Fatlaðar konur festist í ofbeldisfullum aðstæðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 21:00 Talið er að um þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Dæmi eru um aðtekin séu þeim hjálpartækin þannig að þær komist ekki burt úr ofbeldisfullum aðstæðum. Greiningardeild ríkislögreglustjóra birti í gær skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki, þar sem fram kemur að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi og sumir ítrekað. „Það var ekkert sem kom á óvart og ég hugsa að enginn sem hefur fylgst með umræðum um stöðu fatlaðs fólks ætti að vera hissa yfir,” segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Þroskahjálp, um skýrsluna. „Það er talað um að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum geti gert ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ofbeldi gagnvart fötluðum konum er mjög margslungið, þetta er í nánum samböndum, þetta er þegar fólk er að þiggja aðstoð. Þetta er afneitun á sjálfsákvörðunarrétti fólks,” segir hún og bætir við að þeir sem beiti ofbeldinu séu oftast þeir sem standi konunum nærri. Dæmi séu um að hjálpartæki séu tekin af konunum þannig að þær geti enga björg sér veitt. „Það er notað sem hótun, refsing. Þeir færa hjálpartækin þannig að þú náir ekki í þau, þannig að þú geti ekki farið. Þetta er þekkt í ofbeldissamböndum og tækin tekin svo konurnar verði ósjálfbjarga og háðar ofbeldismanninum.” „Það tekur því ekki að segja frá þessu” Þá sé konunum oft ekki trúað. „Fötluðu fólki er ekki trúað. Málin fara inn í réttarkerfið og látin niður falla því þau þykja ekki trúverðug,” segir Inga Björk. Það kom einnig fram í skýrslu ríkislögreglustjóra að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins, og að aðeins lítill hluti ofbeldismála rati þangað. „Fólk hugsar, það tekur því ekki að segja frá þessu. Ég ætla ekki að segja frá þessu vegnaa þess að það mun enginn trúa mér. Það verður til þess að þessi mál hætta að rata inn í kerfið,” segir hún. „Það er svo sárt að stíga fram og segja frá, svo er þér ekki trúað og málið er látið niður falla – alveg sama hversu sterk rök og sterkar sannanir eru fyrir hendi.” Inga Björk segir að nú verði að grípa til aðgerða. Staðan hafi verið grafalvarleg í áratugi en fagnar því að komin sé út skýrsla sem varpi frekara ljósi á aðstæður fatlaðs fólks. Þá skorti úrræði fyrir fólk sem þarf á aðstoðinni að halda. Heimilisofbeldi Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Greiningardeild ríkislögreglustjóra birti í gær skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki, þar sem fram kemur að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi og sumir ítrekað. „Það var ekkert sem kom á óvart og ég hugsa að enginn sem hefur fylgst með umræðum um stöðu fatlaðs fólks ætti að vera hissa yfir,” segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Þroskahjálp, um skýrsluna. „Það er talað um að þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum geti gert ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ofbeldi gagnvart fötluðum konum er mjög margslungið, þetta er í nánum samböndum, þetta er þegar fólk er að þiggja aðstoð. Þetta er afneitun á sjálfsákvörðunarrétti fólks,” segir hún og bætir við að þeir sem beiti ofbeldinu séu oftast þeir sem standi konunum nærri. Dæmi séu um að hjálpartæki séu tekin af konunum þannig að þær geti enga björg sér veitt. „Það er notað sem hótun, refsing. Þeir færa hjálpartækin þannig að þú náir ekki í þau, þannig að þú geti ekki farið. Þetta er þekkt í ofbeldissamböndum og tækin tekin svo konurnar verði ósjálfbjarga og háðar ofbeldismanninum.” „Það tekur því ekki að segja frá þessu” Þá sé konunum oft ekki trúað. „Fötluðu fólki er ekki trúað. Málin fara inn í réttarkerfið og látin niður falla því þau þykja ekki trúverðug,” segir Inga Björk. Það kom einnig fram í skýrslu ríkislögreglustjóra að fatlað fólk njóti ekki sömu réttinda innan réttarvörslukerfisins, og að aðeins lítill hluti ofbeldismála rati þangað. „Fólk hugsar, það tekur því ekki að segja frá þessu. Ég ætla ekki að segja frá þessu vegnaa þess að það mun enginn trúa mér. Það verður til þess að þessi mál hætta að rata inn í kerfið,” segir hún. „Það er svo sárt að stíga fram og segja frá, svo er þér ekki trúað og málið er látið niður falla – alveg sama hversu sterk rök og sterkar sannanir eru fyrir hendi.” Inga Björk segir að nú verði að grípa til aðgerða. Staðan hafi verið grafalvarleg í áratugi en fagnar því að komin sé út skýrsla sem varpi frekara ljósi á aðstæður fatlaðs fólks. Þá skorti úrræði fyrir fólk sem þarf á aðstoðinni að halda.
Heimilisofbeldi Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira