Dæmi um aldursfordóma og menntahroka á íslenskum vinnumarkaði Eiður Þór Árnason skrifar 21. janúar 2021 22:41 Ástþór Jón Ragnheiðarson telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. Aðsend/Getty Varaformaður ASÍ-UNG, ungliðahreyfingar Alþýðusambands Íslands, segir aldursfordóma og menntahroka ríkja víða á íslenskum vinnumarkaði. Hann kallar eftir því að atvinnurekendur horfi í auknum mæli til reynslu fólks við ráðningar og síður á prófskírteinið. Að öðrum kosti verði fyrirtæki og stofnanir af gríðarlegum mannauði. Ástþór Jón Ragnheiðarson hefur fylgst með atvinnuauglýsingum að undanförnu og gerir athugasemd við að stór hluti þeirra geri kröfu um háskólamenntun sem nýtist í starfi eða lágmarksaldur. Hann áréttar að hann telji í mörgum tilvikum eðlilegt að gera kröfu um tiltekna menntun eða aldur en segir að atvinnurekendur geti stundum vel komist af án þess. „Ég bara gat ómögulega skilið hvers vegna til dæmis móttökuritari þarf að vera að lágmarki 25 ára gamall eða þegar þú ert að ráða framkvæmdastjóra eða verkefnastjóra að óska eftir háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hvers konar háskólamenntun er það og er hún eitthvað betri eða verri en iðnnám eða ýmis konar reynsla?“ spurði Ástþór í Reykjavík síðdegis. „Líka frá öðrum sjónarhóli þá er oft talað um að þegar þú ert kominn yfir fimmtugt er tæplega litið við þér á vinnumarkaði, sérstaklega ef þú ert kona, svo þetta gengur í báðar áttir.“ Vill láta meta fólk að verðleikum Ástþór kallar eftir því að í meira mæli sé horft til starfsreynslu. „Fólk er ekki prófskírteinið þeirra, þetta er frekar ákall um að við snúum af þessari braut og förum frekar að meta fólk að verðleikum fyrir það hvað það getur gert.“ „Ef ég væri að ráða framkvæmdastjóra þá myndi ég frekar vilja fá til mín húsasmíðameistara sem hefur áralanga reynslu af eigin rekstri frekar en nýútskrifaðan viðskiptafræðing en í svo mörgum tilfellum er það bara ekki raunin því það er þessi klausa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.“ Verði af gríðarlegum mannauði Ástþór telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. „Það þarf að sjálfsögðu að sigta eitthvað út en engu að síður held ég að við séum að tapa gríðarlegum verðmætum og gríðarlegu hæfileikafólki með þessu. Þannig að ég held að það væri bara vinnunnar og tímans virði þó það séu kannski aðeins fleiri umsóknir.“ Hann tekur sveitarfélög sem dæmi í þessu samhengi og segir sum þeirra horfa fram hjá fólki með mikla stjórnunarreynslu. „Sveitarfélög eru að auglýsa stöður, oft á tíðum ekki lögvernduð störf heldur bara menningarfulltrúa eða verkefnastjóra, þú ert jafnvel oft á tíðum með fólk sem hefur áralanga reynslu af stjórnsýslu, sveitarstjórnarpólitík eða slíku en býr kannski ekki yfir annarri menntun en iðnmenntun eða einhverju slíku. Þannig er það klárlega að verða af gríðarlegum mannauði.“ Er þetta menntahroki að þínu mati? „Já, ég kem ekki öðrum orðum yfir þetta, stórfellt gáleysi getur líka verið eða hugsanaleysi, en já ég vil meina það.“ Hlusta má á viðtalið við Ástþór í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Ástþór Jón Ragnheiðarson hefur fylgst með atvinnuauglýsingum að undanförnu og gerir athugasemd við að stór hluti þeirra geri kröfu um háskólamenntun sem nýtist í starfi eða lágmarksaldur. Hann áréttar að hann telji í mörgum tilvikum eðlilegt að gera kröfu um tiltekna menntun eða aldur en segir að atvinnurekendur geti stundum vel komist af án þess. „Ég bara gat ómögulega skilið hvers vegna til dæmis móttökuritari þarf að vera að lágmarki 25 ára gamall eða þegar þú ert að ráða framkvæmdastjóra eða verkefnastjóra að óska eftir háskólamenntun sem nýtist í starfi. Hvers konar háskólamenntun er það og er hún eitthvað betri eða verri en iðnnám eða ýmis konar reynsla?“ spurði Ástþór í Reykjavík síðdegis. „Líka frá öðrum sjónarhóli þá er oft talað um að þegar þú ert kominn yfir fimmtugt er tæplega litið við þér á vinnumarkaði, sérstaklega ef þú ert kona, svo þetta gengur í báðar áttir.“ Vill láta meta fólk að verðleikum Ástþór kallar eftir því að í meira mæli sé horft til starfsreynslu. „Fólk er ekki prófskírteinið þeirra, þetta er frekar ákall um að við snúum af þessari braut og förum frekar að meta fólk að verðleikum fyrir það hvað það getur gert.“ „Ef ég væri að ráða framkvæmdastjóra þá myndi ég frekar vilja fá til mín húsasmíðameistara sem hefur áralanga reynslu af eigin rekstri frekar en nýútskrifaðan viðskiptafræðing en í svo mörgum tilfellum er það bara ekki raunin því það er þessi klausa um háskólamenntun sem nýtist í starfi.“ Verði af gríðarlegum mannauði Ástþór telur vel þess virði að slaka á formlegu kröfunum til að gefa fleirum tækifæri. „Það þarf að sjálfsögðu að sigta eitthvað út en engu að síður held ég að við séum að tapa gríðarlegum verðmætum og gríðarlegu hæfileikafólki með þessu. Þannig að ég held að það væri bara vinnunnar og tímans virði þó það séu kannski aðeins fleiri umsóknir.“ Hann tekur sveitarfélög sem dæmi í þessu samhengi og segir sum þeirra horfa fram hjá fólki með mikla stjórnunarreynslu. „Sveitarfélög eru að auglýsa stöður, oft á tíðum ekki lögvernduð störf heldur bara menningarfulltrúa eða verkefnastjóra, þú ert jafnvel oft á tíðum með fólk sem hefur áralanga reynslu af stjórnsýslu, sveitarstjórnarpólitík eða slíku en býr kannski ekki yfir annarri menntun en iðnmenntun eða einhverju slíku. Þannig er það klárlega að verða af gríðarlegum mannauði.“ Er þetta menntahroki að þínu mati? „Já, ég kem ekki öðrum orðum yfir þetta, stórfellt gáleysi getur líka verið eða hugsanaleysi, en já ég vil meina það.“ Hlusta má á viðtalið við Ástþór í fullri lengd í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira