Brynjar Þór: Það gefur augaleið Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 31. janúar 2021 20:45 Brynjar í leik á síðustu leiktíð. vísir/daníel Brynjar Þór Björnsson, þriggja stiga sérfræðingur KR, var sáttur með góðan sigur á Haukum í kvöld þar sem allt gekk upp eftir eilítið brösuga byrjun. „Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 15 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri. Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
„Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 15 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri.
Dominos-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Leik lokið: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum KR var niðurlægt á heimavelli gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð en svaraði í dag með sigri gegn Haukum sem hafa tapað fimm leikjum í röð. 31. janúar 2021 19:46
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum