Nær allir sem greindust komu með sömu flugvélinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 13:17 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/vilhelm Fjórtán greindust með kórónuveiruna á landamærunum í gær, nær allir úr sömu flugvélinni. Yfirlögregluþjónn telur stöðuna á faraldrinum hér á landi almennt góða; Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. Fimm flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær, tvær frá Póllandi gærnótt og um morguninn, og svo þrjár síðdegis; frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir það enn helsta áhyggjuefni sóttvarnayfirvalda hversu margir greinist á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk voru næstum allir þessir aðilar í sömu flugvél þannig að þetta er auðvitað það sem við höfum verið að berjast fyrir í langan tíma að ná betur utan um og nú er það að ganga og allir fara í sýnatöku,“ segir Víðir. Hann hefur ekki upplýsingar um það hvaðan fólkið sem greindist með veiruna var að koma eða hvort það hafi verið saman á ferðalagi. Allir fóru í skimun á endanum Skimunarskylda fyrir alla komufarþega kom til framkvæmda á landamærum í gær. Víðir segir að það hafi gengið vel að mestu þó einhverjir hafi hreyft við mótbárum. „Það voru auðvitað einhverjir sem vilja helst ekki fara í sýnatöku en í gær fóru allir í gegn og það gekk á endanum. Það eru auðvitað einhverjir sem höfðu ekki kynnt sér breytingarnar á reglunum. Þrátt fyrir að þetta komi skýrt fram í forskráningarblöðunum voru einhverjir sem héldu að þeir gætu valið þetta enn þá, það eru aðilar sem eru að koma og fara til landsins og eru búnir að vera reglulega á ferðinni í haust,“ segir Víðir. „Menn héldu að þeir gætu valið fjórtán daga sóttkví en þegar var búið að fara vel yfir málið með öllum endaði það með góðu að allir fóru í skimun.“ Víðir telur stöðuna á faraldrinum hér á landi þó almennt góða. Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. „Í sjálfu sér erum við alltaf með þessar vangaveltur þegar þessar tilslakanir verða, við höfum reynsluna af því núna síðan í sumar að það hefur oftar en ekki komið bakslag með tilslökunum. Við erum að vonast til þess að við höfum hitt betur á það núna en við gerðum í haust, þannig að við lendum ekki í því að fá eitthvað bakslag í þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21 Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Fimm flugvélar lentu á Keflavíkurflugvelli í gær, tvær frá Póllandi gærnótt og um morguninn, og svo þrjár síðdegis; frá Amsterdam, Kaupmannahöfn og Riga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir það enn helsta áhyggjuefni sóttvarnayfirvalda hversu margir greinist á landamærunum. „Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk voru næstum allir þessir aðilar í sömu flugvél þannig að þetta er auðvitað það sem við höfum verið að berjast fyrir í langan tíma að ná betur utan um og nú er það að ganga og allir fara í sýnatöku,“ segir Víðir. Hann hefur ekki upplýsingar um það hvaðan fólkið sem greindist með veiruna var að koma eða hvort það hafi verið saman á ferðalagi. Allir fóru í skimun á endanum Skimunarskylda fyrir alla komufarþega kom til framkvæmda á landamærum í gær. Víðir segir að það hafi gengið vel að mestu þó einhverjir hafi hreyft við mótbárum. „Það voru auðvitað einhverjir sem vilja helst ekki fara í sýnatöku en í gær fóru allir í gegn og það gekk á endanum. Það eru auðvitað einhverjir sem höfðu ekki kynnt sér breytingarnar á reglunum. Þrátt fyrir að þetta komi skýrt fram í forskráningarblöðunum voru einhverjir sem héldu að þeir gætu valið þetta enn þá, það eru aðilar sem eru að koma og fara til landsins og eru búnir að vera reglulega á ferðinni í haust,“ segir Víðir. „Menn héldu að þeir gætu valið fjórtán daga sóttkví en þegar var búið að fara vel yfir málið með öllum endaði það með góðu að allir fóru í skimun.“ Víðir telur stöðuna á faraldrinum hér á landi þó almennt góða. Ísland sé í einstakri stöðu, jafnvel á heimsvísu, en enn þurfi að hafa allan varann á. „Í sjálfu sér erum við alltaf með þessar vangaveltur þegar þessar tilslakanir verða, við höfum reynsluna af því núna síðan í sumar að það hefur oftar en ekki komið bakslag með tilslökunum. Við erum að vonast til þess að við höfum hitt betur á það núna en við gerðum í haust, þannig að við lendum ekki í því að fá eitthvað bakslag í þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04 Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59 Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21 Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Einn greindist með veiruna innanlands og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 17. janúar 2021 11:04
Hjón neituðu að fara í skimun en snerist hugur eftir þriggja klukkutíma bið Hjón með ung börn sem komu til landsins með flugi í gær neituðu að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Þau biðu í þrjá til fjóra tíma við sýnatökuhlið á flugvellinum en snerist á endanum hugur og fóru í sýnatöku. 17. janúar 2021 12:59
Fór ekki í einangrun og var fluttur af lögreglu í farsóttarhús Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt uppi á einstaklingi sem greinst hafði með Covid-19 við komuna hingað til lands en sinnti ekki reglum um einangrun. Lögregla flutti viðkomandi í farsóttarhús, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. 17. janúar 2021 07:21
Rúmir fjórir mánuðir síðan enginn greindist síðast Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í rúma fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á faraldrinum góða en allt velti nú á landamærunum. 16. janúar 2021 19:01