Biðst afsökunar á ósannindum um borgarstjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2021 22:48 Bolli Kristinsson, athafnamaður, hefur beðist afsökunar á ósannindum sem komu fram í myndbandi Björgum miðbænum um Óðinstorg. Vísir Bolli Kristinsson athafnamaður, sem lengi var kenndur við verslunina 17, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið með rangfærslur í myndbandi sem Björgum miðbænum birti á dögunum og talsett er af Vigdísi Hauksdóttir borgarfulltrúa Miðflokksins. Myndbandið fjallar um Óðinstorg og framkvæmdirnar þar sem hafa breytt ásýnd torgsins töluvert. Myndbandið ber yfirskriftina „Óðinstorg, bruðl og spilling,“ og gagnrýnir hópurinn þar framkvæmdirnar. „Framkvæmd upp á 657 milljónir króna. Vissulega var skipt um lagnir og sett upp snjóbræðslukerfi fyrir utan heimili borgarstjóra en torgið er umfram allt gæluverkefni sem hefur þann eina tilgang að útrýma fjölda bílastæða fyrir íbúa, nágranna og gesti hótelsins sem þurfa að leita í nærliggjandi götur eftir stæðum sem eru af skornum skammti,“ segir í myndbandinu. Þar á eftir er því varpað fram að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs. „Flest er rétt með haft en ein alvarleg rangfærsla hefur komið fram, að Dagur B. Eggertsson hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs, þetta er rangt og þar sem mitt nafn er í kredit lista í lok myndbandsins bið ég borgarstjóra og aðra aðila málsins afsökunar,“ segir í Facebook-færslu sem Bolli birti á síðunni Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn. ÉG BIÐST VELVIRÐINGAR Hann skrifar að hann hafi aldrei verið „ósannindamaður“ og hafi honum verið sagt að allt sem kæmi fram í myndbandinu kæmi frá áreiðanlegum heimildarmönnum. Hann segist vera búinn að óska eftir því að myndbandið verði fjarlægt af vefnum. Reykjavík Verslun Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Tengdar fréttir Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Myndbandið fjallar um Óðinstorg og framkvæmdirnar þar sem hafa breytt ásýnd torgsins töluvert. Myndbandið ber yfirskriftina „Óðinstorg, bruðl og spilling,“ og gagnrýnir hópurinn þar framkvæmdirnar. „Framkvæmd upp á 657 milljónir króna. Vissulega var skipt um lagnir og sett upp snjóbræðslukerfi fyrir utan heimili borgarstjóra en torgið er umfram allt gæluverkefni sem hefur þann eina tilgang að útrýma fjölda bílastæða fyrir íbúa, nágranna og gesti hótelsins sem þurfa að leita í nærliggjandi götur eftir stæðum sem eru af skornum skammti,“ segir í myndbandinu. Þar á eftir er því varpað fram að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs. „Flest er rétt með haft en ein alvarleg rangfærsla hefur komið fram, að Dagur B. Eggertsson hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs, þetta er rangt og þar sem mitt nafn er í kredit lista í lok myndbandsins bið ég borgarstjóra og aðra aðila málsins afsökunar,“ segir í Facebook-færslu sem Bolli birti á síðunni Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn. ÉG BIÐST VELVIRÐINGAR Hann skrifar að hann hafi aldrei verið „ósannindamaður“ og hafi honum verið sagt að allt sem kæmi fram í myndbandinu kæmi frá áreiðanlegum heimildarmönnum. Hann segist vera búinn að óska eftir því að myndbandið verði fjarlægt af vefnum.
Reykjavík Verslun Skotið á bíl borgarstjóra Borgarstjórn Tengdar fréttir Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01 Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51 Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Segir fjölda fólks í framlínunni og sérstaklega konur hafa fengið alvarlegar hótanir Borgarstjóri segir mikilvægt að stjórnmálin séu hluti af samfélaginu. Það sé varhugavert að fólk í stjórnmálum eða framlínufólk þurfi aukna öryggisgæslu vegna hættu á ofbeldi en það sé nauðsynlegt berist þeim hótanir eða ofbeldi beinist gegn þeim. 31. janúar 2021 18:01
Segir myndbandið hafa fært til mörkin í íslenskri pólitík Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug. 31. janúar 2021 13:51
Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. 28. janúar 2021 21:26