Meistararnir ríða á vaðið um mikla bikarhelgi Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2021 10:00 Arsenal er handhafi bikarmeistaratitilsins og freistar þess að komast áfram í 16-liða úrslit í hádeginu. Getty/Adam Davy Þó að risaleikur Manchester United og Liverpool á morgun standi upp úr er fullt af öðrum athyglisverðum leikjum í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta nú um helgina. Bikarveislan hefst á úrvalsdeildarslag þegar Southampton tekur á móti ríkjandi bikarmeisturum Arsenal sem hafa verið að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma fyrir áramót. Leikið er til þrautar í öllum bikarleikjum í vetur, í stað þess að jafntefli þýði að liðin mætist öðru sinni, og því má búast við framlengingum og vítaspyrnukeppnum. Í húfi er sæti í 16-liða úrslitum. Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4) Lið úr fjórum deildum eru enn með í keppninni, þar á meðal D-deildarlið Cheltenham sem tekur í dag á móti heitasta liði Englands þessa dagana, Manchester City. Heimavöllur Cheltenham lætur ekki mikið yfir sér, tekur aðeins rúmlega 7.000 manns í sæti, en þar sem að áhorfendabann þá skiptir það svo sem minna máli. Fjögur Íslendingalið enn með Hitt D-deildarliðið í keppninni er Crawley Town, sem sló út Leeds með eftirminnilegum hætti í síðustu umferð, en Crawley sækir Bournemouth heim á þriðjudagskvöld. Frank Lampard er farinn að agnúast opinberlega út í fjölmiðlamenn fyrir neikvæða umfjöllun og má ekki við því að Chelsea misstígi sig gegn Luton á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða væntanlega á ferðinni með Everton og Burnley. Everton tekur á móti Sheffield Wednesday annað kvöld en Burnley sækir Fulham heim í úrvalsdeildarslag kl. 14.30 á morgun. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall mæta öðru liði úr næstefstu dield, Bristol City, í dag kl. 15. Blackpool, lið Daníels Leós Grétarssonar, sem leikur í C-deild sækir úrvalsdeildarlið Brighton heim á sama tíma. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Bikarveislan hefst á úrvalsdeildarslag þegar Southampton tekur á móti ríkjandi bikarmeisturum Arsenal sem hafa verið að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma fyrir áramót. Leikið er til þrautar í öllum bikarleikjum í vetur, í stað þess að jafntefli þýði að liðin mætist öðru sinni, og því má búast við framlengingum og vítaspyrnukeppnum. Í húfi er sæti í 16-liða úrslitum. Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4) Lið úr fjórum deildum eru enn með í keppninni, þar á meðal D-deildarlið Cheltenham sem tekur í dag á móti heitasta liði Englands þessa dagana, Manchester City. Heimavöllur Cheltenham lætur ekki mikið yfir sér, tekur aðeins rúmlega 7.000 manns í sæti, en þar sem að áhorfendabann þá skiptir það svo sem minna máli. Fjögur Íslendingalið enn með Hitt D-deildarliðið í keppninni er Crawley Town, sem sló út Leeds með eftirminnilegum hætti í síðustu umferð, en Crawley sækir Bournemouth heim á þriðjudagskvöld. Frank Lampard er farinn að agnúast opinberlega út í fjölmiðlamenn fyrir neikvæða umfjöllun og má ekki við því að Chelsea misstígi sig gegn Luton á morgun. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða væntanlega á ferðinni með Everton og Burnley. Everton tekur á móti Sheffield Wednesday annað kvöld en Burnley sækir Fulham heim í úrvalsdeildarslag kl. 14.30 á morgun. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall mæta öðru liði úr næstefstu dield, Bristol City, í dag kl. 15. Blackpool, lið Daníels Leós Grétarssonar, sem leikur í C-deild sækir úrvalsdeildarlið Brighton heim á sama tíma.
Bikarleikir á íþróttarásum Stöðvar 2 um helgina Laugardagur: 12.15 Southampton - Arsenal (Stöð 2 Sport 2) 15.00 West Ham - Doncaster (Stöð 2 Sport 2) 17.30 Cheltenham - Man. City (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur: 12.00 Chelsea - Luton (Stöð 2 Sport 2) 14.30 Fulham - Burnley (Stöð 2 Sport 2) 17.00 Man. Utd - Liverpool (Stöð 2 Sport 2) 20.00 Everton - Sheffield Wednesday (Stöð 2 Sport 4)
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira