Hannes Þór í viðtali við Variety: „Skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2021 10:30 Tökur á kvikmyndinni hófust á síðasta ári og er þeim nú lokið. @pegsus Kvikmyndamiðillinn þekkti Variety fjallar um kvikmyndina Leynilögga sem verður frumsýnd á þessu ári í kvikmyndahúsum hér á landi. Forsaga kvikmyndarinnar er sú að árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Stiklan hjá Auðunni vakti mikla athygli og tíu árum seinna mun kvikmynd í fullri lengd koma út. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni og fjölmargir fleiri. Landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir Leynilöggunni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út fyrir um tíu árum. Variety lýsir Hannesi sem manninum sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Í grein Variety kemur fram að Leynilöggan verði til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. „Áhugi minn og metnaður hefur alltaf verið að færa mig í áttina að kvikmyndagerð,“ segir Hannes Þór í samtali við Variety. „Ég er enn knattspyrnumaður en þegar tækifærið kom að gera Leynilögguna varð ég að finna tíma og stökkva í djúpu laugina og ráðast í verkefnið.“ Hannes segir að það hafi staðið til að gera þessa kvikmynd í mörg ár. „Ég er mjög spenntur að ljúka við þetta verkefni og ég held að frumsýningarkvöldið verði skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM,“ segir Hannes en Pegasus framleiðir kvikmyndina Leynilögga. Bíó og sjónvarp Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Forsaga kvikmyndarinnar er sú að árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í Trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilöggan. Stiklan hjá Auðunni vakti mikla athygli og tíu árum seinna mun kvikmynd í fullri lengd koma út. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson fara með hlutverk í kvikmyndinni og fjölmargir fleiri. Landsliðsmaðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir Leynilöggunni en hann gerði slíkt hið sama á sínum tíma þegar stiklan kom út fyrir um tíu árum. Variety lýsir Hannesi sem manninum sem varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018. Í grein Variety kemur fram að Leynilöggan verði til sýnis á kvikmyndahátíðinni Göteborg Nordic Film Market í Svíþjóð. „Áhugi minn og metnaður hefur alltaf verið að færa mig í áttina að kvikmyndagerð,“ segir Hannes Þór í samtali við Variety. „Ég er enn knattspyrnumaður en þegar tækifærið kom að gera Leynilögguna varð ég að finna tíma og stökkva í djúpu laugina og ráðast í verkefnið.“ Hannes segir að það hafi staðið til að gera þessa kvikmynd í mörg ár. „Ég er mjög spenntur að ljúka við þetta verkefni og ég held að frumsýningarkvöldið verði skemmtilegra en að verja víti frá Messi á HM,“ segir Hannes en Pegasus framleiðir kvikmyndina Leynilögga.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira