Ósannað að aðstoð við mæðgur sem komu til landsins hafi verið refsiverð Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2021 15:30 Mægurnar komu með flugi til Keflavíkur frá Spáni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tvo af ákæru um að hafa skipulagt og aðstoðað konu og tvær dætur hennar að koma ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja um hæli hér á landi. Í ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið og fengið staðfest hjá sýslumanni boðsbréf fyrir mæðgurnar og greitt hluta ferðakostnaðar þeirra mæðgna til Íslands. Voru mennirnir með háttsemi sinni taldir af ákæruvaldinu hafa gerst brotlegir við lög um útlendinga með því að aðstoða mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hérlendis. Stöðvuð við almennt umferðareftirlit Í dómnum kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi í júní 2019 stöðvað bíl við almennt umferðareftirlit, en í framsæti bílsins hafi verið ákærðu og mæðgurnar í aftursæti. Móðirin sagðist þá vera nýkomin til landsins ásamt dætrum sínum frá Spáni og hafi ætlað að ferðast með þeim um landið í einn mánuð. Sagði hún annan hinna ákærðu hafa verið vin sinn sem hafi boðið þeim mæðgum til landsins. Hjá lögreglu hafi þá vaknað grunur um að ákærðu hefðu aðstoðað mæðgurnar við að komast ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli. Voru þau því flutt á lögreglustöð þar sem móðirin sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir sig og dæturnar. Ákæruvaldið dró í land Í upphaflegri ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið boðsbréf „í þeim tilgangi að þær fengju vegabréfsáritun sem ferðamenn til Íslands“, en við upphaf málflutnings ákvað sækjandi hins vegar að falla frá þeim lið ákærunnar. Í niðurstöðu dómsins segir að með því að falla frá þeim lið megi segja að ákæruvaldið hafi dregið töluvert í land í lýsingu á hinni meintu refsiverðu háttsemi ákærðu. Eftir breytinguna standi aðeins eftir að brot ákærðu sé talið felast í því að hafa skipulagt og/eða aðstoðað mæðgurnar við að koma til Íslands. Hafi sú aðstoð verið fólgin í því að útbúa boðsbréf og greiða hluta ferðakostnaðar þeirra, en með því hafi ákærðu aðstoðað mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hér á landi. Boðsbréfið ekki skilyrði fyrir að þær kæmust til Íslands Hinir ákærðu könnuðust við að hafa útbúið boðsbréf fyrir mæðgurnar í þeim tilgangi að þær kæmust frá heimalandi sínu og til Spánar. Þá hafi annar ákærðu einnig greitt fyrir farmiðana samkvæmt beiðni hins sem ákærður var í málinu. Þeir neituðu því hins vegar báðir að hafa með ólöglegum hætti skipulagt ferð mæðgnanna hingað til lands og hvað þá gert það í þeim tilgangi að þær myndu sækja um hæli hér á landi. „Ekki liggur fyrir að umrætt boðsbréf hafi verið algert skilyrði fyrir því að þær mæðgur kæmust hingað til lands og ekki verður séð að það að greiða farmiða fyrir þær frá Spáni til Íslands hafi verið ólöglegt eins og atvikum málsins er háttað. En ekki verður annað séð en mæðgurnar hafi ferðast hingað til lands á eigin nöfnum, með eigin vegabréf og þá verður ekki séð að ákærðu hafi aðhafast eitthvað í þá átt að villa um fyrir yfirvöldum beinlínis í þeim tilgangi að koma mæðgunum ólöglega til Íslands. En líkur standa til þess að mæðgurnar hefðu getað komið hingað til lands án þess að ákærðu hefðu aðstoðað þær með einhverjum hætti hefðu þær haft fjármuni til að greiða fargjaldið frá Spáni til Íslands. Því verður ekki fullyrt að ákærðu hafi aðstoðað mæðgurnar með ólöglegum hætti við að koma hingað til lands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli og þar með gerst sekir um refsiverða háttsemi,“ segir í dómnum. Dómurinn lítur einnig til þess að í ákvæði útlendingalaga, sem meint brot ákærðu var talið varða við, sé því ekki lýst í hverju sú aðstoð geti verið fólgin sem telst refsiverð í skilningi ákvæðisins. „Því verður það að vera hafið yfir allan vafa að sú háttsemi, sem er talin varða við ákvæðið, geti talist refsiverð.“ Því séu ákærðu báðir sýknaðir af refsikröfu ákæruvaldsins í málinu. Allur sakarkostnaður skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin laun og ferðakostnaður verjenda, auk túlkaþjónustu. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið og fengið staðfest hjá sýslumanni boðsbréf fyrir mæðgurnar og greitt hluta ferðakostnaðar þeirra mæðgna til Íslands. Voru mennirnir með háttsemi sinni taldir af ákæruvaldinu hafa gerst brotlegir við lög um útlendinga með því að aðstoða mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hérlendis. Stöðvuð við almennt umferðareftirlit Í dómnum kemur fram að lögreglan á Suðurnesjum hafi í júní 2019 stöðvað bíl við almennt umferðareftirlit, en í framsæti bílsins hafi verið ákærðu og mæðgurnar í aftursæti. Móðirin sagðist þá vera nýkomin til landsins ásamt dætrum sínum frá Spáni og hafi ætlað að ferðast með þeim um landið í einn mánuð. Sagði hún annan hinna ákærðu hafa verið vin sinn sem hafi boðið þeim mæðgum til landsins. Hjá lögreglu hafi þá vaknað grunur um að ákærðu hefðu aðstoðað mæðgurnar við að komast ólöglega til Íslands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli. Voru þau því flutt á lögreglustöð þar sem móðirin sótti um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir sig og dæturnar. Ákæruvaldið dró í land Í upphaflegri ákæru kom fram að mennirnir hafi útbúið boðsbréf „í þeim tilgangi að þær fengju vegabréfsáritun sem ferðamenn til Íslands“, en við upphaf málflutnings ákvað sækjandi hins vegar að falla frá þeim lið ákærunnar. Í niðurstöðu dómsins segir að með því að falla frá þeim lið megi segja að ákæruvaldið hafi dregið töluvert í land í lýsingu á hinni meintu refsiverðu háttsemi ákærðu. Eftir breytinguna standi aðeins eftir að brot ákærðu sé talið felast í því að hafa skipulagt og/eða aðstoðað mæðgurnar við að koma til Íslands. Hafi sú aðstoð verið fólgin í því að útbúa boðsbréf og greiða hluta ferðakostnaðar þeirra, en með því hafi ákærðu aðstoðað mæðgurnar við að koma ólöglega til Íslands og sækja um hæli hér á landi. Boðsbréfið ekki skilyrði fyrir að þær kæmust til Íslands Hinir ákærðu könnuðust við að hafa útbúið boðsbréf fyrir mæðgurnar í þeim tilgangi að þær kæmust frá heimalandi sínu og til Spánar. Þá hafi annar ákærðu einnig greitt fyrir farmiðana samkvæmt beiðni hins sem ákærður var í málinu. Þeir neituðu því hins vegar báðir að hafa með ólöglegum hætti skipulagt ferð mæðgnanna hingað til lands og hvað þá gert það í þeim tilgangi að þær myndu sækja um hæli hér á landi. „Ekki liggur fyrir að umrætt boðsbréf hafi verið algert skilyrði fyrir því að þær mæðgur kæmust hingað til lands og ekki verður séð að það að greiða farmiða fyrir þær frá Spáni til Íslands hafi verið ólöglegt eins og atvikum málsins er háttað. En ekki verður annað séð en mæðgurnar hafi ferðast hingað til lands á eigin nöfnum, með eigin vegabréf og þá verður ekki séð að ákærðu hafi aðhafast eitthvað í þá átt að villa um fyrir yfirvöldum beinlínis í þeim tilgangi að koma mæðgunum ólöglega til Íslands. En líkur standa til þess að mæðgurnar hefðu getað komið hingað til lands án þess að ákærðu hefðu aðstoðað þær með einhverjum hætti hefðu þær haft fjármuni til að greiða fargjaldið frá Spáni til Íslands. Því verður ekki fullyrt að ákærðu hafi aðstoðað mæðgurnar með ólöglegum hætti við að koma hingað til lands í þeim tilgangi að sækja hér um hæli og þar með gerst sekir um refsiverða háttsemi,“ segir í dómnum. Dómurinn lítur einnig til þess að í ákvæði útlendingalaga, sem meint brot ákærðu var talið varða við, sé því ekki lýst í hverju sú aðstoð geti verið fólgin sem telst refsiverð í skilningi ákvæðisins. „Því verður það að vera hafið yfir allan vafa að sú háttsemi, sem er talin varða við ákvæðið, geti talist refsiverð.“ Því séu ákærðu báðir sýknaðir af refsikröfu ákæruvaldsins í málinu. Allur sakarkostnaður skal greiddur úr ríkissjóði, þar með talin laun og ferðakostnaður verjenda, auk túlkaþjónustu.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira