Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Aron Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2024 12:06 Daníel Tristan er leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Malmö. Malmö Daníel Tristan Guðjohnsen, yngsti sonur íslensku knattspyrnugoðsagnarinnar Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur, segir aðeins tímaspursmál hvenær hann muni sýna hvað í sér býr af fullum krafti inn á knattspyrnuvellinum. Daníel er leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö og hefur búið við eftirvæntingu í sinn garð sökum Guðjohnsen nafnsins en segist sjálfur ekki skulda neinum neitt sökum þess nafns. Íslendingurinn var í viðtali við sænska miðilinn Expressen á dögunum þar sem að hann ræddi meðal annars tíma sinn hjá Malmö til þessa sem segja má að hafi ekki verið nein gönguferð í garðinum. Meiðsli hafa hamlað framgöngu Daníels Tristans í liðinu en hann gekk til liðs við Malmö frá akademíu Real Madrid árið 2022. „Framtíðin var björt,“ segir Daníel í samtali við Expressen. „Ég sá aðeins bjarta tíma fram undan. Bjóst við því að fá meiri og meiri spiltíma en svo kom skellurinn.“ Bakmeiðsli plöguðu Daníel Tristan í fyrra. Álagsmeiðsl komu svo í ljós í ágúst það sama ár. Meiðsli sem héldu honum meira og minna frá knattspyrnuvellinum þar til í mars fyrr á þessu ári. „Þetta hefur verið krefjandi ár. Ég hefði viljað spila meira en samkeppnin er mikil hjá Malmö,“ segir Daníel sem vill ekki taka undir það að eitt ár af ferlinum hafi farið í vaskinn. „Ég glataði jú einu ári af fótboltaiðkun en ég græddi ár í líkamsræktarsalnum þar sem að ég byggði upp vöðva. Með því að verða sterkari verður það auðveldara fyrir mig að spila gegn þeim eldri,“ bætti hann við og segist ekki hafa stressað sig of mikið af þessum hrakförum. Hann sé enn ungur að árum. Guðjohnsen nafnið er þekkt víða um heim eftir glæsta ferla Arnórs Guðjohnsen, afa Daníels sem og föður hans Eiðs Smára Guðjohnsen. Synir Eiðs Smára eru þrír og allir atvinnumenn í knattspyrnu. Því hefur fylgt eftirvænting og að einhverju leiti dulin pressa varðandi það hvort strákarnir geti fetað í fótspor pabba og afa síns en þeir láta það ekkert á sig fá. Eiður Smári í leik með Barcelona á sínum tímaVísir/Getty „Ég skulda engum neitt vegna nafns míns. Faðir minn átti sinn feril og ég á minn. Bræður mínir eiga sína ferla. Ég einblíni bara á að verða betri með degi hverjum…„Maður verður vanur þessu. Þegar að maður er yngri gæti þetta haft áhrif á mann, en þá meira á jákvæðan hátt. Þú nýtur þess að fólk hefur trú á þér og maður telur sjálfur að maður muni ná langt og verða bestur.“ Daníel Tristan er ekki á því að halda frá Malmö í leit að meiri spiltíma. Aðspurður hvort hann hafi hug á því að fara á láni eitthvert annað er hann stuttorður og skýr í sínu svari: „Ég vil vera áfram hérna og keppa um sæti. Framtíðin er enn björt. Það býr mikið í mér og aðeins tímaspursmál hvenær ég mun sýna það.“ Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Daníel er leikmaður Svíþjóðarmeistara Malmö og hefur búið við eftirvæntingu í sinn garð sökum Guðjohnsen nafnsins en segist sjálfur ekki skulda neinum neitt sökum þess nafns. Íslendingurinn var í viðtali við sænska miðilinn Expressen á dögunum þar sem að hann ræddi meðal annars tíma sinn hjá Malmö til þessa sem segja má að hafi ekki verið nein gönguferð í garðinum. Meiðsli hafa hamlað framgöngu Daníels Tristans í liðinu en hann gekk til liðs við Malmö frá akademíu Real Madrid árið 2022. „Framtíðin var björt,“ segir Daníel í samtali við Expressen. „Ég sá aðeins bjarta tíma fram undan. Bjóst við því að fá meiri og meiri spiltíma en svo kom skellurinn.“ Bakmeiðsli plöguðu Daníel Tristan í fyrra. Álagsmeiðsl komu svo í ljós í ágúst það sama ár. Meiðsli sem héldu honum meira og minna frá knattspyrnuvellinum þar til í mars fyrr á þessu ári. „Þetta hefur verið krefjandi ár. Ég hefði viljað spila meira en samkeppnin er mikil hjá Malmö,“ segir Daníel sem vill ekki taka undir það að eitt ár af ferlinum hafi farið í vaskinn. „Ég glataði jú einu ári af fótboltaiðkun en ég græddi ár í líkamsræktarsalnum þar sem að ég byggði upp vöðva. Með því að verða sterkari verður það auðveldara fyrir mig að spila gegn þeim eldri,“ bætti hann við og segist ekki hafa stressað sig of mikið af þessum hrakförum. Hann sé enn ungur að árum. Guðjohnsen nafnið er þekkt víða um heim eftir glæsta ferla Arnórs Guðjohnsen, afa Daníels sem og föður hans Eiðs Smára Guðjohnsen. Synir Eiðs Smára eru þrír og allir atvinnumenn í knattspyrnu. Því hefur fylgt eftirvænting og að einhverju leiti dulin pressa varðandi það hvort strákarnir geti fetað í fótspor pabba og afa síns en þeir láta það ekkert á sig fá. Eiður Smári í leik með Barcelona á sínum tímaVísir/Getty „Ég skulda engum neitt vegna nafns míns. Faðir minn átti sinn feril og ég á minn. Bræður mínir eiga sína ferla. Ég einblíni bara á að verða betri með degi hverjum…„Maður verður vanur þessu. Þegar að maður er yngri gæti þetta haft áhrif á mann, en þá meira á jákvæðan hátt. Þú nýtur þess að fólk hefur trú á þér og maður telur sjálfur að maður muni ná langt og verða bestur.“ Daníel Tristan er ekki á því að halda frá Malmö í leit að meiri spiltíma. Aðspurður hvort hann hafi hug á því að fara á láni eitthvert annað er hann stuttorður og skýr í sínu svari: „Ég vil vera áfram hérna og keppa um sæti. Framtíðin er enn björt. Það býr mikið í mér og aðeins tímaspursmál hvenær ég mun sýna það.“
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Fleiri fréttir Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira