Stúdentar á Vetrargarði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 09:33 Íbúar á Vetrargarði munu ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar renna út. Vísir/Vilhelm Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara. Fram kemur í póstinum frá FS, sem sendur var í gær, að íbúar sem búa í íbúðum, sem gerðar verða upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna, séu hvattir til að þiggja flutning fyrr en síðar. „Ónæði verður óhjákvæmilegt í áfanganum sem verður í upptekt,“ segir í póstinum. Ekki kom fram í póstinum sem sendur var á fimmtudag að íbúar gætu búið í íbúðum sínum á Vetrargörðum það sem eftir er leigusamnings. Íbúar gagnrýndu FS fyrir stuttan fyrirvara en þeir töldu að þeir hefðu aðeins mánuð til þess að pakka saman og flytja áður en framkvæmdir hæfust. Íbúarnir sem búa í íbúðum sem verða gerðar upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna munu fá úthlutaðar íbúðir á stúdentagörðum við Skógarveg í Fossvogi. Fram kom í tölvupósti FS sem sendur var á fimmtudag að einhverjir þeirra munu þurfa að taka við íbúðum sem eru annað hvort stærri eða minni en þær sem þeir búa í núna og gætu einhverjir þar af leiðandi þurft að greiða hærri leigu en þeir gera núna. Það virðist þó hafa verið einhver misskilningur. „Íbúum verður ekki gert að flytja í dýrara húsnæði heldur taka þeir ákvörðun sjálfir um hverju þeir sækjast eftir. Uppsett leiguverð verður innheimt af húsnæðinu sem viðkomandi kýs að flytja í. Munum við leggja okkur fram við að koma til móts við íbúa og finna fyrir þá sambærilegar íbúðir á svipuðu verði í því hverfi sem þeir kjósa,“ segir í pósti FS frá því í gær. FS hefur boðað til upplýsingafundar 9. febrúar næstkomandi fyrir íbúa á Vetrargörðum til þess að kynna þeim framkvæmdirnar. Fram kemur í pósti FS að þar hafi staðið til að tilkynna íbúum að vegna óþægindanna vegna framkvæmdanna muni þeim standa til boða leigusamningur til ágúst 2022 óháð skráningu í háskólann, einingaskilum eða hámarksdvalartíma. Þá munu þeir íbúar sem þurfa að yfirgefa íbúðir sínar á Vetrargörðum og kjósa flutning á vegum FS hafa forgang um flutning í þær íbúðir sem þeir búa nú í á Vetrargörðum þegar framkvæmdum lýkur. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira
Fram kemur í póstinum frá FS, sem sendur var í gær, að íbúar sem búa í íbúðum, sem gerðar verða upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna, séu hvattir til að þiggja flutning fyrr en síðar. „Ónæði verður óhjákvæmilegt í áfanganum sem verður í upptekt,“ segir í póstinum. Ekki kom fram í póstinum sem sendur var á fimmtudag að íbúar gætu búið í íbúðum sínum á Vetrargörðum það sem eftir er leigusamnings. Íbúar gagnrýndu FS fyrir stuttan fyrirvara en þeir töldu að þeir hefðu aðeins mánuð til þess að pakka saman og flytja áður en framkvæmdir hæfust. Íbúarnir sem búa í íbúðum sem verða gerðar upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna munu fá úthlutaðar íbúðir á stúdentagörðum við Skógarveg í Fossvogi. Fram kom í tölvupósti FS sem sendur var á fimmtudag að einhverjir þeirra munu þurfa að taka við íbúðum sem eru annað hvort stærri eða minni en þær sem þeir búa í núna og gætu einhverjir þar af leiðandi þurft að greiða hærri leigu en þeir gera núna. Það virðist þó hafa verið einhver misskilningur. „Íbúum verður ekki gert að flytja í dýrara húsnæði heldur taka þeir ákvörðun sjálfir um hverju þeir sækjast eftir. Uppsett leiguverð verður innheimt af húsnæðinu sem viðkomandi kýs að flytja í. Munum við leggja okkur fram við að koma til móts við íbúa og finna fyrir þá sambærilegar íbúðir á svipuðu verði í því hverfi sem þeir kjósa,“ segir í pósti FS frá því í gær. FS hefur boðað til upplýsingafundar 9. febrúar næstkomandi fyrir íbúa á Vetrargörðum til þess að kynna þeim framkvæmdirnar. Fram kemur í pósti FS að þar hafi staðið til að tilkynna íbúum að vegna óþægindanna vegna framkvæmdanna muni þeim standa til boða leigusamningur til ágúst 2022 óháð skráningu í háskólann, einingaskilum eða hámarksdvalartíma. Þá munu þeir íbúar sem þurfa að yfirgefa íbúðir sínar á Vetrargörðum og kjósa flutning á vegum FS hafa forgang um flutning í þær íbúðir sem þeir búa nú í á Vetrargörðum þegar framkvæmdum lýkur.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Sjá meira