Fótbolti

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn og nældi sér í gult spjald gegn AEK

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sverrir Ingi og félagar gerðu jafntefli í leik þar sem  sigur hefði skilað þeim upp í annað sæti deildarinnar.
Sverrir Ingi og félagar gerðu jafntefli í leik þar sem  sigur hefði skilað þeim upp í annað sæti deildarinnar. Mario Hommes/Getty Images

Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn er PAOK gerði 2-2 jafntefli við AEK Aþenu í grísku úrvalsdeildinni. Fyrr í dag vann topplið Olympiacos 0-1 útisigur á Atromitos Aþenu, Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahópi toppliðsins.

Sverrir Ingi var á sínum stað í miðverði PAOK er liðið tók á móti AEK Aþenu í dag. Miðvörðurinn nældi sér í gult spjald strax á 13. mínútu leiksins. Fimm mínútum síðar kom Evgen Shakhov gestunum í AEK yfir.

José Angel Crespo jafnaði metin fyrir heimamenn þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Staðan því 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja. Konstantinos Galanopoulos kom gestunum yfir snemma í síðari hálfleik en hægri bakvörðurinn Vieirinha jafnaði metin þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur leiksins því 2-2. Það þýðir að AEK fer upp í annað sæti deildarinnar með 37 stig. Þar fyrir neðan eru Aris og PAOK með 36 stig. Olympiacos er svo með örugga forystu á toppi deildarinnar með 48 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×