RARIK byggir fyrir 750 milljónir króna á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. janúar 2021 14:30 Skóflustungur að nýrri aðstöðu RARIK á Suðurlandi tóku þau (frá vinstri til hægri) Guðlaugur Valtýsson, deildarstjóri framkvæmdasviðs Suðurlandi, Guðrún Arnbjörg Óttarsdóttir, skrifstofustjóri Suðurlandi, Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri og Lárus Einarsson, deildarstjóri rekstrarsviðs á Suðurlandi. RARIK Umfangsmiklar framkvæmdir eru að fara af stað hjá RARIK á Suðurlandi því ákveðið hefur verið að byggja tvö ný hús undir starfsemin á Selfossi, sem munu kostar um sjö hundruð og fimmtíu milljónir króna. RARIK er með mikil umsvif á Suðurlandi en um 40% allra heimtaugaumsókna hjá fyrirtækinu á síðasta ári voru í Árnessýslu. Fyrstu skóflustungurnar af nýju húsunum voru teknar í gær en húsin munu rísa í Larsenstræti 4 á Selfossi við hliðina á Byko en húsin verða ný svæðisskrifstofa RARIK á Suðurlandi. Nýja aðstaðan mun auka hagræði í rekstri RARIK á Suðurlandi og jafnframt bæta vinnuskilyrði starfsmanna fyrirtækisins á svæðinu. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK segir þetta ánægjuleg tímamót. „Við erum með heilmikla starfsemi á Suðurlandi og það hefur verið mjög mikið um að vera í Árnessýslu í mörg ár. Það einfaldar auðvitað starfsemina að vera á einum stað heldur en að vera dreifð á Selfossi þar sem fólk er að vinna mikið saman. Undirbúningur verka annars vegar og síðan verkefnin, sem vinnuflokkarnir eru að vinna,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sem er mjög ánægður með þá uppbyggingu, sem er að fara af stað á Selfossi.RARIK Um er að ræða tvær nýjar byggingar, sem eru tæplega 1600 fermetrar að stærð með aðstöðu fyrir 24 starfsmenn. „Kostnaður er áætlaður um 750 milljónir. Það á samt enn þá eftir að útfæra einhverja þætti þannig að það liggur ekki alveg endanlega fyrir,“ bætir Tryggvi Þór við. Tryggvi Þór segir að umsvif RARIK séu mjög mikil á Suðurlandi, ekki síst í Árnessýslu þar sem miklar byggingaframkvæmdir eiga sér stað. „Já, það hefur verið gríðarlega mikið af heimtaugaumsóknum og nýjum heimtaugum tengdum á undanförnum árum. Mjög mikið auðvitað í frístundabyggðinni, þannig að það hefur verið mjög mikið umfang í nokkuð mörg ár og hefur í rauninni verið þannig að við höfum verið með jafnmargar umsóknir um nýjar heimtaugar í Árnessýslu eins og samtals á landinu á svæði RARIK, þó auðvitað eitthvað misjafnt,“ segir Tryggvi Þór. Afstöðumynd af mannvirkjunum við Larsenstræti 4 á Selfossi, sem RARIK er að fara að byggja.RARIK Árborg Húsnæðismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Fyrstu skóflustungurnar af nýju húsunum voru teknar í gær en húsin munu rísa í Larsenstræti 4 á Selfossi við hliðina á Byko en húsin verða ný svæðisskrifstofa RARIK á Suðurlandi. Nýja aðstaðan mun auka hagræði í rekstri RARIK á Suðurlandi og jafnframt bæta vinnuskilyrði starfsmanna fyrirtækisins á svæðinu. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK segir þetta ánægjuleg tímamót. „Við erum með heilmikla starfsemi á Suðurlandi og það hefur verið mjög mikið um að vera í Árnessýslu í mörg ár. Það einfaldar auðvitað starfsemina að vera á einum stað heldur en að vera dreifð á Selfossi þar sem fólk er að vinna mikið saman. Undirbúningur verka annars vegar og síðan verkefnin, sem vinnuflokkarnir eru að vinna,“ segir Tryggvi Þór. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sem er mjög ánægður með þá uppbyggingu, sem er að fara af stað á Selfossi.RARIK Um er að ræða tvær nýjar byggingar, sem eru tæplega 1600 fermetrar að stærð með aðstöðu fyrir 24 starfsmenn. „Kostnaður er áætlaður um 750 milljónir. Það á samt enn þá eftir að útfæra einhverja þætti þannig að það liggur ekki alveg endanlega fyrir,“ bætir Tryggvi Þór við. Tryggvi Þór segir að umsvif RARIK séu mjög mikil á Suðurlandi, ekki síst í Árnessýslu þar sem miklar byggingaframkvæmdir eiga sér stað. „Já, það hefur verið gríðarlega mikið af heimtaugaumsóknum og nýjum heimtaugum tengdum á undanförnum árum. Mjög mikið auðvitað í frístundabyggðinni, þannig að það hefur verið mjög mikið umfang í nokkuð mörg ár og hefur í rauninni verið þannig að við höfum verið með jafnmargar umsóknir um nýjar heimtaugar í Árnessýslu eins og samtals á landinu á svæði RARIK, þó auðvitað eitthvað misjafnt,“ segir Tryggvi Þór. Afstöðumynd af mannvirkjunum við Larsenstræti 4 á Selfossi, sem RARIK er að fara að byggja.RARIK
Árborg Húsnæðismál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent