Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 17:46 Eins og sjá má var eyðileggingin í kjölfar flóðsins mikil. DJI Reykjavík/Sigurður Þór Helgason Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. Tekin var ákvörðun um að rýma níu hús í kjölfar snjóflóðs sem féll á skíðasvæðinu á Siglufirði í gær og olli því meðal annars að skíðaskálinn á svæðinu færðist úr stað. Enn er talin hætta á snjóflóðum. „Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá,“ segir Víðir. Hann segir þó að engin flóð hafi fallið nálægt byggð, svo vitað sé. Athuganir á því standa yfir. Víðir segir þá að fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín muni gefast kostur á að fara og sækja helstu nauðsynjar. Það fái þó ekki að dveljast heima í nótt. „Veðurspáin er reyndar ágæt næstu tíu, tólf klukkutímana. Það er reiknað með að íbúar fái að fara heim til þess að sækja nauðsynjar en fá ekki að dvelja þar í nótt.“ Víðir ítrekar að snjóflóðahætta sé á vegum nálægt Siglufirði og því sé umferð þar um takmörkuð. „Veginum um Ólafsfjarðarmúla verður lokað klukkan átta í kvöld og það verður truflun á samgöngum meðan þetta ástand varir, má búast við,“ segir Víðir og vill brýna fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Snjóflóðahætta sé viðvarandi bæði á Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla. Uppfært klukkan 17:59: Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum og lögreglunni á Norðurlandi eystra verður varðskipið Týr úti fyrir Eyjafirði, til taks meðan hættuástand varir. Fjallabyggð Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Tekin var ákvörðun um að rýma níu hús í kjölfar snjóflóðs sem féll á skíðasvæðinu á Siglufirði í gær og olli því meðal annars að skíðaskálinn á svæðinu færðist úr stað. Enn er talin hætta á snjóflóðum. „Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá,“ segir Víðir. Hann segir þó að engin flóð hafi fallið nálægt byggð, svo vitað sé. Athuganir á því standa yfir. Víðir segir þá að fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín muni gefast kostur á að fara og sækja helstu nauðsynjar. Það fái þó ekki að dveljast heima í nótt. „Veðurspáin er reyndar ágæt næstu tíu, tólf klukkutímana. Það er reiknað með að íbúar fái að fara heim til þess að sækja nauðsynjar en fá ekki að dvelja þar í nótt.“ Víðir ítrekar að snjóflóðahætta sé á vegum nálægt Siglufirði og því sé umferð þar um takmörkuð. „Veginum um Ólafsfjarðarmúla verður lokað klukkan átta í kvöld og það verður truflun á samgöngum meðan þetta ástand varir, má búast við,“ segir Víðir og vill brýna fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Snjóflóðahætta sé viðvarandi bæði á Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla. Uppfært klukkan 17:59: Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum og lögreglunni á Norðurlandi eystra verður varðskipið Týr úti fyrir Eyjafirði, til taks meðan hættuástand varir.
Fjallabyggð Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira