„Kemur vel til greina“ að slaka fyrr á samkomutakmörkunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2021 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það koma vel til greina að slaka á samkomutakmörkunum fyrir 17. febrúar ef innanlandssmit halda áfram að vera fá og nýgengi innanlandssmita sömuleiðis. Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hún kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja metrana tvo. Þá mega líkamsræktarstöðvar hafa opið fyrir hópatíma og sundlaugar eru einnig opnar. Nýgengi innanlandssmita hefur ekki verið eins lágt og það er nú síðan í lok júlí. Þá hafa aðeins níutíu manns greinst með kórónuveiruna innanlands það sem af er árinu 2021 og hefur mikill meirihluti þeirra verið í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í framsögu sinni á fundinum að núna væri ekki tími til að slaka á aðgerðum en takmarkanirnar væru í sífelldri endurskoðun. Það væri alls ekki útilokað að það yrði hægt að fara í tilslakanir á næstunni. Rifjaði upp hvernig staðan gjörbreyttist á einni viku í september Þegar hann var svo spurður að því hvort það kæmi til greina að slaka mögulega fyrr á samkomutakmörkunum, það er áður en núverandi reglugerð fellur úr gildi, var hann afdráttarlaus í svari. „Já, það kemur vel til greina,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt mikið um það hvenær hægt yrði að fara í frekari tilslakanir en sagði þó ef smittölur yrðu áfram svona lágar næstu vikuna þá væri ekkert að því að slaka frekar á. Þórólfur lagði þó áherslu á það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir svo að ekki kæmi bakslag í faraldurinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, talaði á svipuðum nótum og rifjaði það upp í byrjun fundarins hvernig staðan var 11. til 18. september. Þá hefði fjölda greindra smita á degi hverjum farið úr einu í 74 á einni viku. Það þyrfti ekki nema eitt smit til að koma stórri bylgju af stað. Skilaboð yfirvalda væru því áfram þau að fólk ætti ekki að slaka á heldur fylgja áfram leiðbeiningum og sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef maður fyndi fyrir einkennum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Þetta kom fram í máli hans á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til 17. febrúar en hún kveður meðal annars á um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra reglu og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja metrana tvo. Þá mega líkamsræktarstöðvar hafa opið fyrir hópatíma og sundlaugar eru einnig opnar. Nýgengi innanlandssmita hefur ekki verið eins lágt og það er nú síðan í lok júlí. Þá hafa aðeins níutíu manns greinst með kórónuveiruna innanlands það sem af er árinu 2021 og hefur mikill meirihluti þeirra verið í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagði í framsögu sinni á fundinum að núna væri ekki tími til að slaka á aðgerðum en takmarkanirnar væru í sífelldri endurskoðun. Það væri alls ekki útilokað að það yrði hægt að fara í tilslakanir á næstunni. Rifjaði upp hvernig staðan gjörbreyttist á einni viku í september Þegar hann var svo spurður að því hvort það kæmi til greina að slaka mögulega fyrr á samkomutakmörkunum, það er áður en núverandi reglugerð fellur úr gildi, var hann afdráttarlaus í svari. „Já, það kemur vel til greina,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt mikið um það hvenær hægt yrði að fara í frekari tilslakanir en sagði þó ef smittölur yrðu áfram svona lágar næstu vikuna þá væri ekkert að því að slaka frekar á. Þórólfur lagði þó áherslu á það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir svo að ekki kæmi bakslag í faraldurinn. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, talaði á svipuðum nótum og rifjaði það upp í byrjun fundarins hvernig staðan var 11. til 18. september. Þá hefði fjölda greindra smita á degi hverjum farið úr einu í 74 á einni viku. Það þyrfti ekki nema eitt smit til að koma stórri bylgju af stað. Skilaboð yfirvalda væru því áfram þau að fólk ætti ekki að slaka á heldur fylgja áfram leiðbeiningum og sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í sýnatöku ef maður fyndi fyrir einkennum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira