Vill kynnast leikmönnum og koma inn sínum hugmyndum í Frakklandi Sindri Sverrisson skrifar 29. janúar 2021 15:01 Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari og Guðni Bergsson formaður KSÍ. Vísir/Egill Fyrsta verkefni Þorsteins Halldórssonar í starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta er ærið. Ísland leikur við Frakkland, Noreg og Sviss á æfingamóti í Frakklandi dagana 17.-23. febrúar. Frakkland er í 3. sæti heimslista FIFA, Noregur í 11. sæti, Ísland í 16. sæti og Sviss í 19. sæti. Þorsteinn var gestur í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag þar sem hann var meðal annars spurður um hvernig hann hygðist nýta þessa leiki. Fyrstu leikir Íslands í undankeppni HM verða svo í haust. „Við viljum fyrst og fremst koma inn mínum hugmyndum og aðlaga liðið að þeim – hvernig við viljum spila. Mótið snýst um það, og fyrir mig líka að kynnast leikmönnum og sjá hvernig þetta harmónerar allt saman. Hvort við náum ekki að koma inn sem mestu,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað byrjum við á hörkuleikjum og þetta verður verðugt verkefni, en við förum inn í þetta með því markmiði að halda áfram að þróa leik liðsins og bæta það. Maður þarf að gefa sér þennan tíma og þá glugga sem bjóðast til að koma öllu inn sem maður vill koma inn. Minni hugmyndafræði. Þetta verkefni snýst um það, að kynnast því hvernig það passar saman hvernig ég vil gera hlutina og hvernig þær eru í því umhverfi,“ sagði Þorsteinn. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan en viðtalið við Þorstein hefst eftir 21 mínútu: Aðspurður hver helsti munurinn yrði á liðinu frá því áður, undir stjórn Þorsteins, svaraði þjálfarinn sigursæli: „Þetta eru ekki einhverjar stórkostlegar breytingar. Halda boltanum betur, skerpa aðeins á sóknarleiknum, og svo einhver áhersluatriði inni í leik sem menn koma vonandi til með að sjá vel.“ Kynslóðaskipti asnalegt orð Jón Þór Hauksson gaf ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Sveindísi Jane Jónsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur stór hlutverk í síðustu undankeppni. Stendur til að yngja liðið enn frekar upp? „Auðvitað þurfum við alltaf að horfa eitthvað fram í tímann en í sjálfu sér velur maður bara það landslið sem er best hverju sinni. Kynslóðaskipti er asnalegt orð finnst mér. Landslið snýst um að vera með bestu leikmennina og aldur skiptir engu máli. Ef þú ert nógu góð þá spilar þú. Þeir leikmenn sem eru bestir hverju sinni eru valdir. Við erum ekki að horfa til þess að henda út eldri leikmönnum af því að við viljum yngja upp, bara af því bara. Við viljum að liðið sé sem best hverju sinni,“ sagði Þorsteinn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Betur undirbúinn en þegar símtalið endasleppa barst 2018 Þorsteinn Halldórsson segist ekki hafa verið tilbúinn til að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta þegar hann fékk símtal, sem reyndist reyndar endasleppt, frá KSÍ árið 2018. Nú sé hann reynslumeiri og betri þjálfari. 28. janúar 2021 15:03 Fjögur komu til greina og voru öll íslensk Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks. 28. janúar 2021 14:30 Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43 „KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30 Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Frakkland er í 3. sæti heimslista FIFA, Noregur í 11. sæti, Ísland í 16. sæti og Sviss í 19. sæti. Þorsteinn var gestur í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag þar sem hann var meðal annars spurður um hvernig hann hygðist nýta þessa leiki. Fyrstu leikir Íslands í undankeppni HM verða svo í haust. „Við viljum fyrst og fremst koma inn mínum hugmyndum og aðlaga liðið að þeim – hvernig við viljum spila. Mótið snýst um það, og fyrir mig líka að kynnast leikmönnum og sjá hvernig þetta harmónerar allt saman. Hvort við náum ekki að koma inn sem mestu,“ sagði Þorsteinn. „Auðvitað byrjum við á hörkuleikjum og þetta verður verðugt verkefni, en við förum inn í þetta með því markmiði að halda áfram að þróa leik liðsins og bæta það. Maður þarf að gefa sér þennan tíma og þá glugga sem bjóðast til að koma öllu inn sem maður vill koma inn. Minni hugmyndafræði. Þetta verkefni snýst um það, að kynnast því hvernig það passar saman hvernig ég vil gera hlutina og hvernig þær eru í því umhverfi,“ sagði Þorsteinn. Hægt er að hlusta á Sportið í dag hér að neðan en viðtalið við Þorstein hefst eftir 21 mínútu: Aðspurður hver helsti munurinn yrði á liðinu frá því áður, undir stjórn Þorsteins, svaraði þjálfarinn sigursæli: „Þetta eru ekki einhverjar stórkostlegar breytingar. Halda boltanum betur, skerpa aðeins á sóknarleiknum, og svo einhver áhersluatriði inni í leik sem menn koma vonandi til með að sjá vel.“ Kynslóðaskipti asnalegt orð Jón Þór Hauksson gaf ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Sveindísi Jane Jónsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur stór hlutverk í síðustu undankeppni. Stendur til að yngja liðið enn frekar upp? „Auðvitað þurfum við alltaf að horfa eitthvað fram í tímann en í sjálfu sér velur maður bara það landslið sem er best hverju sinni. Kynslóðaskipti er asnalegt orð finnst mér. Landslið snýst um að vera með bestu leikmennina og aldur skiptir engu máli. Ef þú ert nógu góð þá spilar þú. Þeir leikmenn sem eru bestir hverju sinni eru valdir. Við erum ekki að horfa til þess að henda út eldri leikmönnum af því að við viljum yngja upp, bara af því bara. Við viljum að liðið sé sem best hverju sinni,“ sagði Þorsteinn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Betur undirbúinn en þegar símtalið endasleppa barst 2018 Þorsteinn Halldórsson segist ekki hafa verið tilbúinn til að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta þegar hann fékk símtal, sem reyndist reyndar endasleppt, frá KSÍ árið 2018. Nú sé hann reynslumeiri og betri þjálfari. 28. janúar 2021 15:03 Fjögur komu til greina og voru öll íslensk Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks. 28. janúar 2021 14:30 Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43 „KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30 Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Sjá meira
Betur undirbúinn en þegar símtalið endasleppa barst 2018 Þorsteinn Halldórsson segist ekki hafa verið tilbúinn til að taka við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta þegar hann fékk símtal, sem reyndist reyndar endasleppt, frá KSÍ árið 2018. Nú sé hann reynslumeiri og betri þjálfari. 28. janúar 2021 15:03
Fjögur komu til greina og voru öll íslensk Guðni Bergsson formaður KSÍ segir það hafa verið ákveðið lúxusvandamál hve góðir umsækjendur sóttust eftir starfi landsliðsþjálfara kvenna í fótbolta. Mikil ánægja sé með að hafa á endanum getað ráðið Þorstein Halldórsson sem náð hefur frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks. 28. janúar 2021 14:30
Nýr landsliðsþjálfari ætlar með Ísland á HM í fyrsta sinn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann tók formlega við starfinu og ræddi við fjölmiðla í beinni útsendingu á Vísi í hádeginu. 28. janúar 2021 12:43
„KSÍ er að fá frábæra persónu og frábæran þjálfara“ Framkvæmdastjóri Breiðabliks, Eysteinn Pétur Lárusson, segir að Blikar sjái á eftir Þorsteini Halldórssyni en samgleðjist honum jafnframt að vera orðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Eysteini segir að Þorsteinn sé afar fær í sínu starfi. 28. janúar 2021 11:30
Þorsteinn ráðinn landsliðsþjálfari Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. 28. janúar 2021 10:08
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann