RARIK byggir fyrir 750 milljónir króna á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. janúar 2021 14:30 Skóflustungur að nýrri aðstöðu RARIK á Suðurlandi tóku þau (frá vinstri til hægri) Guðlaugur Valtýsson, deildarstjóri framkvæmdasviðs Suðurlandi, Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir, skrifstofustjóri Suðurlandi, Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri og Lárus Einarsson, deildarstjóri rekstrarsviðs á Suðurlandi. RARIK Umfangsmiklar framkvæmdir eru að fara af stað hjá RARIK á Suðurlandi því ákveðið hefur verið að byggja tvö ný hús undir starfsemin á Selfossi, sem munu kostar um sjö hundruð og fimmtíu milljónir króna. RARIK er með mikil umsvif á Suðurlandi en um 40% allra heimtaugaumsókna hjá fyrirtækinu á síðasta ári voru í Árnessýslu. Fyrstu skóflustungurnar af nýju húsunum voru teknar í gær en húsin munu rísa í Larsenstræti 4 á Selfossi við hliðina á Byko en húsin verða ný svæðisskrifstofa RARIK á Suðurlandi. Nýja aðstaðan mun auka hagræði í rekstri RARIK á Suðurlandi og jafnframt bæta vinnuskilyrði starfsmanna fyrirtækisins á svæðinu. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK segir þetta ánægjuleg tímamót. „Við erum með heilmikla starfsemi á Suðurlandi og það hefur verið mjög mikið um að vera í Árnessýslu í mörg ár. Það einfaldar auðvitað starfsemina að vera á einum stað heldur en að vera dreifð á Selfossi þar sem fólk er að vinna mikið saman. Undirbúningur verka annars vegar og síðan verkefnin, sem vinnuflokkarnir eru að vinna,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sem er mjög ánægður með þá uppbyggingu, sem er að fara af stað á Selfossi.RARIK Um er að ræða tvær nýjar byggingar, sem eru tæplega 1600 fermetrar að stærð með aðstöðu fyrir 24 starfsmenn. „Kostnaður er áætlaður um 750 milljónir. Það á samt enn þá eftir að útfæra einhverja þætti þannig að það liggur ekki alveg endanlega fyrir,“ bætir Tryggvi Þór við. Tryggvi Þór segir að umsvif RARIK séu mjög mikil á Suðurlandi, ekki síst í Árnessýslu þar sem miklar byggingaframkvæmdir eiga sér stað. „Já, það hefur verið gríðarlega mikið af heimtaugaumsóknum og nýjum heimtaugum tengdum á undanförnum árum. Mjög mikið auðvitað í frístundabyggðinni, þannig að það hefur verið mjög mikið umfang í nokkuð mörg ár og hefur í rauninni verið þannig að við höfum verið með jafnmargar umsóknir um nýjar heimtaugar í Árnessýslu eins og samtals á landinu á svæði RARIK, þó auðvitað eitthvað misjafnt,“ segir Tryggvi Þór. Afstöðumynd af mannvirkjunum við Larsenstræti 4 á Selfossi, sem RARIK er að fara að byggja.RARIK Árborg Húsnæðismál Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Fyrstu skóflustungurnar af nýju húsunum voru teknar í gær en húsin munu rísa í Larsenstræti 4 á Selfossi við hliðina á Byko en húsin verða ný svæðisskrifstofa RARIK á Suðurlandi. Nýja aðstaðan mun auka hagræði í rekstri RARIK á Suðurlandi og jafnframt bæta vinnuskilyrði starfsmanna fyrirtækisins á svæðinu. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK segir þetta ánægjuleg tímamót. „Við erum með heilmikla starfsemi á Suðurlandi og það hefur verið mjög mikið um að vera í Árnessýslu í mörg ár. Það einfaldar auðvitað starfsemina að vera á einum stað heldur en að vera dreifð á Selfossi þar sem fólk er að vinna mikið saman. Undirbúningur verka annars vegar og síðan verkefnin, sem vinnuflokkarnir eru að vinna,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sem er mjög ánægður með þá uppbyggingu, sem er að fara af stað á Selfossi.RARIK Um er að ræða tvær nýjar byggingar, sem eru tæplega 1600 fermetrar að stærð með aðstöðu fyrir 24 starfsmenn. „Kostnaður er áætlaður um 750 milljónir. Það á samt enn þá eftir að útfæra einhverja þætti þannig að það liggur ekki alveg endanlega fyrir,“ bætir Tryggvi Þór við. Tryggvi Þór segir að umsvif RARIK séu mjög mikil á Suðurlandi, ekki síst í Árnessýslu þar sem miklar byggingaframkvæmdir eiga sér stað. „Já, það hefur verið gríðarlega mikið af heimtaugaumsóknum og nýjum heimtaugum tengdum á undanförnum árum. Mjög mikið auðvitað í frístundabyggðinni, þannig að það hefur verið mjög mikið umfang í nokkuð mörg ár og hefur í rauninni verið þannig að við höfum verið með jafnmargar umsóknir um nýjar heimtaugar í Árnessýslu eins og samtals á landinu á svæði RARIK, þó auðvitað eitthvað misjafnt,“ segir Tryggvi Þór. Afstöðumynd af mannvirkjunum við Larsenstræti 4 á Selfossi, sem RARIK er að fara að byggja.RARIK
Árborg Húsnæðismál Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira