Lukaku og Zlatan hnakkrifust og móðguðu fjölskyldumeðlimi hvor annars Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 10:00 Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic var heitt í hamsi í leik Mílanó-liðanna, Inter og AC Milan, á San Siro í gær. getty/Nicolò Campo Samherjunum fyrrverandi, Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic, sinnaðist þegar Inter og AC Milan áttust við í átta liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í gær. Zlatan kom Milan yfir á 31. mínútu með sínu fjórtánda marki á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleiks lenti þeim Lukaku saman, þeir nudduðu saman höfðum eins og reiðir hrútar og létu hvorn annan heyra það. Þeir fengu báðir gult spjald. Lukaku og Zlatan léku saman hjá Manchester United og kom vel saman. Vináttan var þó hvergi sjáanleg þegar þeir rifust í gær. Zlatan á að hafa kallað Lukaku asna og móðgað móður hans. Belginn á aftur á móti að hafa látið miður falleg ummæli falla um eiginkonu Svíans. Eftir að flautað var til hálfleiks reyndi Lukaku að elta Zlatan þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja en liðsfélagar hans héldu aftur af honum. Lukaku virtist hafa róast í hálfleikshléinu en Zlatan var ekki hættur og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Aleksandar Kolarov á 58. mínútu. Inter nýtti sér liðsmuninn. Lukaku jafnaði úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1, Inter í vil sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, sagði að Zlatan hefði beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn. „Hann baðst afsökunar eins og meistarinn sem hann er. Hann fór aðeins fram úr sér í að hjálpa liðinu,“ sagði Pioli. Milan hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deild og bikar. Á laugardaginn laut liðið í lægra haldi fyrir Atalanta, 0-3, í ítölsku úrvalsdeildinni. Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Zlatan kom Milan yfir á 31. mínútu með sínu fjórtánda marki á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleiks lenti þeim Lukaku saman, þeir nudduðu saman höfðum eins og reiðir hrútar og létu hvorn annan heyra það. Þeir fengu báðir gult spjald. Lukaku og Zlatan léku saman hjá Manchester United og kom vel saman. Vináttan var þó hvergi sjáanleg þegar þeir rifust í gær. Zlatan á að hafa kallað Lukaku asna og móðgað móður hans. Belginn á aftur á móti að hafa látið miður falleg ummæli falla um eiginkonu Svíans. Eftir að flautað var til hálfleiks reyndi Lukaku að elta Zlatan þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja en liðsfélagar hans héldu aftur af honum. Lukaku virtist hafa róast í hálfleikshléinu en Zlatan var ekki hættur og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Aleksandar Kolarov á 58. mínútu. Inter nýtti sér liðsmuninn. Lukaku jafnaði úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1, Inter í vil sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, sagði að Zlatan hefði beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn. „Hann baðst afsökunar eins og meistarinn sem hann er. Hann fór aðeins fram úr sér í að hjálpa liðinu,“ sagði Pioli. Milan hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deild og bikar. Á laugardaginn laut liðið í lægra haldi fyrir Atalanta, 0-3, í ítölsku úrvalsdeildinni.
Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira