Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2021 11:15 Tímamót í dag. Davíð, sem sjálfur fagnaði 73 ára afmæli sínu í vikunni, kveður Trump að hætti hússins. vísir/samsett „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins á þessum sögulega degi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgefur Hvíta húsið. Dálkurinn, sem ýmsir telja að lýsi því best hvernig viðri hjá blaðinu og ritstjóranum Davíð Oddssyni, kallast á við skopmynd blaðsins. Sem sýnir Donald í líki Denna dæmalausa hlaupa hlæjandi í burtu frá þinghúsinu þar sem allt stendur í ljósum logum, og óeirðalögregla reynir að hafa hemil á mótmælendum. Zuckerberg „algerlega ógeðslegur náungi“ Í leiðaraskrifum blaðsins, þar sem oftar en ekki hefur verið borið blak að Trump, nokkuð sem er fátítt í öðrum vestrænum leiðaraskrifum, er fjallað um gagnrýni á tæknirisana. Sagt að ekki sé ólíklegt að Biden sé Twitter þakklátur fyrir að hafa þaggað niður í forvera hans en það kunni að reynast skammgóður vermir. Áður er vitnað til orða hagfræðingsins Nouriel Roubini í Der Spiegel. Staksteinar kallast á við skopteikningu Morgunblaðsins. Í Hádegismóum brosa menn í gegnum tárin, ef svo má að orði komast.skjáskot Morgunblaðið „Þar til nýlega aflaði Facebook fjár með sölu pólitískra auglýsinga og nú, við lok kjörtímabils Trumps, grípa þeir til aðgerða gegn honum. Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook, hugsar bara um peninga, hann er algerlega ógeðslegur náungi. Twitter og hinir samfélagsmiðlarnir eru slæmir, Facebook er verri.“ Þessi kínverska Wuhan-veira Það er svo í Staksteinum sem ritstjórinn veifar til Trump í kveðjuskyni. Með sínum hætti. Það gerir Davíð með því að vitna í Moggabloggarann Gunnar sem talar um um „kínversku Wuhan-veiruna“ sem Trump vildi kalla svo en ýmsum þótti óviðeigandi, svo mjög að það þótti tabú að kenna veiruna við Kína. Á flestum bæjum öðrum en á Morgunblaðinu. Stjórnmálaskýrendur vilja meina að kórónuveiran hafi orðið Trump að falli. „Ýmsir segja gagnslítið að grímubúast sem veiruvörn,“ segir Staksteinahöfundur í lok pistils síns. Þeir sem þekkja stílbrögð og gamansemi Davíðs, sem fagnaði 73 ára afmæli sínu í vikunni, þurfa ekki að velkjast í vafa um hver heldur um penna: „Staksteinum er ljóst að þeir gera lítið prívat og persónulega til að tryggja sig og aðra á veirutíð og setja því upp maska við öll tækifæri. Það skaðar ekki og bætir að auki útlitið í þeirra tilviki.“ Fjölmiðlar Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins á þessum sögulega degi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgefur Hvíta húsið. Dálkurinn, sem ýmsir telja að lýsi því best hvernig viðri hjá blaðinu og ritstjóranum Davíð Oddssyni, kallast á við skopmynd blaðsins. Sem sýnir Donald í líki Denna dæmalausa hlaupa hlæjandi í burtu frá þinghúsinu þar sem allt stendur í ljósum logum, og óeirðalögregla reynir að hafa hemil á mótmælendum. Zuckerberg „algerlega ógeðslegur náungi“ Í leiðaraskrifum blaðsins, þar sem oftar en ekki hefur verið borið blak að Trump, nokkuð sem er fátítt í öðrum vestrænum leiðaraskrifum, er fjallað um gagnrýni á tæknirisana. Sagt að ekki sé ólíklegt að Biden sé Twitter þakklátur fyrir að hafa þaggað niður í forvera hans en það kunni að reynast skammgóður vermir. Áður er vitnað til orða hagfræðingsins Nouriel Roubini í Der Spiegel. Staksteinar kallast á við skopteikningu Morgunblaðsins. Í Hádegismóum brosa menn í gegnum tárin, ef svo má að orði komast.skjáskot Morgunblaðið „Þar til nýlega aflaði Facebook fjár með sölu pólitískra auglýsinga og nú, við lok kjörtímabils Trumps, grípa þeir til aðgerða gegn honum. Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook, hugsar bara um peninga, hann er algerlega ógeðslegur náungi. Twitter og hinir samfélagsmiðlarnir eru slæmir, Facebook er verri.“ Þessi kínverska Wuhan-veira Það er svo í Staksteinum sem ritstjórinn veifar til Trump í kveðjuskyni. Með sínum hætti. Það gerir Davíð með því að vitna í Moggabloggarann Gunnar sem talar um um „kínversku Wuhan-veiruna“ sem Trump vildi kalla svo en ýmsum þótti óviðeigandi, svo mjög að það þótti tabú að kenna veiruna við Kína. Á flestum bæjum öðrum en á Morgunblaðinu. Stjórnmálaskýrendur vilja meina að kórónuveiran hafi orðið Trump að falli. „Ýmsir segja gagnslítið að grímubúast sem veiruvörn,“ segir Staksteinahöfundur í lok pistils síns. Þeir sem þekkja stílbrögð og gamansemi Davíðs, sem fagnaði 73 ára afmæli sínu í vikunni, þurfa ekki að velkjast í vafa um hver heldur um penna: „Staksteinum er ljóst að þeir gera lítið prívat og persónulega til að tryggja sig og aðra á veirutíð og setja því upp maska við öll tækifæri. Það skaðar ekki og bætir að auki útlitið í þeirra tilviki.“
Fjölmiðlar Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01