„Notaði hana til að reka fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. janúar 2021 15:30 Ásdís Rán hefur ekki heyrt í vinkonu sinni í yfir þrjú ár. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og ein þekktasta fyrirsæta landsins, ræðir um samband sitt við Ruja Ignatova sem hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október 2017 í hlaðvarpinu HæHæ með þeim Hjálmari Erni og Helga Jean. Ásdís kom óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára en málið teygði sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Ignatova var eftirlýst af FBI þegar hún hvarf. Ruja stofnaði fyrirtækið OneCoin sem sýslaði með rafmyntir. „Ég var að vinna fyrir fyrirtækið hennar og sá um viðburði og svoleiðis. Ég var með henni alveg í tvo mánuði áður en hún hvarf svo fer ég heim og tíu dögum seinna hverfur hún,“ segir Ásdís Rán og bætir við að hún hafi verið mjög ákveðin viðskiptakona. „Hún átti IceQueen fyrirtækið með mér áður en hún varð svona rík. Hún var helmingseigandi af því fyrirtæki“, segir Ásdís Rán sem lýsir henni sem mjög ákveðinni konu. „Ég notaði hana til að reka fólk. Af því ég gat það ekki sjálf. Ég sendi þau inn til hennar og sá síðan þau koma grátandi út.“ Hvað er talið hafa gerst? „Hún var orðinn allt of rík. Það voru komnar getgátur að hún væri að svíkja undan skatti. Það var mikið af svörtum peningi í gangi sem voru faldir út um allan heim. Þetta var einhvern veginn rakið. Hún var búin að fá á sig nokkrar kærur í nokkrum löndum. Það var fyrirhuguð rannsókn á fjármálasvikum. Það er samt ekki búið að dæma neitt í þessum málum.“ Ásdís segist ekki hafa notið auðæfanna öðruvísi en Ruja hafi borgað henni fín laun og alltaf verið gefa börnunum hennar eitthvað. Þegar Ruja hvarf reyndi Ásdís að hringja í hana í tvo daga. „Hún er svona manneskja sem er alltaf á Internetinu. Alltaf logguð inn alls staðar. Hún var bara ekkert online. Það liðu nokkrir klukkutímar. Ég spurði hvað er í gangi. Fyrst var það einn dagur, svo tveir dagar. Ég fer að hringja í alla í kringum hana en enginn veit neitt,“ segir Ásdís sem hefur ekki heyrt neitt frá henni á þessum þremur ár. Hvað grunar þig að hafa gerst? „Ég get aldrei verið alveg viss um að hún hafi látið sig hverfa. Mig grunar náttúrulega helst að hún hafi látið sig hverfa út af því það var búið að gefa út handtökuskipun á hana í nokkrum löndum út af skattamálum,“ segir Ásdís en bróðir Ruju hefur nú þegar fengið tuttugu ára dóm fyrir skattsvik. Búlgarska mafían er nokkuð þekkt en Ásdís hræðist þá ekki. „Þeir eru rosalega góðir vinir mínir og ég er alveg vernduð. Ég er fyrrum fótboltaeiginkona og þeir eiga fótboltaliðin. Þeir þora ekkert að fokka í mér,“ segir Ásdís sem fer reglulega í veislur með mönnum í mafíunni og þá sjást byssur út um allt. Klippa: Notaði hana til að reka fólk Íslendingar erlendis Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Sjá meira
Ásdís kom óvænt við sögu í einhverju stærsta fjársvikamáli síðari ára en málið teygði sig til 175 landa. Ein besta vinkona Ásdísar Ránar frá Búlgaríuárunum, Ruja Ignatova, er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Ignatova var eftirlýst af FBI þegar hún hvarf. Ruja stofnaði fyrirtækið OneCoin sem sýslaði með rafmyntir. „Ég var að vinna fyrir fyrirtækið hennar og sá um viðburði og svoleiðis. Ég var með henni alveg í tvo mánuði áður en hún hvarf svo fer ég heim og tíu dögum seinna hverfur hún,“ segir Ásdís Rán og bætir við að hún hafi verið mjög ákveðin viðskiptakona. „Hún átti IceQueen fyrirtækið með mér áður en hún varð svona rík. Hún var helmingseigandi af því fyrirtæki“, segir Ásdís Rán sem lýsir henni sem mjög ákveðinni konu. „Ég notaði hana til að reka fólk. Af því ég gat það ekki sjálf. Ég sendi þau inn til hennar og sá síðan þau koma grátandi út.“ Hvað er talið hafa gerst? „Hún var orðinn allt of rík. Það voru komnar getgátur að hún væri að svíkja undan skatti. Það var mikið af svörtum peningi í gangi sem voru faldir út um allan heim. Þetta var einhvern veginn rakið. Hún var búin að fá á sig nokkrar kærur í nokkrum löndum. Það var fyrirhuguð rannsókn á fjármálasvikum. Það er samt ekki búið að dæma neitt í þessum málum.“ Ásdís segist ekki hafa notið auðæfanna öðruvísi en Ruja hafi borgað henni fín laun og alltaf verið gefa börnunum hennar eitthvað. Þegar Ruja hvarf reyndi Ásdís að hringja í hana í tvo daga. „Hún er svona manneskja sem er alltaf á Internetinu. Alltaf logguð inn alls staðar. Hún var bara ekkert online. Það liðu nokkrir klukkutímar. Ég spurði hvað er í gangi. Fyrst var það einn dagur, svo tveir dagar. Ég fer að hringja í alla í kringum hana en enginn veit neitt,“ segir Ásdís sem hefur ekki heyrt neitt frá henni á þessum þremur ár. Hvað grunar þig að hafa gerst? „Ég get aldrei verið alveg viss um að hún hafi látið sig hverfa. Mig grunar náttúrulega helst að hún hafi látið sig hverfa út af því það var búið að gefa út handtökuskipun á hana í nokkrum löndum út af skattamálum,“ segir Ásdís en bróðir Ruju hefur nú þegar fengið tuttugu ára dóm fyrir skattsvik. Búlgarska mafían er nokkuð þekkt en Ásdís hræðist þá ekki. „Þeir eru rosalega góðir vinir mínir og ég er alveg vernduð. Ég er fyrrum fótboltaeiginkona og þeir eiga fótboltaliðin. Þeir þora ekkert að fokka í mér,“ segir Ásdís sem fer reglulega í veislur með mönnum í mafíunni og þá sjást byssur út um allt. Klippa: Notaði hana til að reka fólk
Íslendingar erlendis Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Sjá meira