldur. Aðstæður gerðu viðbragðsaðilum erfitt fyrir. „Það var gríðarlega mikil hálka og lágskýjað, rigning og slydda. Það gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir, þeir komust ekki eins hratt yfir út af hálkunni.“ Fyrstu viðbragðsaðilar komu á svæðið um klukkan ellefu. Rétt fyrir klukkan tólf lentu svo þyrlur Landhelgisgæslunnar með lækna og kafara. Þær fluttu svo fjölskylduna til Reykjavíkur á sjúkrahús. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Vegfarendur náðu fólki úr bíl sem fór í sjóinn í Skötufirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út vegna slyss í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum vegna tilkynningar um bíl sem fór í sjóinn á ellefta tímanum í morgun. Þrír voru í bílnum. 16. janúar 2021 11:06