Lögin kveða á um algjört bann við þungunarrofi – nema ef þungunin varð eftir nauðgun eða ef líf eða heilsa konunnar er í hættu
Mikill viðbúnaður hefur verið í Póllandi síðan lögin tóku gildi á miðvikudag. Táragasi var beitt á fólk í gær og voru sex handteknir. Tveir lögreglumenn voru fluttir á sjúkrahús eftir átök við mótmælendur.