Blikar vonast til að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2021 12:31 Blikar fagna eftir sigurinn á Valskonum á Hlíðarenda í hálfgerðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn síðasta haust. vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir að vera búnir að missa þjálfarann sinn og nokkra lykilmenn er engan bilbug á Íslandsmeisturum Blika að finna. Þeir stefna á að ráða nýjan þjálfara á næstu dögum. Í dag var greint frá því að Þorsteinn Halldórsson væri tekinn við kvennalandsliðinu. Hann stýrði Breiðabliki með frábærum árangri á árunum 2014-21. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að leitin að arftaka Þorsteins sé hafin. „Já, við erum að vinna í þessu og vonandi gerist þetta bara á næstu dögum. Við erum með tvo öfluga aðila sem voru í teyminu sem eru ekki að fara neitt þannig að þetta er allt í góðum höndum enn sem komið er,“ sagði Eysteinn við Vísi í dag. Stór skörð hafa verið höggin í leikmannahóp Breiðabliks í vetur. Landsliðskonurnar ungu, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, eru farnar til Þýskalands og þá hefur markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagt hanskana á hilluna. Hrúga af frábærum leikmönnum í Fífunni „Við höfum áður misst leikmenn en það hefur alltaf komið maður í manns stað. Við höfum líka aðeins bætt við okkur og eigum líka stelpur inni sem voru meiddar í fyrra. Við erum líka með stelpur sem voru á láni og svo er nóg af efnilegum leikmönnum í félaginu. Það er hrúga af frábæru fótboltafólki inni í Fífunni á hverjum degi. Þannig að við hræðumst ekki að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ sagði Eysteinn. Í vetur hefur Breiðablik fengið Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur frá KR, Karítas Tómasdóttur frá Selfossi og Andreu Mist Pálsdóttur og Birtu Georgsdóttur frá FH. Þá endurheimta Blikar þær Hildi Antonsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur úr meiðslum og Ástu Eir Árnadóttur og Fjollu Shöllu sem eignuðust börn í fyrra. Alltaf ein krafa í Kópavoginum Þrátt fyrir þessar breytingar á liðinu slá Blikar ekki af kröfunum og stefna áfram hátt. „Að sjálfsögðu reynum við að vera áfram á toppnum. Það er ekkert launungarmál en auðvitað er búið að höggva stór skörð í liðið og við þurfum líka að horfa til þess. En auðvitað er alltaf ein krafa í Kópavoginum. Það er bara þannig,“ sagði Eysteinn. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Í dag var greint frá því að Þorsteinn Halldórsson væri tekinn við kvennalandsliðinu. Hann stýrði Breiðabliki með frábærum árangri á árunum 2014-21. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að leitin að arftaka Þorsteins sé hafin. „Já, við erum að vinna í þessu og vonandi gerist þetta bara á næstu dögum. Við erum með tvo öfluga aðila sem voru í teyminu sem eru ekki að fara neitt þannig að þetta er allt í góðum höndum enn sem komið er,“ sagði Eysteinn við Vísi í dag. Stór skörð hafa verið höggin í leikmannahóp Breiðabliks í vetur. Landsliðskonurnar ungu, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, eru farnar til Þýskalands og þá hefur markvörðurinn og fyrirliðinn Sonný Lára Þráinsdóttir lagt hanskana á hilluna. Hrúga af frábærum leikmönnum í Fífunni „Við höfum áður misst leikmenn en það hefur alltaf komið maður í manns stað. Við höfum líka aðeins bætt við okkur og eigum líka stelpur inni sem voru meiddar í fyrra. Við erum líka með stelpur sem voru á láni og svo er nóg af efnilegum leikmönnum í félaginu. Það er hrúga af frábæru fótboltafólki inni í Fífunni á hverjum degi. Þannig að við hræðumst ekki að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið á,“ sagði Eysteinn. Í vetur hefur Breiðablik fengið Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur frá KR, Karítas Tómasdóttur frá Selfossi og Andreu Mist Pálsdóttur og Birtu Georgsdóttur frá FH. Þá endurheimta Blikar þær Hildi Antonsdóttur og Selmu Sól Magnúsdóttur úr meiðslum og Ástu Eir Árnadóttur og Fjollu Shöllu sem eignuðust börn í fyrra. Alltaf ein krafa í Kópavoginum Þrátt fyrir þessar breytingar á liðinu slá Blikar ekki af kröfunum og stefna áfram hátt. „Að sjálfsögðu reynum við að vera áfram á toppnum. Það er ekkert launungarmál en auðvitað er búið að höggva stór skörð í liðið og við þurfum líka að horfa til þess. En auðvitað er alltaf ein krafa í Kópavoginum. Það er bara þannig,“ sagði Eysteinn.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti