„Hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. janúar 2021 19:04 Helena ræddi um komandi landsliðsþjálfara í viðtali á Stöð 2 í kvöld. vísir/skjáskot Helena Ólafsdóttir, spekingur Stöð 2 Sport og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, hefði viljað sjá Elísabetu Gunnarsdóttur taka við kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta sagði hún í Sportpakkanum á Stöð 2. Það kom ljós í síðustu viku að Elísabet myndi ekki taka við íslenska landsliðinu. Samningaviðræður KSÍ og hennar gengu ekki upp og sagði Elísabet sjálf að hún hefði verið verulega óhress með það. „Það er verið að ræða um tvo frábæra þjálfara. Maður sá ákveðinn sjarma í að að Beta yrði ráðin í starfið. Í upphafi viðræðna hafa menn væntanlega gert sér grein fyrir því að hún er nýbúin að skrifa undir samning við Kristianstad og því þyrfti að leysa þetta ár sem hún væri að stýra tveimur liðum. Ég var því hissa á að þetta hafi ekki gengið upp því þeir fóru í viðræðurnar með þessa vitneskju. Að mati KSÍ hefur hún of mikið á sinni könnu,“ sagði Helena. „Í þessu tilfelli þá ætlaði hún bara að klára árið í Svíþjóð. Það eru æfingaleikir með landsliðinu í vor og undankeppni í haust en ég hefði haldið, með góðum aðstoðarmanni, að þá væri hægt að bjarga þessu þar sem hún hefur mikinn áhuga á landsliðsstarfinu. Ég sá fyrir mér að hún yrði næstu fimm árin með þetta landslið.“ Elísabet hefur lengi verið við störf í sænska boltanum þar sem hún þjálfar lið Kristianstad og hefur gert þar frábæra hluti. „Ég held að það hefði verið hægt að leysa þetta því það eru fordæmi fyrir því. Það sem hræðir mig er að ég hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna.“ „Hún er að fara í Meistaradeildina með Kristianstad og er búin að vinna þrekvirki þar. Ég get séð hana fara í eitthvað stærra og meira og ég veit ekki hvar við yrðum í röðinni þegar þar að kemur. Það er framtíðin og enginn veit hver hún verður.“ Næstur á blaði, að mati Helenu og svo margra annarra, er margfaldi Íslandmeistarinn Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn þjálfar í dag lið Breiðabliks. „Það lítur allt út fyrir að það verði Þorsteinn og ég fagna því að það verði maður sem gjörþekkir íslenska fótboltann. Bæði hefur hann þjálfað marga hér heima og erlendis. Það er það sem skiptir máli.“ „Það er ekkert alltaf sem eins góðir kostir hafa verið í boði. Það sem er svekkjandi við að hafa misst af Betu er að hún er hámenntuð, búin að taka hæstu gráðuna í þjálfum og er tilbúin. En það er Steini líka. Hann hefur verið lengi með Blika og þetta er kannski sjálfsagt skref á hans ferli.“ Klippa: Sportpakkinn - Helena um landsliðsþjálfarastarfið KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16 Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54 Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlín orðuð við lið í efstu deild Englands Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Dagskráin í dag: Gummi með átján bolta á lofti á lokakvöldi Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Sjá meira
Það kom ljós í síðustu viku að Elísabet myndi ekki taka við íslenska landsliðinu. Samningaviðræður KSÍ og hennar gengu ekki upp og sagði Elísabet sjálf að hún hefði verið verulega óhress með það. „Það er verið að ræða um tvo frábæra þjálfara. Maður sá ákveðinn sjarma í að að Beta yrði ráðin í starfið. Í upphafi viðræðna hafa menn væntanlega gert sér grein fyrir því að hún er nýbúin að skrifa undir samning við Kristianstad og því þyrfti að leysa þetta ár sem hún væri að stýra tveimur liðum. Ég var því hissa á að þetta hafi ekki gengið upp því þeir fóru í viðræðurnar með þessa vitneskju. Að mati KSÍ hefur hún of mikið á sinni könnu,“ sagði Helena. „Í þessu tilfelli þá ætlaði hún bara að klára árið í Svíþjóð. Það eru æfingaleikir með landsliðinu í vor og undankeppni í haust en ég hefði haldið, með góðum aðstoðarmanni, að þá væri hægt að bjarga þessu þar sem hún hefur mikinn áhuga á landsliðsstarfinu. Ég sá fyrir mér að hún yrði næstu fimm árin með þetta landslið.“ Elísabet hefur lengi verið við störf í sænska boltanum þar sem hún þjálfar lið Kristianstad og hefur gert þar frábæra hluti. „Ég held að það hefði verið hægt að leysa þetta því það eru fordæmi fyrir því. Það sem hræðir mig er að ég hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna.“ „Hún er að fara í Meistaradeildina með Kristianstad og er búin að vinna þrekvirki þar. Ég get séð hana fara í eitthvað stærra og meira og ég veit ekki hvar við yrðum í röðinni þegar þar að kemur. Það er framtíðin og enginn veit hver hún verður.“ Næstur á blaði, að mati Helenu og svo margra annarra, er margfaldi Íslandmeistarinn Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn þjálfar í dag lið Breiðabliks. „Það lítur allt út fyrir að það verði Þorsteinn og ég fagna því að það verði maður sem gjörþekkir íslenska fótboltann. Bæði hefur hann þjálfað marga hér heima og erlendis. Það er það sem skiptir máli.“ „Það er ekkert alltaf sem eins góðir kostir hafa verið í boði. Það sem er svekkjandi við að hafa misst af Betu er að hún er hámenntuð, búin að taka hæstu gráðuna í þjálfum og er tilbúin. En það er Steini líka. Hann hefur verið lengi með Blika og þetta er kannski sjálfsagt skref á hans ferli.“ Klippa: Sportpakkinn - Helena um landsliðsþjálfarastarfið
KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16 Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54 Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Körfubolti Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlín orðuð við lið í efstu deild Englands Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Man City komst í umspilið eftir allt saman Í beinni: Lokaumferðin í Meistaradeildinni Freyr sagður vilja Sævar Atla til Brann Leiðarlok hjá Gerrard og Al Ettifaq Foden skýtur á Southgate Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Amorim og Rashford talast ekki við Allt sem þú þarft að vita fyrir lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld Ein besta knattspyrnukona heims gifti sig og skipti um nafn Mikael Egill semur við Genoa en klárar tímabilið í Feneyjum Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Freyr óttast það versta eftir leiðindaatvik á æfingu Brann Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Dagskráin í dag: Gummi með átján bolta á lofti á lokakvöldi Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16
Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54
Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25