Dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskylduna Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2021 11:20 Anchan Preelerd var dæmd í 87 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu Taílands með því að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Dómur hennar var helmingaður þar sem hún játaði brot sín. EPA/NARONG SANGNAK Tælensk kona hefur verið dæmd í 43 ára fangelsi fyrir að móðga konungsfjölskyldu landsins. Er það lengsti dómur sem hefur verið veittur varðandi brot sem þetta í landinu. Lögin í kringum konungsfjölskyldu Taílands þykja einkar ströng og hefur ákærum á grundvelli þeirra farið fjölgandi. Undanfarna mánuði hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í Taílandi sem hafa að miklu leyti snúist að lýðræðisendurbótum og konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Samhliða því hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa verið dæmdir fyrir að móðga konungsfjölskylduna. Frá því í sumar hafa rúmlega fjörutíu verið ákærðir á grundvelli þessara laga. Niðurfelling þeirra er meðal þess sem mótmælendur hafa krafist. Sjá einnig: Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð AFP fréttaveitan segir að lögunum um konungsfjölskylduna sé ætlað að vernda hana gegn níði, ógnunum og ófrægingu. Þau séu hins vegar reglulega notuð til gegn fólki sem hefur gagnrýnt konungsfjölskylduna. Konan, sem heitir Anchan Preelerd, var handtekin árið 2015 og var hún tengd við stjórnanda hlaðvarps sem hefur lengi verið harður gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar. Anchan var upprunalega í haldi í þrjú ár áður en henni var sleppt gegn tryggingu. Samkvæmt frétt Reuters snúast brot hennar um það að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Í morgun var hún svo sakfelld í 29 ákæruliðum og var hún dæmd til 87 ára fangelsisvistar. Refsing hennar var þó helminguð vegna þess að hún ku hafa játað brot sín og var niðurstaðan 43 ár. Fyrra metið var 35 ára dómur frá 2017. Sérfræðingur sem blaðamaður AFP ræddi við segir mögulegt að dómnum sé ætlað að draga kjarkinn úr tælenskum mótmælendum. Taíland Kóngafólk Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað í Taílandi sem hafa að miklu leyti snúist að lýðræðisendurbótum og konungsfjölskyldunni. Mótmælendurnir hafa krafist þess að forsætisráðherrann segi af sér, að stjórnarskrá landsins verði breytt og breytingar verði gerðar á konungdæminu. Þeir vilja aukið lýðræði í Taílandi og að dregið verði úr valdi konungsins. Samhliða því hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa verið dæmdir fyrir að móðga konungsfjölskylduna. Frá því í sumar hafa rúmlega fjörutíu verið ákærðir á grundvelli þessara laga. Niðurfelling þeirra er meðal þess sem mótmælendur hafa krafist. Sjá einnig: Vilja ríkidæmi konungsins í ríkissjóð AFP fréttaveitan segir að lögunum um konungsfjölskylduna sé ætlað að vernda hana gegn níði, ógnunum og ófrægingu. Þau séu hins vegar reglulega notuð til gegn fólki sem hefur gagnrýnt konungsfjölskylduna. Konan, sem heitir Anchan Preelerd, var handtekin árið 2015 og var hún tengd við stjórnanda hlaðvarps sem hefur lengi verið harður gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar. Anchan var upprunalega í haldi í þrjú ár áður en henni var sleppt gegn tryggingu. Samkvæmt frétt Reuters snúast brot hennar um það að dreifa myndböndum á Facebook og Youtube. Í morgun var hún svo sakfelld í 29 ákæruliðum og var hún dæmd til 87 ára fangelsisvistar. Refsing hennar var þó helminguð vegna þess að hún ku hafa játað brot sín og var niðurstaðan 43 ár. Fyrra metið var 35 ára dómur frá 2017. Sérfræðingur sem blaðamaður AFP ræddi við segir mögulegt að dómnum sé ætlað að draga kjarkinn úr tælenskum mótmælendum.
Taíland Kóngafólk Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04 Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22 Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Sátu um höfuðstöðvar lögreglunnar í Bangkok Mótmæli gegn stjórnvöldum halda áfram í Taílandi og í gærkvöldi hópuðust þúsundir mótmælenda fyrir framan höfuðstöðvar lögreglunnar í höfuðborginni Bangkok. 19. nóvember 2020 09:04
Forsætisráðherra Taílands ætlar ekki að segja af sér Prayuth Chan-ocha, forsætisráðherra Taílands, hefur hafnað því að segja af sér vegna mótmæla sem eiga sér stað í Bangkok, höfuðborg landsins. Lögreglan hefur brugðist hart við mótmælunum og beitt kylfum og háþrýstidælum gegn mótmælendum. 16. október 2020 14:22
Aftur gerð að konunglegri frillu Taílandskonungs Sineenat Wongvajirapakdi hefur aftur hlotið titilinn „konungleg frilla“ Taílandskonungs, nærri ári eftir að hafa verið svipt titlunum í kjölfar þess að það kastaðist í kekki milli þeirra. 2. september 2020 10:35