Moore var sæmdur riddaratign af Elísabetu Englandsdrottningu fyrir framlag hans til bresku heilsugæslunnar NSH. Hann hafði verið útnefndur til riddaratignar af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í maí í fyrra.
Moore var að sögn dóttur hans fluttur á Bedford sjúkrahúsið vegna erfiðleika við öndun. Hann hefur síðustu tvær vikurnar barist við lungnabólgu en í síðustu greindist hann smitaður af kórónuveirunni.
Kafteininn safnaði síðasta vor áheitum fyrir það að ganga í garðinum heima hjá sér í Marston Moretaine. Hann ætlaði upphaflega að safna þúsund pundum fyrir heilsugæsluna með því að ganga 25 metra langan hring í garðinum. Hann óraði ekki fyrir stuðningnum sem hann átti eftir að fá því meira en ein og hálf milljón manns lagði til fé í söfnunina.