Er Pogba bara að auglýsa sig? Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2021 16:01 Paul Pogba hóf meistaraflokksferil sinn með Manchester United, var hjá Juventus árin 2012-2016 en kom svo aftur til United. Getty/Clive Rose „Er hann að auglýsa sig eða ætlar hann að vera í United í framtíðinni? Ég held að það sé það fyrra,“ sagði Rikki G um Paul Pogba sem blómstrað hefur í liði Manchester United í síðustu leikjum. Pogba skoraði sigurmark United gegn Fulham á miðvikudagskvöld þegar United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Pogba hefur verið afar umdeildur hjá stuðningsmönnum félagsins og var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag hér á Vísi. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Hann er keyptur til United fyrir um 90 milljónir punda 2016. Nánast allir United-stuðningsmenn búnir að láta hann fara í taugarnar á sér, hann sé ekki að leggja sig fram, endalaust að gaspra í fjölmiðlum og umboðsmaðurinn hans að segja að hann vilji komast í burtu. En í síðustu sex leikjum held ég að Paul Pogba sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Rikki, sem hallast að því að Pogba vilji komast í annað stórlið. „Fólk spyr: „Af hverju akkúrat núna? Af hverju er hann byrjaður að bera liðið á herðum sér núna?“ Ég velti fyrir mér hvort hann sé að auglýsa sig. Vill hann fá gott tilboð á borðið næsta sumar frá Spáni eða einhvers staðar frá? Sýna að hann sé þessi leikmaður. Eða breyttist bera hugarfarið, af því að United gengur vel? Af því að hann langar að taka þátt í því og vera stjarna líka. Bruno Fernandes er búinn að sýna að hann getur borið liðið sjálfur og Pogba segir: „Ég get þetta líka“,“ sagði Rikki sem telur líklegra en ekki að Pogba fari frá United næsta sumar. Solskjær ekki háður Pogba? Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort ekki væri slæm staða fyrir United að vera háð duttlungum Pogba – hvort hann nenni að leggja sig fram. Kjartan Atli Kjartansson sagði að sú staða væri breytt, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. United væri ekki háð Pogba og gæti alveg geymt hann á bekknum þegar það ætti við. Þeir Kjartan og Rikki voru hjartanlega sammála um að best væri fyrir United að hafa Pogba áfram. „Líka þegar það er alltaf hætta á því að hann sprengi allt upp?“ spurði Henry. „Já, ef þú ert búinn að búa þannig um hnútana að þú sért ekki háður honum, eins og mér finnst Solskjær hafa gert. Hann á Donny van de Beek líka inni, þó hann spili ekki alveg sömu stöðu. Það yrði ekki skellur fyrir United ef Pogba fer en frábært ef hann verður áfram,“ sagði Kjartan. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Pogba hefst eftir 19 mínútur og 50 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira
Pogba skoraði sigurmark United gegn Fulham á miðvikudagskvöld þegar United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Pogba hefur verið afar umdeildur hjá stuðningsmönnum félagsins og var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag hér á Vísi. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Hann er keyptur til United fyrir um 90 milljónir punda 2016. Nánast allir United-stuðningsmenn búnir að láta hann fara í taugarnar á sér, hann sé ekki að leggja sig fram, endalaust að gaspra í fjölmiðlum og umboðsmaðurinn hans að segja að hann vilji komast í burtu. En í síðustu sex leikjum held ég að Paul Pogba sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Rikki, sem hallast að því að Pogba vilji komast í annað stórlið. „Fólk spyr: „Af hverju akkúrat núna? Af hverju er hann byrjaður að bera liðið á herðum sér núna?“ Ég velti fyrir mér hvort hann sé að auglýsa sig. Vill hann fá gott tilboð á borðið næsta sumar frá Spáni eða einhvers staðar frá? Sýna að hann sé þessi leikmaður. Eða breyttist bera hugarfarið, af því að United gengur vel? Af því að hann langar að taka þátt í því og vera stjarna líka. Bruno Fernandes er búinn að sýna að hann getur borið liðið sjálfur og Pogba segir: „Ég get þetta líka“,“ sagði Rikki sem telur líklegra en ekki að Pogba fari frá United næsta sumar. Solskjær ekki háður Pogba? Henry Birgir Gunnarsson spurði hvort ekki væri slæm staða fyrir United að vera háð duttlungum Pogba – hvort hann nenni að leggja sig fram. Kjartan Atli Kjartansson sagði að sú staða væri breytt, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. United væri ekki háð Pogba og gæti alveg geymt hann á bekknum þegar það ætti við. Þeir Kjartan og Rikki voru hjartanlega sammála um að best væri fyrir United að hafa Pogba áfram. „Líka þegar það er alltaf hætta á því að hann sprengi allt upp?“ spurði Henry. „Já, ef þú ert búinn að búa þannig um hnútana að þú sért ekki háður honum, eins og mér finnst Solskjær hafa gert. Hann á Donny van de Beek líka inni, þó hann spili ekki alveg sömu stöðu. Það yrði ekki skellur fyrir United ef Pogba fer en frábært ef hann verður áfram,“ sagði Kjartan. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan og umræðan um Pogba hefst eftir 19 mínútur og 50 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Sjá meira