Síðasti séns fyrir Liverpool sem er að landa varnarmanni Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 08:01 Ben Davies til varnar í leik gegn Reading í ensku B-deildinni. Getty/Barrington Coombs Liverpool hefur náð samkomulagi um kaup á miðverði en þarf að klára kaupin í dag því nú er lokadagur félagaskiptagluggans sem opnast ekki aftur fyrr en í sumar. Enskir miðlar og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano greina frá því að Ben Davies muni skrifa undir samning hjá Liverpool í dag, að undangenginni læknisskoðun. Davies, sem á alnafna í Tottenham, er 25 ára gamall, örvfættur miðvörður Preston North End í ensku B-deildinni. Ben Davies to Liverpool from Preston, agreement reached and here we go in the coming hours!The deal will be completed today for 4m - medicals pending. More: #LFC have not contacted Juventus for Merih Demiral as of today. #DeadlineDay— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2021 Að sögn Romano kostar Davies jafnvirði um 3,5 milljóna punda, eða rúmlega 620 milljóna íslenskra króna. Samkvæmt Sky Sports þarf Liverpool aðeins að greiða hálfa milljón punda við undirritun kaupsamningsins og gæti heildarupphæðin numið 1,1 milljón punda, auk þess sem Preston fái 20% af kaupverði verði Davies seldur frá Liverpool síðar. Davies á aðeins sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Preston og hefur því mátt ræða við önnur félög. Skosku meistararnir í Celtic töldu sig í forystusæti um að fá Davies frítt næsta sumar, samkvæmt Sky en voru tilbúnir að semja um kaupverð í þessum mánuði ef þess þyrfti. Nú er hins vegar allt útlit fyrir að Davies fari til Liverpool. Liverpool hefur átt í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna en þeir Virgil van Dijk og Joe Gomez urðu báðir fyrir alvarlegum meiðslum á leiktíðinni og óvíst hvenær þeir snúa aftur. Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Enskir miðlar og skúbbkóngurinn Fabrizio Romano greina frá því að Ben Davies muni skrifa undir samning hjá Liverpool í dag, að undangenginni læknisskoðun. Davies, sem á alnafna í Tottenham, er 25 ára gamall, örvfættur miðvörður Preston North End í ensku B-deildinni. Ben Davies to Liverpool from Preston, agreement reached and here we go in the coming hours!The deal will be completed today for 4m - medicals pending. More: #LFC have not contacted Juventus for Merih Demiral as of today. #DeadlineDay— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2021 Að sögn Romano kostar Davies jafnvirði um 3,5 milljóna punda, eða rúmlega 620 milljóna íslenskra króna. Samkvæmt Sky Sports þarf Liverpool aðeins að greiða hálfa milljón punda við undirritun kaupsamningsins og gæti heildarupphæðin numið 1,1 milljón punda, auk þess sem Preston fái 20% af kaupverði verði Davies seldur frá Liverpool síðar. Davies á aðeins sex mánuði eftir af núgildandi samningi sínum við Preston og hefur því mátt ræða við önnur félög. Skosku meistararnir í Celtic töldu sig í forystusæti um að fá Davies frítt næsta sumar, samkvæmt Sky en voru tilbúnir að semja um kaupverð í þessum mánuði ef þess þyrfti. Nú er hins vegar allt útlit fyrir að Davies fari til Liverpool. Liverpool hefur átt í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna en þeir Virgil van Dijk og Joe Gomez urðu báðir fyrir alvarlegum meiðslum á leiktíðinni og óvíst hvenær þeir snúa aftur.
Enski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira