Endurræsir ferilinn í Gautaborg eftir „gríðarleg vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2021 10:01 Kolbeinn Sigþórsson í búningi IFK Gautaborgar. ifkgoteborg.se „Ég veit að ef ég stend mig vel hérna er þetta gott tækifæri til að „kickstarta“ ferlinum á nýjan leik,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, annar af markahæstu landsliðsmönnum Íslands í fótbolta frá upphafi, sem orðinn er leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð. Kolbeinn ræddi við Vísi í gærkvöld eftir að hafa verið kynntur sem nýjasti framherji Gautaborgarliðsins. Hann vonast til að spila sína fyrstu leiki fyrir liðið eftir mánuð. Kolbeinn kemur til Gautaborgar eftir tvö ár hjá öðru sænsku félagi, AIK. Ár sem Kolbeinn lýsir sem gríðarlegum vonbrigðum. Íslendingar þekkja Kolbein auðvitað sem algjöra markavél – hann deilir markametinu í landsliðinu (26 mörk) með Eiði Smára Guðjohnsen – en á COVID-árinu 2020 skoraði hann hvorki fyrir AIK né landsliðið: Situr í mér að hafa ekki skorað neitt mark „Ég skoraði ekki neitt mark á síðasta ári og auðvitað situr það í mér. Hungrið er til staðar og þessu vil ég breyta. Byggja mig upp þannig að ég sé í mínu besta formi og geti breytt leikjum fyrir mitt lið. Gautaborgarliðið hefur sýnt að ætlunin er að byggja mig upp þannig að ég komist í mitt besta stand, ekki flýta sér of mikið og taka áhættur, og þá er allt opið,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn, sem verður 31 árs í mars, lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði AIK í fyrra en kom 13 sinnum inn á sem varamaður. Á fyrra ári sínu hjá félaginu skoraði hann þrjú mörk í 17 deildarleikjum. Líkt og fyrr á ferli Kolbeins, sem ekki hefur náð því flugi sem vonir stóðu til þegar hann var framherji Ajax og síðar ein af stjörnum Íslands á EM 2016, gerðu meiðsli honum afar erfitt fyrir. Kolbeinn Sigþórsson lýsir tímanum hjá AIK sem gríðarlegum vonbrigðum. „Þessi tvö ár hjá AIK eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég lenti í allt of miklum meiðslum, bakslag eftir bakslag, og náði mér aldrei í það form að ég gæti spilað með þeim gæðum sem ég hef til að nýtast liðinu. Svo má líka segja að við spiluðum mikinn varnarbolta, svo að þegar maður spilaði þá fékk maður ekki eins mörg færi og maður vildi. En þetta snýst um að vera heill, í toppformi og að spila vel, og það gekk ekki upp þarna. Svo lengi sem að ég kemst í form, spila í liði sem að vill spila í gegnum framherjann og nýta hann, er ég bjartsýnn á að koma til baka og sýna mitt rétta andlit,“ segir Kolbeinn. Dýrkeypt að missa af undirbúningstímabilinu Eftir að hafa tryggt Íslandi sigur gegn Englandi á EM 2016 spilaði Kolbeinn varla keppnisleik fyrr en hann kom til AIK 2019, bæði vegna alvarlegra meiðsla þegar hann var nýkominn að láni til Galatasaray í Tyrklandi, og vegna deilu við eiganda Nantes í Frakklandi. „Ég kom úr mjög erfiðum meiðslum eftir þetta „Galatasaray-ævintýri“ þar sem ég var frá keppni í eitt og hálft ár. Ég átti svo sem fínt „kombakk“-ár 2019 með AIK, var kominn í fínt stand og byrjaður að skora með landsliðinu líka. Þetta leit mjög vel út. En í fyrra missti ég svo af öllu undirbúningstímabilinu, hoppaði í raun inn í fyrsta leik á tímabilinu án þess að hafa byggt líkamann upp fyrir það, og það hefur mikil áhrif. Eftir það komu meiðsli eftir meiðsli, og þá nær maður ekkert að sýna það sem krafist er af manni,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markametið með landsliðinu með þessu marki gegn Andorra.VÍSIR/VILHELM Fyrir fáeinum árum var IFK Gautaborg eitt albesta lið Svíþjóðar og barðist um sænska meistaratitilinn ár eftir ár. Í fyrra endaði liðið hins vegar í 12. sæti, eftir að hafa verið í fallbaráttu, og Kolbeinn segir alveg ljóst að stefnan sé sett mun hærra hjá forráðamönnum félagsins sem áður hafa reynt að fá Kolbein: Sýnt áhuga í langan tíma „Þeir hafa sýnt mér áhuga síðan 2017-2018. Eftir tímann hjá Galatasaray, þegar ég var meiddur, vildu þeir fá mig en ég var efins á þeim tíma varðandi það að byggja hnéð upp aftur á gervigrasi. Þess vegna tók ég ekki þann slag því ég vildi frekar vera á grasi og í hita. Þeir hafa sýnt áhuga á að fá mig síðan þá, gerðu það aftur núna í janúar og mér fannst þetta rétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Þetta er félag sem á að vera mikið hærra á töflunni, við toppinn. Þetta er þannig klúbbur og það heillar mig. Ég er spenntur fyrir að fá að vera með því Ég þekki klúbbinn bara af góðu. Íslendingarnir sem hafa verið hérna tala bara vel um hann og þetta er toppklúbbur hér í Skandinavíu. Þeir eru búnir að hreinsa aðeins til eftir síðasta tímabil og eru að byggja upp í kringum liðið. Þeir vildu fá inn framherja sem þeir vilja nota mikið, sem hefur ákveðin gildi, og ég er bara mjög sáttur með hvernig þeir leggja þetta upp,“ segir Kolbeinn. Tilboð héðan og þaðan í heiminum en vildi vera nálægt Íslandi Á meðal þeirra Íslendinga sem hafa leikið með IFK Gautaborg er Hjálmar Jónsson en þessi fyrrverandi Egilsstaðabúi lék allan sinn atvinnumannsferil, frá 2002-2016, með liðinu og starfar enn hjá félaginu: „Jú, goðsögnin er hérna. Hann er með U19-liðið. Ég talaði líka við Ragga Sig sem hefur verið hérna, og fleiri sem ég þekki, og þeir báru allir félaginu vel söguna,“ segir Kolbeinn. Aðspurður hvort fleira hafi komið til greina en að ganga í raðir IFK Gautaborgar segir Kolbeinn: „Það voru einhverjir kostir í stöðunni, hér og þar út um heim, en ekkert sem var það áhugavert að mig langaði að taka þann slag. Ég vildi vera eins nálægt Íslandi og hægt var, og hugsaði með mér að fengi ég góðan kost á Norðurlöndunum eða þar nálægt í Evrópu, þá myndi ég kjósa það. Sú varð raunin.“ Síðari hluti viðtalsins, þar sem Kolbeinn ræðir um íslenska landsliðið, kemur inn hér á Vísi síðar í dag. Sænski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Kolbeinn ræddi við Vísi í gærkvöld eftir að hafa verið kynntur sem nýjasti framherji Gautaborgarliðsins. Hann vonast til að spila sína fyrstu leiki fyrir liðið eftir mánuð. Kolbeinn kemur til Gautaborgar eftir tvö ár hjá öðru sænsku félagi, AIK. Ár sem Kolbeinn lýsir sem gríðarlegum vonbrigðum. Íslendingar þekkja Kolbein auðvitað sem algjöra markavél – hann deilir markametinu í landsliðinu (26 mörk) með Eiði Smára Guðjohnsen – en á COVID-árinu 2020 skoraði hann hvorki fyrir AIK né landsliðið: Situr í mér að hafa ekki skorað neitt mark „Ég skoraði ekki neitt mark á síðasta ári og auðvitað situr það í mér. Hungrið er til staðar og þessu vil ég breyta. Byggja mig upp þannig að ég sé í mínu besta formi og geti breytt leikjum fyrir mitt lið. Gautaborgarliðið hefur sýnt að ætlunin er að byggja mig upp þannig að ég komist í mitt besta stand, ekki flýta sér of mikið og taka áhættur, og þá er allt opið,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn, sem verður 31 árs í mars, lék aðeins fimm deildarleiki í byrjunarliði AIK í fyrra en kom 13 sinnum inn á sem varamaður. Á fyrra ári sínu hjá félaginu skoraði hann þrjú mörk í 17 deildarleikjum. Líkt og fyrr á ferli Kolbeins, sem ekki hefur náð því flugi sem vonir stóðu til þegar hann var framherji Ajax og síðar ein af stjörnum Íslands á EM 2016, gerðu meiðsli honum afar erfitt fyrir. Kolbeinn Sigþórsson lýsir tímanum hjá AIK sem gríðarlegum vonbrigðum. „Þessi tvö ár hjá AIK eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég lenti í allt of miklum meiðslum, bakslag eftir bakslag, og náði mér aldrei í það form að ég gæti spilað með þeim gæðum sem ég hef til að nýtast liðinu. Svo má líka segja að við spiluðum mikinn varnarbolta, svo að þegar maður spilaði þá fékk maður ekki eins mörg færi og maður vildi. En þetta snýst um að vera heill, í toppformi og að spila vel, og það gekk ekki upp þarna. Svo lengi sem að ég kemst í form, spila í liði sem að vill spila í gegnum framherjann og nýta hann, er ég bjartsýnn á að koma til baka og sýna mitt rétta andlit,“ segir Kolbeinn. Dýrkeypt að missa af undirbúningstímabilinu Eftir að hafa tryggt Íslandi sigur gegn Englandi á EM 2016 spilaði Kolbeinn varla keppnisleik fyrr en hann kom til AIK 2019, bæði vegna alvarlegra meiðsla þegar hann var nýkominn að láni til Galatasaray í Tyrklandi, og vegna deilu við eiganda Nantes í Frakklandi. „Ég kom úr mjög erfiðum meiðslum eftir þetta „Galatasaray-ævintýri“ þar sem ég var frá keppni í eitt og hálft ár. Ég átti svo sem fínt „kombakk“-ár 2019 með AIK, var kominn í fínt stand og byrjaður að skora með landsliðinu líka. Þetta leit mjög vel út. En í fyrra missti ég svo af öllu undirbúningstímabilinu, hoppaði í raun inn í fyrsta leik á tímabilinu án þess að hafa byggt líkamann upp fyrir það, og það hefur mikil áhrif. Eftir það komu meiðsli eftir meiðsli, og þá nær maður ekkert að sýna það sem krafist er af manni,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markametið með landsliðinu með þessu marki gegn Andorra.VÍSIR/VILHELM Fyrir fáeinum árum var IFK Gautaborg eitt albesta lið Svíþjóðar og barðist um sænska meistaratitilinn ár eftir ár. Í fyrra endaði liðið hins vegar í 12. sæti, eftir að hafa verið í fallbaráttu, og Kolbeinn segir alveg ljóst að stefnan sé sett mun hærra hjá forráðamönnum félagsins sem áður hafa reynt að fá Kolbein: Sýnt áhuga í langan tíma „Þeir hafa sýnt mér áhuga síðan 2017-2018. Eftir tímann hjá Galatasaray, þegar ég var meiddur, vildu þeir fá mig en ég var efins á þeim tíma varðandi það að byggja hnéð upp aftur á gervigrasi. Þess vegna tók ég ekki þann slag því ég vildi frekar vera á grasi og í hita. Þeir hafa sýnt áhuga á að fá mig síðan þá, gerðu það aftur núna í janúar og mér fannst þetta rétt skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Þetta er félag sem á að vera mikið hærra á töflunni, við toppinn. Þetta er þannig klúbbur og það heillar mig. Ég er spenntur fyrir að fá að vera með því Ég þekki klúbbinn bara af góðu. Íslendingarnir sem hafa verið hérna tala bara vel um hann og þetta er toppklúbbur hér í Skandinavíu. Þeir eru búnir að hreinsa aðeins til eftir síðasta tímabil og eru að byggja upp í kringum liðið. Þeir vildu fá inn framherja sem þeir vilja nota mikið, sem hefur ákveðin gildi, og ég er bara mjög sáttur með hvernig þeir leggja þetta upp,“ segir Kolbeinn. Tilboð héðan og þaðan í heiminum en vildi vera nálægt Íslandi Á meðal þeirra Íslendinga sem hafa leikið með IFK Gautaborg er Hjálmar Jónsson en þessi fyrrverandi Egilsstaðabúi lék allan sinn atvinnumannsferil, frá 2002-2016, með liðinu og starfar enn hjá félaginu: „Jú, goðsögnin er hérna. Hann er með U19-liðið. Ég talaði líka við Ragga Sig sem hefur verið hérna, og fleiri sem ég þekki, og þeir báru allir félaginu vel söguna,“ segir Kolbeinn. Aðspurður hvort fleira hafi komið til greina en að ganga í raðir IFK Gautaborgar segir Kolbeinn: „Það voru einhverjir kostir í stöðunni, hér og þar út um heim, en ekkert sem var það áhugavert að mig langaði að taka þann slag. Ég vildi vera eins nálægt Íslandi og hægt var, og hugsaði með mér að fengi ég góðan kost á Norðurlöndunum eða þar nálægt í Evrópu, þá myndi ég kjósa það. Sú varð raunin.“ Síðari hluti viðtalsins, þar sem Kolbeinn ræðir um íslenska landsliðið, kemur inn hér á Vísi síðar í dag.
Sænski boltinn Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira