Yfir sjötíu snjóflóð á tíu dögum: „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 22:05 Óvissustig er enn í gildi á Vestfjörðum og á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Mynd úr safni. Vísir/Samúel Karl Skráð hafa verið 72 snjóflóð hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands síðustu tíu dag. Þar af hafa fallið 33 á Vestfjörðum, 27 á Norðausturlandi og níu á Norðvesturlandi þegar þetta er skrifað en snjóflóðahrina hefur staðið yfir á Vestfjörðum og á Norðurlandi síðan á mánudaginn. Ríflega tuttugu þessara snjóflóða féllu síðasta sólarhringinn. Snjóflóð féll til að mynda yfir Flateyrarveg síðdegis í dag. „Það eru ansi mörg flóð sem hafa fallið í þessari hrinu núna, bæði á Norðurlandi og á Vestfjörðum,“ segir Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum ennþá, aflétting á rýmingum á Flateyri í dag, það er ennþá hættustig í gildi á Ísafirði, þar er sem sagt iðnaðarreitur sem verður endurskoðaður í fyrramálið og það er óvissustig á Norðurlandi áfram en rýmingu á Siglufirði var aflétt í dag.“ Viðbúið er að einhver snjóflóðahætta verði áfram viðloðandi næstu tvo dagana eða svo og fólki því ráðlagt að fylgjast reglulega með stöðunni. „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina á báðum stöðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Og það eru einhver óvenjuleg flóð sem hafa fallið eins og þetta á skíðasvæðinu á Siglufirði sem er stórt og tekur þarna skíðaskála sem reyndar var á skilgreindu hættusvæði. En það hefur í rauninni ekki verið svo mikið aftaka veður í þessari hrinu, heldur er þetta afleiðing af langvarandi snjósöfnun í éljagangi og skafrenningi og í marga daga í svipaðri vindátt,“ útskýrir Harpa. Í flestum tilfellum hafa snjóflóð fallið fjarri byggð og samgöngumannvirkjum en í nokkrum tilfellum hefur flóð fallið yfir veg eða nálægt byggð. „Það hafa fallið flóð yfir Flateyrarveg, núna síðast bara seinni partinn í dag og hann er lokaður. Það féllu flóð í hrinunni yfir veginn um Súðavíkurhlíð en það er búið að opna þar. Það hefur fallið flóð yfir veginn um Eyrarhlíð sem er á milli Ísafjarðar og Hnífsdals en síðast í gær eða í nótt féll flóð þar. Það hafa fallið flóð yfir Ólafsfjarðarveg og svo á Austfjörðum eða á Austurlandi kom líka flóð inn á veginn um Fagradal en það var frekar lítið,“ nefnir Harpa sem dæmi. Þá féllu snjóflóð ofan við Flateyri í morgun og líklega annað í gær sem ekki féllu á varnargarðana en annað þeirra rann meðfram honum. „Annars hafa þau verið auðvitað, fyrir utan flóðið sem féll á skíðasvæðið á Siglufirði í upphafi hrinunnar, þá hefur ekki orðið tjón nema í Skagafirðinum þar sem féll flóð á hross og kofa,“ nefnir Harpa ennfremur. Þá sé möguleiki að flóð hafi fallið í skógrækt. „Þetta eru ansi mörg flóð í heildina.“ Á vef Veðurstofunnar má nálgast snjóflóðaspá sem uppfærð er reglulega og nálgast nauðsynlegar og hjálplegar upplýsingar og tilkynningar vegna snjóflóða á Íslandi. Á korti á vef Veðurstofunnar má sjá hvernig snjóflóð eru flokkuð í nokkra flokka eftir stærð. „Þessar stærðir eru svona eyðileggingarmáttur í flóðunum, en miðað við það að það væri bíll eða hús eða eitthvað þar sem að flóð falla. Oftast eru þau bara uppi í fjalli en þau geta alveg verið stór. Það getur alveg verið stærð þrjú sem að ógnar engu. Þetta er bara hugsað þannig að ef að eitthvað yrði að vegi þessa flóðs þá gæti þetta gerst. Eitt er þá eitthvað sem að ógnar ekki fólki, nema ef einhver myndi falla fram af klettum eða eitthvað þannig, tvö er eitthvað sem getur grafið mann eða ógnað skíðamanni til dæmis og þrjú er þá eitthvað sem getur eyðilagt bíl eða hús eða eitthvað þannig og fjögur er svo orðið ansi stórt,“ útskýrir Harpa. Náttúruhamfarir Veður Almannavarnir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
„Það eru ansi mörg flóð sem hafa fallið í þessari hrinu núna, bæði á Norðurlandi og á Vestfjörðum,“ segir Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum ennþá, aflétting á rýmingum á Flateyri í dag, það er ennþá hættustig í gildi á Ísafirði, þar er sem sagt iðnaðarreitur sem verður endurskoðaður í fyrramálið og það er óvissustig á Norðurlandi áfram en rýmingu á Siglufirði var aflétt í dag.“ Viðbúið er að einhver snjóflóðahætta verði áfram viðloðandi næstu tvo dagana eða svo og fólki því ráðlagt að fylgjast reglulega með stöðunni. „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina á báðum stöðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Og það eru einhver óvenjuleg flóð sem hafa fallið eins og þetta á skíðasvæðinu á Siglufirði sem er stórt og tekur þarna skíðaskála sem reyndar var á skilgreindu hættusvæði. En það hefur í rauninni ekki verið svo mikið aftaka veður í þessari hrinu, heldur er þetta afleiðing af langvarandi snjósöfnun í éljagangi og skafrenningi og í marga daga í svipaðri vindátt,“ útskýrir Harpa. Í flestum tilfellum hafa snjóflóð fallið fjarri byggð og samgöngumannvirkjum en í nokkrum tilfellum hefur flóð fallið yfir veg eða nálægt byggð. „Það hafa fallið flóð yfir Flateyrarveg, núna síðast bara seinni partinn í dag og hann er lokaður. Það féllu flóð í hrinunni yfir veginn um Súðavíkurhlíð en það er búið að opna þar. Það hefur fallið flóð yfir veginn um Eyrarhlíð sem er á milli Ísafjarðar og Hnífsdals en síðast í gær eða í nótt féll flóð þar. Það hafa fallið flóð yfir Ólafsfjarðarveg og svo á Austfjörðum eða á Austurlandi kom líka flóð inn á veginn um Fagradal en það var frekar lítið,“ nefnir Harpa sem dæmi. Þá féllu snjóflóð ofan við Flateyri í morgun og líklega annað í gær sem ekki féllu á varnargarðana en annað þeirra rann meðfram honum. „Annars hafa þau verið auðvitað, fyrir utan flóðið sem féll á skíðasvæðið á Siglufirði í upphafi hrinunnar, þá hefur ekki orðið tjón nema í Skagafirðinum þar sem féll flóð á hross og kofa,“ nefnir Harpa ennfremur. Þá sé möguleiki að flóð hafi fallið í skógrækt. „Þetta eru ansi mörg flóð í heildina.“ Á vef Veðurstofunnar má nálgast snjóflóðaspá sem uppfærð er reglulega og nálgast nauðsynlegar og hjálplegar upplýsingar og tilkynningar vegna snjóflóða á Íslandi. Á korti á vef Veðurstofunnar má sjá hvernig snjóflóð eru flokkuð í nokkra flokka eftir stærð. „Þessar stærðir eru svona eyðileggingarmáttur í flóðunum, en miðað við það að það væri bíll eða hús eða eitthvað þar sem að flóð falla. Oftast eru þau bara uppi í fjalli en þau geta alveg verið stór. Það getur alveg verið stærð þrjú sem að ógnar engu. Þetta er bara hugsað þannig að ef að eitthvað yrði að vegi þessa flóðs þá gæti þetta gerst. Eitt er þá eitthvað sem að ógnar ekki fólki, nema ef einhver myndi falla fram af klettum eða eitthvað þannig, tvö er eitthvað sem getur grafið mann eða ógnað skíðamanni til dæmis og þrjú er þá eitthvað sem getur eyðilagt bíl eða hús eða eitthvað þannig og fjögur er svo orðið ansi stórt,“ útskýrir Harpa.
Náttúruhamfarir Veður Almannavarnir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira