Aron Einar sagði söguna af húðflúrinu svakalega í viðtali við heimasíðu FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 11:00 Aron Einar Gunnarsson er í stóru viðtali á heimasíðu FIFA. Getty/Stuart Franklin Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var tekinn í stórt viðtal á heimasíðu FIFA á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars fortíð og framtíð landsliðsins sem nú er á ákveðnum tímamótum. Blaðamaður hjá heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fer í upphafi greinarinnar yfir sögu Arons Einars sem varð fyrirliði íslenska landsliðsins aðeins 23 ára gamall. Hann er líka búinn að leiða íslenska landsliðið inn á tvö stórmót þar á meðal HM í Rússlandi 2018. Heimir Hallgrímsson hrósar líka Aroni Einari í upphafi greinarinnar en auk áranna í landsliðinu þá hafa þeir verið saman hjá Al Arabi í Katar undanfarin tvö ár. „Hann er lifandi dæmi um okkar gildi og það sem við viljum standa fyrir. Hann er það inn á vellinum þar sem hann stjórnar leik liðsins en líka utan hans þar sem er alvöru fyrirmynd um það hvernig menn eiga að styðja við bakið á hverjum öðrum. Ofan á þetta allt þá er hann bara mjög góður fótboltamaður,“ sagði Heimir Hallgrímsson í greininni. Aron Einar ræðir lífið og fótboltann í Katar þar sem hann hefur verið undanfarin ár. Hann er líka spurður út í komandi heimsmeistaramót sem fer einmitt fram í Katar árið 2022. Aron Einar er líka spurður út í Erik Hamrén og hvað hafi klikkaði í undankeppni EM. „Erik var mjög óheppinn með öll meiðsli leikmanna. Við vorum án fullt af lykilmanna á meðan hann var þjálfari liðsins. Við vorum samt svo nálægt því að komast á EM þar sem við töpuðum á lokamínútunni í umspilinu. Það var mjög erfitt að sætta sig við það,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Iceland's troubles & #WorldCup hopes Wonder goals & life in Qatar Marking Messi in Russia That amazing back tattoo Aron Gunnarsson speaks about all this and more in an exclusive interview@ronnimall | @footballiceland | @alarabi_club https://t.co/yQZ6XklYHd pic.twitter.com/9IbXuwpkV9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 14, 2021 Aron Einar segir að Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen séu núna teknir við þjálfun landsliðsins. „Nú erum við komnir með nýja þjálfara og ég held að við eigum alvöru möguleika á því að komast upp úr okkar undanriðli í undankeppni HM. Þýskaland er þarna og er sigurstranglegasta liðið í riðlinum en svo er það við, Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein. Ég er vongóður um að við stöndum okkur vel og strákarnir eru staðráðnir að komast aftur á HM. Það eru líka frekar margir leikmenn komnir yfir þrítugt núna og við vitum að þetta verður líka okkar síðasta tækifæri,“ sagði Aron Einar. Blaðamaður FIFA spurði Aron Einar líka út í húðflúrið svakalega á bakinu en þar nær skjaldarmerki Íslands yfir allt bakið hans. „Það skiptir mig miklu máli að spila fyrir Ísland. Það er eitthvað sérstakt að koma fram fyrir lönd lítillar þjóðar. Þér finnst þú vera litli gæinn sem þarf að berjast af meiri krafti en hinir,“ sagði Aron Einar og hélt áfram. „Í sambandi við húðflúrið þá vildi ég gera eitthvað sérstakt og þýðingarmikið eftir Evrópumótið 2016. Það var íslenskur maður sem gerði þetta fyrir mig. Hann kom fjórum sinnum til Cardiff og vann við þetta í tvo daga í senn í hvert skipti sem hann kom,“ sagði Aron. „Einu sinni var hann að í sjö tíma samfellt. Þegar ég bar þessa hugmynd fyrir hann þá sagði hann: Ertu viss? Því íslensku fánaliturinn mun ná yfir hrygginn og þú munt finna mikið til,“ sagði Aron Einar. „Ég get líka viðurkennt það að hann var ekki að ljúga,“ sagði Aron Einar hlæjandi. „Þetta var bara eitthvað sem mig langaði virkilega að gera og ég sé ekki eftir því í dag,“ sagði Aron Einar en það má finna allt viðtalið við hann hér. HM 2022 í Katar Húðflúr Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Blaðamaður hjá heimasíðu Alþjóða knattspyrnusambandsins fer í upphafi greinarinnar yfir sögu Arons Einars sem varð fyrirliði íslenska landsliðsins aðeins 23 ára gamall. Hann er líka búinn að leiða íslenska landsliðið inn á tvö stórmót þar á meðal HM í Rússlandi 2018. Heimir Hallgrímsson hrósar líka Aroni Einari í upphafi greinarinnar en auk áranna í landsliðinu þá hafa þeir verið saman hjá Al Arabi í Katar undanfarin tvö ár. „Hann er lifandi dæmi um okkar gildi og það sem við viljum standa fyrir. Hann er það inn á vellinum þar sem hann stjórnar leik liðsins en líka utan hans þar sem er alvöru fyrirmynd um það hvernig menn eiga að styðja við bakið á hverjum öðrum. Ofan á þetta allt þá er hann bara mjög góður fótboltamaður,“ sagði Heimir Hallgrímsson í greininni. Aron Einar ræðir lífið og fótboltann í Katar þar sem hann hefur verið undanfarin ár. Hann er líka spurður út í komandi heimsmeistaramót sem fer einmitt fram í Katar árið 2022. Aron Einar er líka spurður út í Erik Hamrén og hvað hafi klikkaði í undankeppni EM. „Erik var mjög óheppinn með öll meiðsli leikmanna. Við vorum án fullt af lykilmanna á meðan hann var þjálfari liðsins. Við vorum samt svo nálægt því að komast á EM þar sem við töpuðum á lokamínútunni í umspilinu. Það var mjög erfitt að sætta sig við það,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Iceland's troubles & #WorldCup hopes Wonder goals & life in Qatar Marking Messi in Russia That amazing back tattoo Aron Gunnarsson speaks about all this and more in an exclusive interview@ronnimall | @footballiceland | @alarabi_club https://t.co/yQZ6XklYHd pic.twitter.com/9IbXuwpkV9— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 14, 2021 Aron Einar segir að Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen séu núna teknir við þjálfun landsliðsins. „Nú erum við komnir með nýja þjálfara og ég held að við eigum alvöru möguleika á því að komast upp úr okkar undanriðli í undankeppni HM. Þýskaland er þarna og er sigurstranglegasta liðið í riðlinum en svo er það við, Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein. Ég er vongóður um að við stöndum okkur vel og strákarnir eru staðráðnir að komast aftur á HM. Það eru líka frekar margir leikmenn komnir yfir þrítugt núna og við vitum að þetta verður líka okkar síðasta tækifæri,“ sagði Aron Einar. Blaðamaður FIFA spurði Aron Einar líka út í húðflúrið svakalega á bakinu en þar nær skjaldarmerki Íslands yfir allt bakið hans. „Það skiptir mig miklu máli að spila fyrir Ísland. Það er eitthvað sérstakt að koma fram fyrir lönd lítillar þjóðar. Þér finnst þú vera litli gæinn sem þarf að berjast af meiri krafti en hinir,“ sagði Aron Einar og hélt áfram. „Í sambandi við húðflúrið þá vildi ég gera eitthvað sérstakt og þýðingarmikið eftir Evrópumótið 2016. Það var íslenskur maður sem gerði þetta fyrir mig. Hann kom fjórum sinnum til Cardiff og vann við þetta í tvo daga í senn í hvert skipti sem hann kom,“ sagði Aron. „Einu sinni var hann að í sjö tíma samfellt. Þegar ég bar þessa hugmynd fyrir hann þá sagði hann: Ertu viss? Því íslensku fánaliturinn mun ná yfir hrygginn og þú munt finna mikið til,“ sagði Aron Einar. „Ég get líka viðurkennt það að hann var ekki að ljúga,“ sagði Aron Einar hlæjandi. „Þetta var bara eitthvað sem mig langaði virkilega að gera og ég sé ekki eftir því í dag,“ sagði Aron Einar en það má finna allt viðtalið við hann hér.
HM 2022 í Katar Húðflúr Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira